Júróvisjón... ég ætla ekki einu sinni að ræða það sko, nema bara örlítið. Við erum að tala um að SLÓVENÍA og GEORGÍA hafi komist áfram! Georgía er sko ekki einu sinni í Evórpu, ekki þannig séð. Já manni bara fallast hendur. Leiðindapúkar þarna í Austur-Evrópu, við skulum nú aðeins þroskast og sjá að Evrópa er meira en bara austanmegin, aðeins meira en gömlu Sovétríkin. Ég segi bara eins og Norsararnir sungu um árið: Kammán, kammán!
Svo sitja þessir austur-evrópsku klárlega heima hjá sér núna og flissa yfir vitleysunni í sér... En jæja það er ekki hægt að vera bitur yfir því, ég ætla að halda með Lettlandi eða Makedoníu, þó að þau séu í Austur-Evrópu, það eru þó allavega ágætis lög. Hef Svíana líka með á listanum fyrir skandinavísku taugarnar.
En að öðru... Það er bara eitt sem á að gera við fólk sem er búið í prófum og grobbar sig af því, flá það og steikja!
Annars er ég bara hress.... eftir 56 daga verð ég líklega stödd á Charles de Gaulle flugvellinum í París... bara í örstuttri millilendingu frá London til Shanghai... það er svolítið ljúft að hugsa um, bara vægast sagt svolítið. Og eftir 57 daga verð ég byrjuð að læra kínversku við háskólann í Ningbo í Kína. Þetta hljómar allt afar ótrúverðugt í mínum eyrum núna en biðtíminn er rúmlega hálfnaður. Flugmiðar voru pantaðir fyrir rúmlega 4 mánuðum, alveg hreint ótrúlegt að kjánaprikið ég, sem geri aldrei neitt flippaðra en að sofa öfugt í rúminu mínu, sé á leið hinumegin á hnöttinn að læra kínversku! Já hver hefði trúað því?
Athugasemdir
FRAMLAG SLÓVENÍU ER MASSAMASSAMASSAGOTT, ekki gera lítið úr því takk.
Vertu sæl
Jólastrympa (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:27
að sofa öfugt í rúminu manns er nú frekar flippað! hehe,
en vá að hugsa sér! 56 dagar! trúi því varla líka:D vííí!
Eyrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 23:32
Sæl aftur góða,, þú getur slakað á ,, afi þinn hætti við að selja húsið í bili :-),,, Góða ferð til Kína ,,, mbk. Ósk
Ósk (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:33
Gód hugmynd ad laera kínversku í ningbo- í raun alveg frßabaer hugmynd. Ertu bara ad fara til ad laera málid eda aetlardu ad laera eitthvad í frammhaldi af tungunálanáminu?
Vona ad thú sért vel undirbúin, en bendi samt á naudsyn thess ad vera med öll lyf sem thú tharft á ad halda med thér. ástaedan er frekar einföld: ca. 20% allra lyfja í umferd í Kína eru ekki upprunaleg, og 100% vatns er svkokallad "endurlífgad vatn".
òska thér annars alls hins besto og segi enn og aftur góda ferd til kína.
祝你一路顺风!
Ragnar E. Arnar Finnbogason, 18.5.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.