New era...

Ég er tilfinningarík manneskja með eindæmum, þá er ég líka hvatvís, bráðlát, ýtin, æst og fljótfær... veit ekki hversu vel þessi skapgerðareinkenni fara saman en tilfinningaríki parturinn er líklega sá sem veldur mér mestum vandkvæðum í lífinu. Ég kenni honum hiklaust um það að stundum segir fólk að ég sé dramadrottning, ég er auðsærð og oftast auðplástruð, ég tárast yfir tónlistarmyndböndum, tengist dóti tilfinningaböndum, ég ofhugsa alltaf ef og hefði og stundum þarf ég bara að fá að skæla..

Já það er ég...

Og síðast en ekki síst þá á ég rosalega erfitt að sleppa hendinni af tímabilum. Ég á erfitt með að sætta mig við að ekkert er eilíft og lífið er hverfult. Ákveðnum tímabilum lýkur bara án þess að ég geti nokkuð um það sagt eða í því gert. Tíminn bara líður...  Í hita leiksins er ég því alltaf að hugsa hvað það verði nú leiðinlegt þegar þessu ákveðna tímabili lýkur og spái stanslaust í því hvað taki við..

Tímabil eins og landsliðstímabilið í Melabúðinni þegar við allar saman, Ég, Helga, Dóra, Sunna og Hrund stóðum kvöldvaktirnar í kjötborðinu og stofnuðum landsliðið í pökkun og plöstun. Öll Melabúðarpartýin, allir súru búðabrandararnir eins og brauðungur við geitbarinn og slið og svátur... og síðast en ekki síst allt dramað, sem að sjálfsögðu var oftast í boði SólrúnarWhistling

Svo má minnast á gullárin í Röskvu sem einkenndust af endalausri framkvæmdagleði og hugmyndaauðgi. Allar ógleymanlegu bústaðaferðirnar, ég hef aldrei, sannleikurinn eða kontór, Rösquizið á Stúdó sem oftar en ekki leiddist út í Jungle speed og jafnvel eftirpartý á góðum miðvikudegi. Stofnun Miðbarsfélagsins í kjölfar tíðra klósettferða á Miðbar í kosningabaráttu 2005. Félagið fékk sér reglulega bjór á Miðbar, fór á trúnó og svo í eftirpartý og sleepover. 

Gullárin í Röskvu blönduðust síðan Amokkatímabilinu þar sem við Eva María dældum bjór ofan í KB-gaurana í Borgartúni á föstudagseftirmiðdögum. Við eignuðumst þar ágætisfélaga og fórum fljótlega að drekka bjórinn með þeim og taka þátt í veðmálum sem við höfðum engan veginn efni á. Eftir það rúllaði ferðasumarið inn, Ferðafélagið Döfin var stofnað sem hafði mikil og stór plön um starfsemi sína enda heilmargt á döfinni... Skelltum okkur á Góða stund á Grundó þar sem við gistum með glæsibrag í Gula hverfinu og mættum með VIP miða á Sálarballið í félagsheimilinu. Trylltum svo lýðinn á Þjóðhátíð í Eyjum með stökum á heimsmælikvarða...

Svo var það hressa Símadjammtímabilið sem blandaðist nýja stjórnmálafræðitímabilinu þar sem ég kynntist endalaust mikið af nýju og frábæru fólki.. allskonar kokteilboð, afmælisboð, haustfagnaðir, jólaglögg, sony djömm, búðadjömm, vorfagnaðir. Eintóm gleðigleði! Við Símastelpurnar bættum svo um betur með hinum ýmsu þemakvöldum á borð við kokteilakvöld, mexíkókvöld og sushikvöld. Við þetta má líka bæta dassi af drama að hætti SólrúnarHalo

Nýja stjórnmálafræðitímabilið blandast svo síðasta árinu í stjórnmálafræðinni. Það má segja að það hafi einkennst bæði af glaum og gleði og tárum og trega, enda margt búið að ganga á. Glaumurinn og gleðin er þó að sjálfsögðu tárunum og treganum yfirsterkari. Vísindaferðir, partý, Bandaríkjaferð og meira af frábæru fólki... En nú er þetta líka búið. Það má næstum segja að þessum kafla sé formlega lokið þrátt fyrir að ég klári stjórnmálafræðina ekki alveg strax. Þetta tímabil sem hófst í mars í fyrra er búið.. Og hverjum kemur á óvart að örlítill hluti þess hafi einkennst af smávægilegri dramatík..Blush

Einhverra hluta vegna er ég þó ekkert í sömu tilfinningahrúgu krísunni eins og oft áður þegar ég veit ekki hvað tekur við.. ég er eiginlega bara frekar slök og sátt. Finnst ég alveg geta sleppt hendinni af þessum kafla án þess að trega hann eitthvað mikið. Þetta er búin að vera svolítil rússíbanareið með aldeilis nóg af óvæntum uppákomum.. En samt sem áður frábær tími sem inniheldur margar minningar sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomin ár.

Svo nú er það bara nýtt tímabil! Hver ætlar að stofna með mér nýtt félag!? Hver ætlar að hjálpa mér að gera þetta tímabil eftirminnilegt!? Hver vill vera memm!?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sumar verður grillpartýsumarið! Djamm, sól og sumarkokteilar... nema ef þynnka síðasta sunnudags sé það sem einkenni næsta tímabil fyrir mig. Ef svo er þá er ég hætt að djamma!

Freyja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Ég er búin að átta mig á því að Hlölli fyrir svefninn er þynnkumeðal! Ég datt þarna í nokkra mánuði án Hlöllans og alltaf var þynnkan að drepa mig... ég var komin með ýmsar kenningar um aldur, vonda kodda og hvítvín.. en nei það er ekkert af þessu! Ég endurvakti kynnin við uppáhalds manninn í lífi mínu, hann Hlölla, um síðustu helgi og viti menn, ég vaknaði eins og nýslegin túskildingur!

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:43

3 identicon

Ég er sammála Freyju... grill, sólböð, útilegur, sumarbústaðaferðir, bjór, mikið af bjór, sofið undir berum himni, skot og ballöður! Gerum það gott!

Dana Rún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:44

4 identicon

óó jááá stelpur við skulum taka þetta vor/sumar með stæl!  djamm og djús, skandalar og læti.. ég flý hvort eðer land í lok sumars heheh;) hlakka til næsta laugardags með ykkur símaskvísum, múhahaha!! :D

Eyrún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Eva María Hilmarsdóttir

Elskan...

Smá nostalgía og tilfinningarússíbani þegar ég las þetta. Er ekki frá því að ég hafi fengið eins og eitt tár í augun. Þetta var samt gleðitár. Stundum sakna ég gamla tímans en oftast er ég nú bara fegin að hann er liðinn. Þetta er nú samt ekki búið. Við erum kannski hættar í Röskvu og hættar á Amokka og Miðbarsfélagið liðin tíð, en það er fínt að geta haldið í minningarnar. Við getum þá í það minnsta hlegið að þessu á Ölstofunni, því tímabili er ekki lokið. Ferðafélgið Döfin er enn á lífi og eflaust eitthvað spennandi á döfinni. Ég gríp ennþá í stökurnar, svona til að létta mér lífið, þó að vissulega séu þær ekki eins öflugar og í denn. Já og svo er alltaf hægt að fara í eftirpartý!

Ég skal glöð stofna með þér nýtt félag og ég skal glöð hefja með þér nýtt eftirminnilegt tímabil. Kannski verður þetta frábrugðið hinum gömlu tímabilum, kannski meira fullorðins, en það á örugglega eftir að standa uppúr á einhvern hátt. Stofnfundur 1. maí, þú veist hvar. 

Ég er dramatísk núna og það er útaf dottlu. Ég er líka að þýða svo dramatíska bók og verð að byggja upp orðaforða.

Eva María Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:41

6 identicon

Haha...uppáhaldsfærslan mín hingað til and you know why ;)

En sko. Við tvær erum nú þegar búnar að stofna félag...myndi segja að færslan sé mjög í anda þess. Formlegur stofnfundur hefur bara ekki farið fram. Svo ertu velkomin í félagið sem ég stofnaði um daginn, þú'st ;)

Og hey...landsliðið er nú still going strong...við keppum bara í öðrum greinum :) :) :)

Hrund (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:06

7 identicon

Ég fer í fríið manstu!  Það er líka era útaf fyrir sig...

Doris (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Já ég taldi það eiginlega með landsliðstímabilinu... það var upphaf þess ekki satt!?

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband