Þá fer þessu senn að ljúka...

Dvölin í Kína tekur enda á morgun, þá fljúgum frá Ningbo til Shanghai, þaðan til Parísar og síðan London þar sem við ætlum að tjilla í 3 daga áður en við kyssum fagra fósturjörð á ný.

Síðasti skóladagurinn var í gær og við Eyrún brugðum á leik í skólastofunni í tilefni þess:

IMG_1780

Jájá þarna erum við að fara yfir táknin saman...

 IMG_1782

Eyrún reynir að fletta þessu betur upp og ég kíki hjá henni...

 

IMG_1785


IMG_1785Svo er það framburðurinn: haochi, haaochhiii, chiiii.... CHHHIII!

IMG_1779

Kínverskan er nú ekki auðveld og geta táknin og framburðurinn gert hvern mann geðveikan. Eins og sést glögglega á þessari mynd, þá er við það að missa vitið og Eyrún er alveg buguð...

 IMG_1784IMG_1784

En það er nú ekkert sem frosið vatn getur ekki lagað, sjáiði, Eyrún er öll að koma til og ég farin að slaka aðeins á... 

IMG_1787IMG_1787

Freyja fór yfir táknin og reyndi að skrifa þau á töfluna... Hvað ætli hún sé að skrifa þarna? 

 IMG_1789

Svo skrifaði ég væmna kveðju á íslensku á töfluna að skilnaði... 

 

Í gærkvöldi skelltum við okkur svo út á lífið til að kveðja Ningbo, fyrsta og eina "djammið" okkar hér í Kína. Við höfum ekki haft tíma fyrir svoleiðis vitleysu fyrr en aðeins núna. Hann Kristján Íslendingur skellti sér með okkur og þetta var ansi hresst. Við borðuðum á ítlöskum veitingastað og fórum svo niður á bryggju í Vestræna hlutanum þar sem live band var að spila Country roads og fleira gamalt og gott. Kannski ég leyfi bara myndunum að tala sínu máli... 

IMG_1805IMG_1805
Eins og sést þá vorum við Eyrún mjög sáttar við að fá þessa fínu kokteila!

 IMG_1803IMG_1803

Freyja og Kristján voru líka vel spræk...

IMG_1808IMG_1808

Svo rifjuðum við Eyrún upp gamla takta frá Íslandi... 

 IMG_1810

Pink lady...very næs!

IMG_1827IMG_1827

Og Tequila sunrise.... mmmm... 

 

End náw æm komming hóm félagar! Sé ykkur eftir nokkra dagaSmile

Tvær á dag koma skapinu í lag!

Tvær færslur sko, ef einhver er ekki að fatta...

Við ákváðum að vera soldið fleppaðar svona síðustu dagana hérna í Kína. Í kvöld tókum við okkur til og fórum á Brasilíkska steikhúsið aftur og gúffuðum í okkur blóðugar steikur, all you can eat buffet! Og þrátt fyrir að geta varla gengið þaðan út þá fórum við á Hagen daas og fengum okkur ís í eftirrétt. Á morgun er svo planið að taka rúllandi föllerý... eða þannig sko. Það er enginn skóli á föstudaginn svo við ætlum aðeins að lyfta okkur upp annað kvöld svona rétt í blálokin á þessu ævintýri.

 IMG_1731

Kannski við fáum okkur svona bláan drykk bara. Þessi er mexíkóskur, Acapulco frozen margarita kallast hann. Ég vil taka það fram að í þessu glasi er meira magn áfengis en það sem ég hef drukkið í þessari ferð. Ég hef bara smakkað nokkra kínverska bjóra sem innihalda áfengismagn frá 1.8% upp í 2.2% og þá aldrei meira en einn í einu.

 

Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn og ég komst aftur í útsaumsbásana mína uppáhalds og keypti mér lífstíðarbirgðir af krosssaumsmyndum.. Eyrún manaði mig í að kaupa væmnustu mynd í veröldinni og ég sló til. Hún er laaaangstærst af þeim öllum

.IMG_1775

Taramm! Þarna er ég með hana, brúðkaupsmyndina góðu. Ef ég miða við að ég gifti mig kannski eftir svona 7 ár.... þá verður hún hugsanlega tilbúin. Og nú ef ég pipra bara í hel þá get ég alltaf gefið hana einhverjum hamingjusömum brúðhjónum að gjöf. 

Í bæjarferðinni rákumst við líka á þessar:

 IMG_1777

 Og ef ég þekki Ningbo rétt þá eru þetta klárlega stærstu Levis buxur í Asíu, og já ef ekki öllum heiminum bara! Þær eru actually úr gallaefni sko.

Okkur reyndist það þrautin þyngri að fá leigara niður í bæ áðan. Það endaði með því að við fengum lítinn pickup taxa. Þessir pickup taxar eru algjörir sorataxar, enginn loftkæling og sætin ógeðslega skítug og óaðlaðandi. Sem er ennþá verra þegar maður pollsvitnar og veltist um í svitanum sem blandast við skítinn í sætinum... ok ég vil ekki hugsa um þetta meira... Bílsjórinn var tannlaus og bauð okkur rettu eins og sannur herramaður. Hrækti svo ítrekað út um gluggann og benti mér (sem sat í framsætinu) á búðarglugga með brúðarkjólum... og hafði mikið um kjólana að segja á kínversku sem ég skildi ekki nema að eitthvað væri hen hao eða mjög gott!

IMG_1774

 

Þarna er ég að fyllast viðbjóði yfir svitapollinum sem er að myndast undir mér...


Sviti, hiti og meiri sviti

Jæja þá erum við búnar að fara til Shanghai ooog koma aftur til baka. Við vorum hálfgerðir bjöllusauðir þegar við komum til borgarinnar. Settumst niður á fyrsta veitingastaðinn sem við sáum og spurðum hver aðra.. hvað ætlum við eiginlega að gera í Shanghai? Við gleymdum alveg að gera plan. Þannig við keyptum okkur bara kort og spottuðum út það sem virtist vera áhugavert! 

 

Að sjálfsögðu fórum við upp í Oriental pearl tower, upp á 263 hæð. Sem er nú kannski ekki mikið nema fyrir svona smástelpu eins og mig sem fannst hún snerta skýin á 11 hæð á Benidorm í fyrra. Turninn er nú samt þriðji hæsti í heimi.. eða var það fimmti hæsti... ó meen ég man það ekki og nenni ómögulega að gúggla. Þið bara gjörið svo ef þið eruð spennt. Og svo fórum við á The Science and technology museum sem var nú eitt mesta prump sem ég hef séð! Já... fyrir utan The Bund sightseeing tunnel, sem voru fáránleg blikkandi ljósagöng með hljóðum sem lágu út í Oriental turninn! Shanghai búar eru klárlega meistarar í að klúðra hlutum sem virkilega gætu verið áhugaverðir og aðlaðandi og gera þá eins óspennandi og kjánalega og mögulegt er. En það er bara Kína. Kína, Kína, Kína...

IMG_1695

Þarna er ég við The oriental pearl tower. Jiii sjáið hvað ég er mikið módel í mér!? Ég er mikið að spá í að skrá mig bara í eskimó þegar ég kem heim... 

IMG_1696

Og hérna er svo turninn aðeins nær. Við fórum upp í efri kúluna. Og takið líka eftir því hvað tunglið er skemmtilega fullt þarna við hliðina á.  

Við þrömmuðum ansi mikið í Shanghai, í 44 stiga hitanum með brennandi eldhöttinn beint ofan í hársvörðinn. Ég tel að nýjum hæðum hafi verið náð í svita. Við erum að tala um að þegar ég beygði mig fram til að troða mér í slim fit gallabuxur í mátunarklefanum í loftkældri H&M um kvöld, þá var ég svo sveitt að svitinn lak af enninu á mér, niður í augabrúnirnar þar sem hann dropaði í poll á gólfinu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig svitastatusinn var um miðjan dag úti í sólinni! Buxurnar voru svo gegnblautar af svita eftir mátunina að ég missti alla lyst á að kaupa þær en það verður ekki sagt um allt...Grin Ég kom út svo hlaðin fötum að ég er ennþá að fá krampa í handlegginn eftir að hafa borið alla þessa poka fram og aftur um Shanghai... Ég birgði mig líka upp af Gucci og Coach og Calvin klein og Luis vuitton og Omega og, og, og... me like Shanghai! Þá prúttuðum við líka frá okkur allt vit, það bókstaflega slettist af okkur svitinn í æsingunum og þegar við náðum að pústa þá fundum við hversu aðframkomnar af ofþornun og þreytu við vorum... Við létum líka svindla feitt á okkur sumstaðar, létum feita, sveitta, kínverjakarlpunga taka okkur í þxxxx rxxxxxxxx í viðskiptum! En gerðum hinvegar fáránlega góð kaup við litlar krúttlegar kínverskar stelpur svo þetta jafnaðist út.. eða segjum það! 

Kort

Við vitum ekki alltaf hvar við erum...

IMG_1722

Þarna erum við td að villast í Shanghai.. 

 

 

Hér má sjá mig og Freyju fáránlega kátar á leið niður í the sightseeing tunnel, við vissum ekki hvað beið okkar...

 DSC02531

Þetta var það sem vakti mesta athygli mín og Eyrúnar á The science and technology museum, KÓK LIGHT! mjög tæknólógíst og sæentískt.

Þessa 3 daga sem við vorum í Shanghai þá vorum við alltaf að leita að garði einum, Yuyan garden(man ekki alveg hvernig þetta er skrifað) en fyrstu tvo dagana stöldruðum við alltaf aðeins of mikið við á öðrum stöðuum og komumst aldrei á áfangastað. Fyrr en svo síðasta daginn, þá ætluðum við bara að fara í garðinn. Lögðum af stað í leiðangurinn með kortið góða og skilningarvitin í lagi. Og þrömmuðum og prúttuðum og prúttuðum og þrömmuðum, hring eftir hring... og annan hring og inn einhver fátækrahverfi og inn í hverfi þar sem verið var að rífa allt en aldrei fundum við garðinn. Gáfumst við því upp og settumst upp  leigubíl og bentum honum á kortið. Bílstjórinn hló eins og rostungur og keyrði okkur á nákvæmlega sama stað og við höfðum verið að væflast í prúttinu 3 klukkutímum áður... Yuyan garden var þá enginn garður eftir allt saman heldur bara samsafn af litlum prúttbúðum með kínverskt "handverk" þar sem við vorum orðnar öllum, hnútum kunnugar.

Að sjálfsögðu fórum við líka í Sony gallerí í Shanghai, þar skoðuðum við aðeins tölvur og fórum á eitt tæknilegasta salerni veraldar.

 IMG_1714

Hér má sjá eitt tæknilegasta salerni verladar. Á því er allt rafstýrt, opnun og lokun og sturtun. Þá er hægt að fá á því rassaskolun og rassaþurrkun en þar var hinsvegar hvorki klósettpappír né sápa. 

 

Ég datt svo rosalega í lukkupottinn um daginn þegar ég fann marga, marga bása af útsaumsmyndum(krosssaumsmyndum) og keypti mér nokkrar. Ég reyni því að nota hvert tækifæri (þegar ég er ekki að læra kínversku) til að taka upp krosssauminn minn. Spurning hvort ég hafi ekki hámarkað lúðann í mér í lestinni á leið til Shanghai þar sem ég sat og saumaði með Ragga Bjarna í eyrunum.....

að mála

Ég á enga mynd af mér að sauma svo  ég skelli inn einni af mér við aðra handverksiðju í staðinn. Þarna er ég að mála, eða réttara sagt að reyna að skrautskrifa kínversk tákn með bleki og pensli. Takið sérstaklega eftir vandvirknissvipnum...

Hér er annars alltaf jafnheitt og maganum í mér finnst það ekki gott, hann fer líka í mega uppreisnarástand þegar ég misþyrmi honum með því að innbyrða ískalt vatn inn í sjóðandi heitan líkamann. Meira að kínverjarnir eru hálf emjandi yfir hitanum hérna núna, enda telst vera væn hitabylgja á svæðinu. Ooog nú er ég að borða sykurpúða fyllta með súkkulaði.. hversu hollt getur það verið? Örugglega ekki gott í magann heldur... Flest allt sem við kaupum hérna í súpermarkaðnum er útrunnið, hvort sem það er nammi eða matur. Maður er löngu hættur að kippa sér upp við þó að best fyrir hafi verið á síðasta ári. Veit ekki hvort það sé eitthvað að spila inn í hjá maganum. 

 DSC03309

Og fyrst ég er að tala um maga þá er hér ein mynd af mér og Freyju á Smell, einum veitingastaðnum í hverfinu okkar. Þar borðum við alltaf hádegismat og þar má krota á veggina eins og sést ef vel er að gáð. Við erum ennþá að spá í hvað við eigum að krota, en stelpurnar sem voru hérna í fyrra skrifuðu ræðu á íslensku á hálfan vegg svo megum eiginlega ekki vera minni menn.

 

Við erum orðnar það sleipar í kínverskunni að við reynum að nota hana þegar við erum að versla eða panta mat og taka leigubíl og svoleiðis stöff. Og þegar kínverjarnir svara okkur á móti þá skiljum við svona fimmtugasta hvert orð. Freyja stundaði það oft þegar hún kurteisilega keypti sér vatn af götusölunum fyrri hluta mánaðarins að segjast vinsamlegast vilja fá eina flösku af köldu vatni. Hún skildi ekki afhverju kínverjarnur flissuðu oft... Fyrir helgina lærðum við að Qing wen(sem er vinsamlegast að biðja um eitthvað) þýðir líka kysstu mig ef það er ekki sagt rétt... Tónarnir hér eða áherslukommurnar yfir orðunum skipta öllu máli! Þessir tónar vefjast einmitt mikið fyrir nýnemum í kínversku. Sofa og detta er líka eins, bara einn lítill tónn sem breytir merkingunni algjörlega.

En jæja nú ætla ég að halda áfram að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í ósköpunum ég á að koma öllu þessu drasli sem flæðir um herbergið mitt frá Ningbo til Shanghai, til Parísar og London og svo alla leið heim. 

 

Ps: Nokkrar myndir í þessari færslu eru birtar með góðfúslegu leyfi (sem ég á eftir að fá) eigenda og höfunda myndanna, Eyrúnar og Freyju. 


Nezeril, takk!

Fór það ekki svo að Sólrún næði sér í kínverskt kvef... Jújú einmitt fór það svo! Kínverskt lofkælingarkvef örugglega. Loftkælingin er bara of þægileg... Nú sýp ég seyðið af því og veltist hér um í hor og viðbjóði. Hausinn á mér er svo fullur af hor að það komast ekki fleiri kínversk orð þar fyrir í bili og hef ég ekki geta mætt í skólann í 2 daga sökum þess. Úrhellisrigningardemban sem við lentum í, í fyrradag hefur líklega ekki bætt úr skák heldur. Þar sem við óðum vatnselginn upp á miðja kálfa með beljandi rigninguna í fangið. Himininn logaði af eldingum og þrumugnýrinn yfignæfði öll önnur hljóð. Mér stóð ekki á sama... Það lamaðist allt meðan á veðrinu stóð, bílar stoppuðu fólk flýði inn í nærstödd hús.. nema við, því við vorum svo blautar að loftkældar verslanir voru ekki að gera neitt fyrir okkur nema auka líkur á þrálátu lungnakvefi. Skömminni skárra var að dúsa í hlýjunni úti, undir þakskeggi. En kvefið fékk ég samt og nú myndi ég gefa á mér handlegg fyrir eina flösku af nezerili. Ég þrái nezeril meira en hvítan höfðingjaost og ritzkex og það þrái ég mikið. Algjör bjánalegheit hjá mér að klikka á svoleiðis nauðsynjavöru. Ég er með marga pakka af uppþornunartöflum og magalyfjun, ársskammt af íbúfeni og annan slíkan af paratabsi en ekkert nezeril! Ég er búin að reyna að sjúga upp í nefið fyrir apóteksfólkið og leika fyrir það spreybrúsa og sýna þeim hor en þau rétta mér bara einhverjar töflur sem ég veit ekkert hvað gera mér eða gera mér ekki svo ég tek ekki sjénsinn. Mér er ekki vel við að éta einhverjar töflur ólesin um verkun þeirra... Svo ég verð því að halda áfram svefnlausum nóttum þar til þetta gengur yfir.

Stendur ekki á sama

Þarna er mér að standa ekki á sama, hundblaut í úrhellinu meðan Eyrún virðist sallaróleg yfir þessu öllu saman.

Annars fengum við nýja kennara í byrjun þessarar viku og þeir eru alveg að moka í okkur kínverskunni, ég vona að ég geti drullast í skólann á morgun svo ég missi ekki allt niður eða snýti út því litla sem ég er búin að læra. Það er alveg merkilegt hvað er búið að takast að troða í okkur á svona stuttum tíma. Nú getum við alveg sungið afmælissöng, sagt hvernig veðrið er, hvert við erum að fara, hvaðan við vorum að koma. Við getum meira segja séð hvar er banki eða pósthús, nú eða garður, bara með því að líta á táknin. Við getum tekið á móti gestum, boðið þeim í te og jafnvel appelsínusafa. Og gefið þeim að borða það sem þeim líkar best. Það er að segja ef þeim líkar við kjöt af einhverju tagi eða grænmeti, jafnvel einhverja ávexti og brauð. Núðlur og grjón eru að sjálfsögðu old news... Ooog við getum pantað okkur kók light!

IMG_1454

Þarna eru Eyrún og Freyja að læra kínversku. Takið sérstaklega eftir því hversu huggulegir trébekkirnir í kennslustofunni eru... næs...

Þrátt fyrir slæma heilsu þá fór ég á algjört verslunar"fyllerí" í gær og kom heim svo klyfjuð að ég gat varla staðið í lappirnar. Ég var meira segja komin með verslunar"þynnku" strax í kvöldmatnum. Alveg miður mín og buguð af eyðslunni gúffaði ég í mig kóreskum barbecue þynnkumat, all you can eat and DRINK buffet! Mér er alltaf að líka betur og betur við Kína...

Áfall

Þarna er Freyja að reyna að hughreysta mig og telja upp fyrir mig það sem ég keypti og reikna saman hvað það kostaði (sem hana minnti að væri ekki mikið...) Hún hefði betur sleppt því... Þetta eru viðbrögð mín sem Eyrún fangaði á mynd. Ef vel er að gáð er hægt að sjá að skelfingarglampinn í augunum á mér er alvöru!


Helgarferð til Zhoushan, Putuo fjall og strandferð

jæja ég fékk loksins sólina og sólbaðið mitt... klukkutími á ströndinni og ég sit núna í herberginu mínu með þykkt lag af aloe vera geli og kalda bakstra á andliti og öxlum... konan í búðinni á horninu saup hveljur þegar hún sá mig og Eyrúnu núna áðan. Kínverjunum finnst svo rosalegt að við vesturlandabúarnir viljum verða brúnir og þeir fara næstum að gráta þegar þeir sjá að maður hefur verið of mikið í sólinni.

Við eyddum helginni á eyjunni Zhoushan. Einn kennarinn, hún Hoe Feng, er einmitt þaðan og hún bauðst til að fara með okkur og vera hálfgerður gæd fyrir okkur. Þá reddaði hún líka frábæru hóteli á fáránlega góðum díl og við fórum út að borða með fjölskyldunni hennar og nágrönnum á föstudagskvöldið. Pabbi hennar var mjög hress og fínn náungi og hann heimtaði að fá að borga fyrir okkur matinn. Ég gat því ekki annað en borðað krabba og kuðunga til að móðga hann ekki! Að borða heilt stykki krabba krefst ákveðinna hæfileika og kunnáttu og Hoe Feng kenndi okkur réttu handtökin og þær aðfarir vöktu að sjálfsögðu almenna kátínu við borðhaldið. Krabbarnir voru bara furðu ljúffengir og stúlkan ég sem hef staðfastlega neitað að innbyrða sjávarfang síðustu 5 árin eða svo er verulega að hugsa um að endurskoða þessa staðfestu... Ég get hinsvegar ekki sagt að mér hafi þótt kuðungarnir neitt lostæti en þeir voru fínir ef maður dýfði þeim í edik.

Á laugardaginn tókum við daginn snemma, eins og alla daga hér í Kína reyndar, og fórum út í Putuo eyju þar sem Putuo fjall er. Putuo fjall er einmitt á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er fullt af fornum Búddahofum og munkum og við skoðuðum tvö stærstu þeirra. Við hefðum líklega skoðað meira ef hitinn hefði ekki verið nánast drepandi og við ekki þráð það mest af öllu að leggjast niður og deyja um hádegisbil eða svo. Upp á fjallið eru 1060 tröppur og við tókum kláf uppeftir. Okkur fannst það hinsvegar frábær hugmynd þegar upp var komið að labba bara niður. Það var eitthvað svo meira alvöru. Labba sömu leið og munkarnir... Þeir labba einmitt þarna upp reglulega og leggjast niður og biðja í þriðja hverju skrefi. Okkur skildist að það tæki daginn eða svo. Sáttar og sveittar vorum við eftir gönguna með skjálfta í kálfunum og erum að uppskera ágætis harðsperrur núna. Við Eyrún keyptum okkur munkatöskur og fengum á þær stimpla í báðum hofunum. Svona til að sanna hvaða hof við höfum farið í. Spurning hvort maður spígspori um á Laugaveginum með stimlaða munkatösku þegar heim er komið.

IMG_1618

Hoe Feng og Eyrún í kláfinum á leið upp á fjallið. 

IMG_1625

Hérna erum við Freyja að hefja gönguna niður fjallið. Hressar og kátar með góða ákvörðun í tröppu nr. 1036 eða svo. 

Ég verð líka að koma því að, að á laugardagskvöldið þá borðaði ég humar. Skellti mér bara í hanska og greip humar með hala og öllu og braut hann og bretti til að komast að kjötinu. Sem væri ekki svo merkilegt nema fyrir þær sakir að einmitt tveimur dögum áður þá borðaði ég ekki undir neinum kringustæðum fiskafurðir af neinu tagi. Já svona fer Kína með mann!

Að borða krabba
Ég að borða fiskmeti í fyrsta skipti í 5 ár. Þetta er krabbi í allri sinni dýrð og þarna er ég að byrja að sjúga kjötið úr skelinni. Já já þetta er ég hvort sem þið trúið því eða ekki. 

IMG_1643

Og þarna er ég svo komin í humarinn, sko mína! Stelpurnar sæmdu mig hetjuverðlaunum fyrir að hrista af mér gikkelsið og smakka sjávarfangið. 

Í dag fórum við svo á ströndina. Keyrðum út í eina eyjuna í sama eyjaklasa, hann inniheldur einmitt 1390 eyjur. Það strípalinguðumst við aðeins í rúmlega klukkutíma, busluðum í Kyrrahafinu og það var æðislegt! ÆÐISLEGT! Sjórinn alveg passlega heitur og vindur á ströndinni. Við vildum helst fá að vera þarna miklu lengur en pabbi hennar Hoe Feng var svo elskulegur að skutla okkur út í eyjuna og beið þar eftir okkur. Svo við gátum ekkert tjillað allan daginn. Sem var líka eins gott því við erum allar brunarústir einar. Merkilegt hvað sólin leynir á sér þó manni sé ekkert svo heitt... Korter lengur og við hefðum örugglega verið að tala um jógúrtbakstra.

Sólrún og Eyrún í kyrrahafinu

Ég og Eyrún að busla í kyrrahafinu. Fáránlega hressar og sprækar.

Við ströndina

Og þarna erum við stúlkurnar við ströndina góðu. Endurnærður eftir sólbaðið.

Annars þá erum við vesturlandabúarnir alltaf jafn spennandi. Allir vilja fá að pota í okkur, fá að taka myndir af sér með okkur, fá að segja hallo við okkur og jafnvel fleiri orð. En svo fórum við á Mc Donalds á Zhoushan áðan og þar var bara allt morandi í Skandinövum. Okkur fannst eiginilega bara hálf leiðinlegt að vera ekki einu hvítingjarnir á svæðinu... það var búið að ræna okkur sérkenninu.

Einhverntíma heyrði ég að ef að allir Kínverjar notuðu klósettpappír þá myndu regnskógarnir eyðast upp á einu ári eða svo. Þetta á líklega líka við um bleyjur, því börnin hér nota ekki bleyjur. Ekki einu sinni minnstu kornabörn. Hvorki bréfbleyjur né taubleyjur. Þau eru bara í göllum eða buxum með gati. Nú eða bara ekki í neinum fötum. Kannski bara með smekk. Og svo ganga foreldrarnir bara um með þau á handleggnum, með rassinn úti og hlutirnir gerast bara þegar þeir gerast og enginn kippir sér upp við neitt... Barnavagnar eða kerrur eru líka eitthvað sem sést mjög lítið af. Það er bara mömmuhandleggur eða þá að börnin eru sett fyrir framan á vespunum. Og það er alveg hrikalegt að sjá foreldra þeysast um á vespunum með börnin, sem varla standa sjálf, fyrir framan sig.

Alltaf er maður svo að sjá ný og áhugaverð klósett hérna í Kínalandi. Ég smellti mér á kamarinn í skipinu á leið til Ningbo áðan og ég held að sá kamar hafi bara toppað allt sem hægt er að toppa! Þetta voru ss 3 kamrar í röð með skilrúmi sem náði manni upp að mitti. "Pissukálinn" var bara renna, svona eins og flór, og kamarinn var það grunnur að þegar maður beygði sig niður til að athafna sig þá stóðu hnén út úr skilrúminu. Og já á þessum kömrum voru ekki hurðar.. enda hefði maður þá ekki getað beygt sig niður. Að ógleymdri slíkri ammoníakhlandstækjunni að maður þurfti að halda niðri í sér andanum meðan á aðgerð stóð til að það liði ekki yfir mann og maður steinlægi í flórnum. Og þarna létti ég hetjulega af mér fyrir opnum dyrum.. Já Kína...

En jæja ég ætla að fara að bera á mig aðra umferð af aloe og eina umferð af moskító og svo tígrisolíu á bitin mín.. það er alveg fullt starf að smyrja sig hérna sko. Er einmitt núna með fjögur hlussubit á annarri rasskinninni og það er alveg yfirþyrmandi óþægilegt.


Lífið í Kína

Jæja loksins er netið komið í gang og ég fékk alveg fiðring í magann þegar ég kveikti á tölvunni í fyrsta skipti hérna úti.. Svona er maður klikkaður!

Við erum búnar að standa í miklu basli við að reyna að komast í þvottahús, höfum alltaf komið að læstum dyrum og staðan á mér var orðin þannig að ég bara átti ekki eina einustu spjör að fara í. Maður þarf að skipta um föt svona 3svar á dag hérna ef manni á að líða vel. Bara að rölta út í búð sem er rétt handan við hornið þá svitnar maður um lítra eða svo... very næs... Í dag dönsuðum við því stríðsdans með þvottapokana okkar þegar laundry-ið var loksins opið. En þar sem neyðarástand hafði nú þegar skapast þá fjárfestum við líka í þvottagræjum, bala, þvottaefni og herðatrjám til að geta skolað og mulið úr nokkrum flíkum..

Lífið gengur annars bara sinn vanagang. Eins mikinn vanagang og það getur gert þegar maður er í Kína. Á morgnanna förum við í skólann og erum þar til hádegis. Eftir það leggjumst við annaðhvort í hitamóki inn á herbergi með loftkælinguna í botni eða reynum að dröslast eitthvað í bæinn að skoða mannlífið. 

Við Freyja gerðum einmitt reyfarkaup á skóm hérna í gær, prúttuðum á veskjum og svo keyptum við okkur allar aðeins meira af perlum. Maður á aldrei nóg af perlum sko. Í kvöld er svo planið að kíkja aðeins út á lífið, fá okkur eins og einn öllara. Þann fyrsta í ferðinni! Ætlum að byrja á að fara á Brasilískt steikhús sem látið er afar vel af. Hlaðborð þar sem þú getur bókstaflega étið þangað til maturinn flæðir út um eyrun á þér. Me like!

Ég er með stærsta moskítóbit veraldar á lærinu, hélt á tímabili í gær að það þyrfti bara að taka af mér fótinn við nára, þetta leit svo illa út. En þetta er sem betur fer að hjaðna svo ég held limum í bili...

Hef þetta stutt í dag og læt fylgja með tvær myndir af okkur skvísunum.  Kína

Hér að ofan erum við einhverjum garði sem er frægur fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað er því gædinn talaði bara kínversku... Og allar upplýsingar í garðinum voru líka bara á kínversku. 

Kína1

Og hérna erum við í heimsókn hjá kínversku fjölskyldunni. Takið eftir því hvað mamman er hrikalega kát :) Strákurinn trúði okkur einmitt fyrir því að hún væri húkt á fjármálarásinni og væri að missa sig í hlutabréfa kaupum og sölu. Krúttleg tjéllingin... 

 

Ps. Merkilegt hvað manni finnst hlutir verða mikilvægir og bókstaflega bráðnauðsynlegir þegar maður fær þá ekki á hverju horni. Við Freyja misstum okkur td yfir því þegar við fundum m&m og snickers í frysti í búð hérna í grenndinni! Eyrúnu fannst það ekki eins spennandi.. og fékk sér bara kínverskt chew it nammi. Hún hefur líka búið í Japan í tvö ár og er því kannski vanari í bransanum:)


Kinverskir bordsidir, fostursupur og fleira hresst...

Internetid a hotelinu ennta broken... tad virdist vera lifsins omogulegt ad koma tvi i gagnid. Eg myndi ekkert bolva tvi neitt mikid nema fyrir taer sakir ad eg drosladi fokking fartolvudruslunni minni i gegnum 4 flugvelli, 12 vopnarleitarhlid og 3 flug.. so far! Svo tarf ad fara til heim lika. Bakid a mer er ennta ad jafna sig eftir tennan burd...

Vid skelltum okkur einmitt i nudd i gaer. Okkur fannst tad alveg naudsynlegt eftir ad hafa droslast alla helgina i pinulitlum, faranlega otaegilegum mini bus ad skoda Suzhou og Wuxi. Vid skodudum fullt af ahugaverdum stodum, marga mjog fallega. Tad hefdi verid rosalega fint ef vid hefdum fengid einhverja sma tulkun... alla ferdina babladi kinverski guide-inn okkar um alla tessa merkilegu stadi og allir fylgdust ahugasamir med og kinkudu kolli, nema vid sem stodum og borudum i nefid og leitudum af stodum tar sem haegt var ad kaupa godan is... vid fengum samt ad kikja adeins vid i suzhou amusment park og skelltum okkur tar i nokkra russibana og hringekjur til ad lifga upp a tilveruna... helst vildum vid fa ad vera bara eftir. Fyrir kinverjana vorum vid partur af the amusment tvi tad var mest spennandi ad lata taka mynd af ser med okkur. Russibanar hvad sko! tad var slegist um ad fa ad vera a mynd med okkur stulkunum. Og sumir reyndu ad taka myndir med okkur i bakgrunni, ss teir sem tordu ekki ad spyrja heldur bara stilltu ser flissandi upp fyrir framan okkur... Svo fengum vid lika ad versla soldid af kinversku handverki og tar vorum vid islensku stulkurnar a heimavelli, veifandi sedlunum, kaupandi tekatla, perlur og fleira goss. Tad virtist enginn annar turfa af fa utras fyrir slika kauptorf og tvi vorum vid alltaf sidastar upp i rutu eins og sonnum stulkum saemir. Sattar vorum vid eftir tad... Og vid tok haskaleg heimfor... Eg er eiginlega bara tiltolulega hissa a tvi ad vera a lifi eftir tessar rutuferdir okkar um kina... umferdarmenningin her er ekkert rosalega skipulogd og bilbelti er eitthvad sem eru bara notud i biomyndum... og tvi erum vid ad hendast til og fra um ruturnar, bidjandi til guds um ad fa ad halda lifi og limum...

En ja eftir tessar hressilegu rutuferdir ta var nudd alveg most! Vid vorum bunar ad heyra fregnir af agalegu finu og elegant spa-i herna bara alveg vid adaltorgid og vid af stad tangad... tegar tangad er komid er tetta allt vodalega serstakt eitthvad... ekki mikid um privacy, okkur bent a eina sturtu og sagt ad tvo okkur... sem vid gerdum, ein i einu... svo var okkur hent upp a 3 bekki alla i sama herberginu og kinversku nudddomurnar byrjudu ad tjosnast a aumum vodvunum. Og tad ma med sanni segja ad vid hofum fengid heilnudd tvi tessar kinversku voru sko alls ekkert ad tvinona vid hlutina heldur bara nuddudu allan likamann, ALLAN likamann og manni var sko ekki alveg farid ad standa a sama a timabili... en voda naes samt og vid alveg endurnaerdar, eda svo til.

'I sidustu viku forum vid svo og bordudum med kinverskri fjolskyldu, attum ad fara ein og ein en tad endadi med ad vid forum allar a einn stad. sem var mjog fint tvi annars hefdi tetta liklega ordid eitthva pinu kjano... tid tyrftud ad hafa verid a stadnum til ad skilja hvad eg meina. tetta voru haskolakennarar og sonur teirra. kennararnir toludu enga ensku en sonurinn var finn. Foreldrarnir voru sifellt flissandi eins og koreskar skolastelpur( taer flissa mikid, trust me, eg hef lent i teim). Strakurinn var samt edalfinn og virtist stundum skammast sin fyrir kjanalegheitin i foreldrum sinum. Tad er svo mikil pressa a tessum greyjid kinversku unglingum, tvi nu eru tau oll bara einkaborn. Strakurinn var ad segja okkur fra tvi ad hann vaeri ad saekja um haskola og ad hann langadi ad laera liffraedi en neinei pabbi vill tad ekki, ekki nogu gott og tvi var strakgreyid ad fara ad laera eitthvad fjarmalatengt. Svo var hann buinn ad fa jakvaett svar fra skola i hollandi... en neinei mommu fannst tad ekki nogu fint svo ekki gat hann farid tangad... Svona eru unglingarnir, undirgefnir og hlydnir. Tessir islensku gaetu kannski laert eitthvad af teim...:) og to... kinverskir unglingar virka frekar osjalfstaedir og radvilltir. Tad sem kom okkur to mest a ovart i matarbodinu hja tessum sidmenntudu haskolaprofessorum og vel upp oldum syni teirra, voru borsidirnir. matnum var skellt a bordid og allir fengu prjona og skalar og svo var byrjad ad slafra og ta meina eg slafra! Eg hef aldrei ordid vitni af odrum eins adgerdum. tau smjottudu og kjommsudu, toludu med fullan munninn og hraektu a bordid, beinum og odru drasli,  eins og orgustu sodar. eg tyki nu ekki hafa neitt serlega fallega bordsidi en meira ad segja mer bloskradi! Eg held ad tau hafi skynjad vidbjods skelfingarsvipinn a okkur tvi fljotlega utskyrdi sonurinn fyrir okkur ad i kina ta tykir tad kurteisi mikil ad tyggja og smjatta sem haest, tvi meiri havadi, tvi betri matur. og vid penar eins og postulinsdukkur, tyggjandi med lokadan munn utskyrdum ta fyrir teim borsidina sem vid hofudum verid aldar upp vid. Bannad ad tyggja med opinn munninn! Bannad ad smjatta! Teim totti tad afar fyndid og flissudu afram eins og koreskar skolastelpur medan maturinn spyttist ut ur teim yfir allt bordid...

'Eg er ekkert vodalega dugleg vid ad smakka eitthvad sem eg veit ekki hvad er og ekkert sem er med augu... eg pota to i tad sem eg tel mig nokkurnveginn kannast vid og margt af tvi reynist agaett... kinamatur er to enn sem komid er laaangt fra tvi ad verda uppahaldsmaturinn minn...

Vid teljum okkur ekki ennta hafa fengid hund ad snaeda, an tess ad vita tad to alveg... En vid heyrdum eitt alveg stormerkilegt og ad minu mati afar vidbjodslegt um daginn. Tad er svo mikid um fostureydingar i kina ad fostrunum sem er eytt teim er ekki fargad a venjulegan hatt heldur kaupa veitingastadir tau og matreida. Fostursupur tykja mjog naeringarrikur og hollur herramannsmatur. Eg sel tessa sogu ekki dyrari en eg keypti hana og daemi hver fyrir sig hversu girnilegt tetta hljomar :)


I AM ALIVE!!!!!

Internetid a hotelinu er ss broken og verdur tad um otilgreindan tima svo eg verd ad lata mer naegja tolvuverid i ningbo university...

'Eg var buin ad skrifa faranlega hressa ferdasogu um 36 tima ferdalagid okkar hingad a fartolvuna mina eeeeen hun bidur betri tima tegar blomga fer i haga og internetid a hotelinu haettir ad vera broken.

Eg er annars buin ad laera otrulega mikid i kinversku a teim 3 skoladogum sem hafa verid. Eg get td alveg heilsad og kvatt og pantad mer vatn. Sagt ad eldri brodir minn se ad fara i bankann og yngri systir min a posthusid. eg get verid hvitur hestur og upptekinn karlmadur. Eg get sagt ad eg se erlendur nemi og spurt hvar kaffistofan se. Ta get eg lika sagt ter hvar kennarastofan er. Og eg kann ad segja nudlur og grjon. Tad er einmitt eitthvad sem eg er buin ad eta mikid af... nanast trisvar a dag a hverjum degi... Og 'eg kann lika ad segja fullt fullt meira. 'Eg get sagst vera fra Islandi en ekki Bandarikjunum... Ooooog margt fleira, allt a 3 kennsludegi. Hvernig aetli madur verdi eftir 23? 'Eg geri fastlega rad fyrir tvi ad vera ordin altalandi a kinversku eftir manudinn, allavega med tessu aframhaldi... Og eg er lika buin ad laera ad borda med prjonum!!!

Um daginn daginn var okkur bodid veislu hja rikistjorninni i Ningbo og vid komum i sjonvarpinu og allt. Fengum edalfinan mat... ad sjalfsogdu kinamat, enda erum vid i Kina og Kinverjar borda eingongu kinamat!

Ta erum vid buin ad fara ad sja lengstu bru i heimi... tad er reyndar ekki buid ad opna hana ennta en hun er nanast tilbuin, Hangzhou bay bridge. Vid vorum einmitt svo heppin ad fa lika ad sja heimildarmynd um byggingu hennar og hvernig verkfraedingum tokst tetta merkilega verk! Eg er med allar verkfraedilegar stadreyndir bruarinnar a hreinu, just ask me! Og svo forum vid a elsta bokasafn i Asiu og saum haesta gosbrunn i heimi! Tad er sko allt mest og haest og elst herSmile

Her er annars bara voda fint ad vera. Reyndar soldid heitt, allavega fyrstu dagana. Okkur til mikillar anaegju ta hefur kolnad toluvert og solin hefur litid verid ad lata sja sig. Sem er MJOG GOTT! Hitinn herna fyrsta daginn var nanast obaerilegur og svo lamandi ad mann langadi helst bara ad rifa af ser taer fau spjarir sem huldu mann a naesta gotuhorni! Og tamba stanslaust kalt vatn, sem helst reyndar ekki kalt nema i mesta lagi i nokkrar minutur eftir ad tad er tekid ur kaeli.

Ta eru moskitoflugurnar frekar aggresivar og vid erum bunar ad kaupa okkur alls konar drekaoliur og tigriskrem baedi til ad faela taer burt og til ad bera a okkar aumu, saru bit...

A eftir fer eg heim til kinverskrar fjolskyldu og borda med teim kvoldmat og mun reyna ad spjalla vid tau um heima og geima... eda jafnvel Ningbo og Kina... hehehe.... fyndin 'eg.... anyways ja vid forum oll til sitthvorar fjolskyldunnar svo tad er ekkert haegt ad pota i naesta mann ef madur skilur ekki eda er feimin... tetta verdur mjog frodlegt! I will keep you posted!

Vid erum ad fara i helgarferd um svaedid svo tad verdur ekkert blogg fyrr en i fyrsta lagi a manudaginn aftur. en eg er allavega komin med netadgang i skolanum svo umheimurinn faer ad njota min og eg hans...

Bid ykkur oll vel ad lifa a Bing dao (Island sko a kinversku) og sendi kossa og knus yfir hafid!


Kína vs Ísland

Ohhh ég mun missa af svo miklu meðan ég verð í Kína!

Ég mun missa af:

Góðri stund í Grundó

Þjóðhátíð í Eyjum

Björtum íslenskum sumarnóttum... það verður örugglega orðið næstum aldimmt þegar ég kem heim

Rómantískum gönguferðum í íslenskri kvöldsólinni sem á engan sinn líkan...

Víkingahátíð á Þingeyri geri ég líka ráð fyrir að missa af

Notalegum samverustundum með vinum og fjölskyldu

Íslenskum útilegum

Íslenskum grillpartýum

Steikarhitanum á pallinum í bústaðnum hjá ömmu og afa

Oooooog örugglega fullt af fleiri hlutum...

Hvað ætli maður geti gert í Kína til að vega upp á móti þessum missi?

 


VISA eða Mastercard...

Jæja þá eru 11 dagar í Kína! Og það eina sem ég nenni að gera núna er að sofa og bíða þess að 11 dagar líði... Eða með öðrum orðum.. að sofa er það eina sem ég vil gera því þá líður tíminn hraðar!

Ég er búin að láta sprauta mig í báða handleggi og rass við hinum ýmsustu pestum og bólgum og geri ráð fyrir að láta sprauta mig einu sinni enn áður en út er haldið. Ég er jú bæði óheppin stúlka og klaufi mikill og það fer ekki alltaf vel saman. Þó að einhver pest smitist aðallega bara í sveitum þá þýðir það klárlega ekki að óheppið fólk eins og ég geti ekki orðið mér út um slíka pest í borgum... Svo taugaveikisprauta it is, takk fyrir takk!

Þá er ég líka komin með VISA til Kína. Fyrir þá sem ekki vita þá er það semsagt vegabréfsáritun. Það viðurkennist hér með að ég spurði grunlaus, er ekki nóg að hafa Mastercard?.... svarið sem ég fékk til baka eftir hláturgusurnar var: æjjj en krúttlegt... Og þá áttaði ég mig á því að ég var líklega að misskilja eitthvað. En nú er ég sjóuð í bransanum, búin að heimsækja kínverska sendiráðið tvisvar og allt. Annars skipti ég líka Mastercardinu út fyrir Visa... svona just in case...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband