Morgunstund í Ningbo, ferðasagan loksins birt...

Ég átti alltaf eftir að birta ferðsöguna mína til Kína þar sem ég bloggaði hana í tölvunni minni og komst svo ekki á netið fyrir en seint og um síðir og steingleymdi henni. Svo hér er hún komin og njótið vel!

Jæja lagt var að stað frá Njálsgötunni kl 5 á laugardagsmorgun, áfangastað náð kl 23 á sunnudagskvöldi en þá þurfum við að mínusa 8 tíma frá til að frá réttan ferðatíma. Við vorum sem sagt að stanslausu ferðalagi í rétt tæpan einn og hálfan sólarhring. Eins mikið og ég þráði rúm í svona 30 tíma af þessum 36 þá er ég núna glaðvöknuð eftir 5 svefn í herberginu mínu í Ningbo. 

Fyrsti maðurinn sem ég átti samskipti við á Heathrow var múslimi með vefjahött eða túrban. Hélt ég að þar væri undantekning á ferð en mér til mikillar undrunar þá eru starfsmenn flugvallararins allt meira og minna múslimar eða arbar. Þar sinntu þeir allt frá skúringum upp í vopnaleit. Ég hef persónulega ekkert á móti múslimum, ekki nema þeim sem sprengja sig og aðra í loft upp en mér fannst þetta bara sérstakt og varð endilega að leyfa þessum fróðleiksmola að fylgja... 

7 tíma bið á Heathrow eyddum við í að tæma Boots af moskítóvörnum, ógeðslega sniðugu dóti í litlum umbúðum, sólarvörnum, handwipes, niðurgangslyfjum, uppþornunartöflum og fleiru. 

Svo eru það öll þessi boð og bönn, vökvi má ekki vera í stærri en 90 ml umbúðumum og það má bara fara með eina tösku í handfarangri gegnum vopnaleitarhliðið á Heathrow. Þar sem við dröslandi fartölvunum okkar með þá olli þetta töluverðum heilabrotum og púsluspili. Ég átti nokkuð skörp orðaskipti við eina dömuna sem sagði okkur að það væri aðeins ein taska, já,já við skildum að það væri bara fokking ein taska!!! En hún hélt áfram að endurtaka það eins og það væri eina setningin sem hún kunni! Put in other bag! Það var ekki pláss í other bag sem hún sá klárlega en samt sem áður: Put in other bag, only one bag... Við redduðum því síðan eins og flestu öðru. 

Á undan okkur voru einmitt múslimsk hjón með ungabarn og voru þau með tösku fulla af pelum sem allir innihéldu meira en 90 ml af vökva. Skapaði þetta smá ástand í leitinni og það endaði með því að konan varð að smakka á vökvanum í öllum pelunum til að sanna að hún væri ekki með fljótandi úran eða blásýru... Ég flissaði yfir þessu með manninum hennar alveg þangað til að taskan mín var af einhverri ástæðu tekin afsíðis og ég beðin um að stíga til hliðar. Þrátt fyrir að vita fullkomlega að taskan mín innihélt ekkert sem gæti talist ólöglegt þá hætti ég að flissa og fékk hnút í magann, svona svipaðan og þegar maður keyrir á undan löggubíl fullkomlega edrú. Eftir bragðsmökkun múslima á brjóstamjólk úr pelum þá kom röðin að mér og minni tösku og veit ég ekki fyrr en ég sé tollvörðinn smella á sig gúmmíhönskum, eitt augnablik fylltist ég skelfingu og rasskinnarnar á mér herpust ósjálfrátt saman af einskærri angist. Nokkrum sekúndubrotum síðar áttaði ég mig á því, mér til mikils léttis, að latexhanskanotkun væri ákveðin vinnuregla við alla leit... Ekki bara fulla líkamsleit! Og úr kafinu kom að ég var með tóma plastflösku í töskunni.. Jiiii! Sem ég hafði by the way ekki geta hent því ruslafötur eru ekki lengur á flugvöllum.... 

Flugið til Parísar var bara upp og svo niður aftur! Flugfreyjurnar rétt náðu að grýta í okkur samlokum og þeir sem ekki gripu fengu ekkert. Þetta tók bara klukkutíma og misreiknaði ég mig aðeins þar á tímamismun á London og París. Var alveg sannfærð um að þetta væri tveggja tíma flug. Þökkum fyrir að svo var ekki því 12 tíma flug beið handan við hornið...  Lúnir ferðalangar ráfðuðu um ganga Charles de Gaulle flugvallarins og eftir smá rútuferð um völlinn komumst við að okkar hliði eða geiti sko! Við tölum bara um geit í þessari ferð, ekki hlið. Og svo að borda vélina... Allavega. Þreyttum til mikillar ánægju og yndiauka þá fengum við ekki sæti hlið við hlið í 12 tíma fluginu okkar. Allar vorum við í miðjunni íííí miðjunni á Boeing 777 vélinni og ein sætaröð á milli okkar líka. Eftir að hafa ferðast með einni Boeing 757 og svo Airbus 319 þá voru sætin í þessari 777 ekkert til að dansa gleðidansinn yfir. Sérskaklega ekki þessi miðjusæti! 

Við hliðina á mér sat einmitt hressasti Frakki Frakklands.. eða ekki, hann var svo fúll að að ég hélt að hann myndi bara neita að standa upp þegar ég kom afsakandi til að troðast inn í miðjusætið mitt. Frakkinn hinu megin við mig virtist öllu lífsglaðari og þótti mér það léttir vitandi að ég ætti eftir að þurfa að klofa yfir annan hvorn þeirra ef ég illnauðsynlega þyrfti að bregða mér á salernið. Þrátt fyrir afar takamarkaða frönskukunnáttu mína náði ég þó að hlera samtal fúla Frakkans við flugþjón og áttaði ég mig þá á stöðu mála. Fúli Frakkinn átti að vera á Buisness class en vélin var víst Buisness class yfirbókuð. Ég hefði klárlega orðið fúl yfir því líka svo ég reyndi að gera manninum lífið auðveldara með því að reyna að kinka kolli aðeins til hans og brosa. Hann virtist aðeins mýkjast... 

Mér til mikillar skelfingar þá sofnaði hressari Frakkinn á vinstri hönd mjög fljótlega og jafn fljótlega þurfti ég að pissa. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að trufla greyið Ó-Buisness class manninn með salernisferðum mínum svo ég reyndi bara að hugsa um eitthvað annað en þvaglát... og spara vatnið...Sæmilega fljótlega fáum við að matarbakka og þar var hægt að velja um tvo rétti, enskukunnátta flugfreyjunnar var það góð að hún náði því ekki að ég vildi beef og skellti porki á borðið hjá mér. Ég reyndi eins pent og ég gat að exskjúsmía hana en hún fnæsti bara á móti, reif af mér porkið og skellti beefi á borðið í staðinn með svo miklum látum að safi og kökusneið kastaðist í fangið á mér. Í lokuðum umbúðum sem betur fer... Þurfandi að pissa með góðlega sofandi Frakkann á vinstri hönd og þann fúllynda fussandi og sveijandi á hægri hönd þá var þetta beef-kast ekki til að bæta sálarástands þreyttu, lúnu og litlu Sólrúnar sem minnkaði og minnkaði með hverri mínútunni og hverju fetinu sem vélin fór hærra...  Þrátt fyrir að vera orðin svo lítil í mér þá manaði ég mig upp í það eftir matinn að pota í hressari Frakkann og fá hann til að leyfa mér að komast á klósettið... Á klósettinu settist ég niður, buguð af sjálfsvorkunn og volæði og bölvaði sjálfri mér hressilega fyrir að æða út í þessa vitleysu, Kína!!! Hvað er það sko!!! Ekki fyrir mig!!! Svo skældi ég aðeins af lítilmennsku og lufsi áður en ég tók mér tak, þerraði augun, harkaði af mér og hætti mér aftur fram... 

Eftir margar byltur og brölt og nokkur tár niður kinnarnar náði ég dotta aðeins í miðjunni minni.. milli Frakkana. Þegar ég vaknaði aftur kíkti ég full vonar og væntinga á skjáinn fyrir framan mig sem sýndi nákvæma flugleið vélarinnar, fetahæð, hitastig og klukkutíma er eftir voru... mér til mikillar skelfingar sá ég að ég hafði einungis sofið í rúman klukkutíma!! Grááááát!!!! Ég varð að anda mjög djúpt inn og út nokkru sinnum til að fara ekki að garga þarna af angist í miðri vélinni... eftir voru 7 tímar af flugi til Shanghai. Fúli Frakkinn vaknaði upp því ég andaði svo hátt, ég held að hann hafi séð tár blika í auga mínu því hann mýktist allur upp og sagði eitthvað við mig á frönskunni sinni, eitthvað vingarnlegt held ég og hristi vingjarnlega hausinn eins og hann væri mér hjartanlega sammála og í raun langaði hann að gráta líka. Mér leið einhvernveginn miklu betur og langaði að knúsa manninn og kyssa fyrir þessi óvæntu vingjarnlegheit. Við vorum vinir... ég hrjúfraði mig saman í sætinu með mp3 spilarann minn og stillti á ljúfa tóna.

7 tímum síðar lentum við lúnir ferðalangar í Kína. Þar hittum við Kristján frá Íslandi og Hoe Feng frá Ningbo. Öll fórum við saman upp í lítinn langferðabíl í eldri kantinum með lítinn kínverskan bílstjóra í æstari kantinum. Til Ningbo frá Shanghai var 6 tíma ferðalag.. Þetta var bílferð dauðans, hraðbrautirnar í Kína fullar af ofhlöðnum vörubílum á ofsahraða og allir vilja fram úr öllum, líka æsti bílstjórinn okkar. Það var ekki hughreystandi að sjá nokkra vörubíla og sjúkra- og löggubíla úti skurði rétt áður en dimma tók... ég lokaði augunum og reyndi að sofna... Það var betra að sjá það ekki gerast... 

Við snæddum í vegasjoppu þar sem allur maturinn var of slímugur fyrir mig eða horfði á mig starandi augum... ég var ekki svöng. Mig langaði aftur að skæla... ég myndi veslast upp úr hungri og deyja... sem betur fer var lítil búð þarna í grenndinni og ég keypti mér snakk og vatn svona til öryggis. 

Og svo loksins, loksins, loksins Ningbo!!! Svo gott að hafa loksins athvarf, mitt athvarf,  klósett (sem ég byrjaði á að stífla, en það er önnur saga) og rúm RÚM!!! Rúm sem ég henti mér á og það var vont, því það er hart, en það er rúm og rúm eru svo vantmetin! Og það er meira að segja sæng og koddi og það er mjúkt þó rúmið sé ekki mjúkt og það var svo gott að sofa. Ahhh en já nú er ég komin til Kína og nú þarf ég fara fram úr til að undirbúa fyrsta skóladaginn minn í Ningbo University! Ég er hætt að skæla og þetta lofar bara góðu, vííííí!!!!  

Það eina sem ég þurfti var svefn... svenleysi fer greinilega illa í mig....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband