Hvað gerist í næsta kassa...?

Þegar maður liggur heima í lufsi og lasin þá er fátt annað hægt að gera, fyrir utan að sofa, en að horfa á Sexið eða breyta myspace layoutinu... Ég er búin með þetta síðarnefnda... enda tekur það ekki langan tíma...

Sexið (and the city, svo það sé á hreinu að ég liggi ekki heima og glápi á kynlífsmyndbönd þegar ég er lasin) er kannski ekki best í heimi fyrir sálarlífið mitt eins og það er núna, að horfa á 4 einhleypar konur á fertugsaldri velkjast um stræti New York borgar í örvæntingarfullri leit sinni af karlmönnum. 

Ef félagslífið mitt væri jafnfjölbreytt og litskrúðugt og þeirra þá væri ég samt klárlega ekki jafn örvæntingafull og þær... eða samt spurning, ég er að sjálfsögðu bara á þrítugsaldri og þyki örvæntingafull á ákveðinn mælikvarða.. spurning um að vera í sömu stöðu eftir 10 ár... Ok það leið næstum yfir mig þegar ég skrifaði þetta svo ÞAÐ ER EINS FOKKING GOTT AÐ ÉG VERÐI EKKI Í SÖMU STÖÐU EFTIR 10 ÁR!!!

Eftir tvo mánuði þarf ég samt að merkja við nýjan kassa, aldurskassann.. nú er ég í kassanum 20-24 ára en eftir tvo mánuði neyðist ég til að merkja við kassann 25-29 ára.. það er að segja ef maður er að svara í 5 bila kössum... Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei farið að pæla í nema því þetta var í Sexinu og ég var einmitt að svara spurningum núna rétt í þessu þar sem aldurinn var í þessum skelfilegu 5 bila kössum...

Af einhverjum ástæðum hræðist ég það eins og martröð á köldu vetrarkvöldi að verða 25 ára... aldursbilið frá 20 til 25 ára hef ég alltaf litið á eins og göngu upp á fjall en þegar 25 ára toppnum er náð, hvað gerist þá?? Þegar maður er tvítugur þá leggur maður af stað, tilbúinn í gönguna með bakpoka og læti, svo nær maður toppnum, þó ekki áfallalaust, brákuð bein og tognanir, ónýtir skór og ýmislegt fleira sem þjakar mann.. en á toppinn er maður kominn, 25 ára. Niðurleiðin hefur í mínum huga verið aldursbilið frá 25 til 30 ára, eins klikkað og það hljómar... því hvað gerist þá þegar maður er 30 ára! Þegar maður er búinn að fara upp og niður fjallið... Og fyrir það fyrsta, hvað gerist á niðurleiðinni... og þarf hún að liggja niður...

Og fyrir það allra fyrsta... hvað er ég 24 ára gömul að velta fyrir mér aldursbilakössum og niðurleiðum! Hversu sjúkt er það??!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu..? er botninum náð þegar maður er þrítugur? Ég vona að þú sért með hita því það hljómar eins og þú sért með óráði...

Eyrún (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

heheh já ég er búin að vera með hita sko... var með hálfgerðu óráði í fyrrinótt held ég...Spurning hvort það hafi ruglað heilastarfseminni eitthvað.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 25.9.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband