Afahús á Þingeyri

Húsið hans afa á Þingeyri er farið!!! Fyrir mér er þetta ákaflega dramtísk og sorgleg stund þó þetta snerti ykkur hin alveg örugglega afar lítið...  Selt og farið!! SELT einhverjum sem er ekki úr Kjaranstaðaættinni... einhverjum allt öðrum og ókunngugum. Ég hefði keypt það hefði ég átt pening, ég ætlaði alltaf að kaupa það, það var planið.

Afi er sannfærður um að ég verið rík einhvern daginn og geti keypt það aftur... þannig gat hann selt það með aðeins betri samvisku en ella....

 IMG_0743_2

Húsið er mjög mjög mjög gamalt örugglega upprunalega byggt í byrjun 19 aldar eða eitthvað, jafnvel fyrr... eitt elsta húsið á Þingeyri og afi keypti það í algjörri niðurníslu og gerði það upp og er það mál manna að þetta sé fallegasta húsið á eyrinni! ef ekki á öllum Vestfjörðum bara! Og eins og áður sagði þá tengist ég hlutum! Þar á meðal húsum! Ég grét mörgum tárum þegar ömmu og afa settið úr Reykjavík seldi stóra einbýlishúsið í Grófarselinu og flutti í blokkaríbúð í Kópavoginum... Grófarselið þar sem öll jólin mín höfðu verið haldin, jólatréð alltaf á sama stað... sami maturinn alltaf á nákvæmlega sama tíma, við sama borðið í sömu borðstofunni... ég er ekki mikið fyrir breytingar...

En já afahús selt... ég man eftir þegar það var allt í niðurníslu og það var lífshættulegt og ekki fyrir lítið stúlkubarna að fara eitt á salernið... nema afi hjálpaði upp stigann. Ég man þegar gormadýnan frábæra var í stofunni á neðri hæðinni og ég og Sirrý frænka hoppuðum og hoppuðum á henni eins og trylltar hýenur, það var svo fáránlega gaman. Svo keyptum við okkur bláan húbba búbba í Essó sjoppunni og tróðum heilum pakka upp í okkur hvor og héldum áfram að hoppa... þangað til tyggjóið hrökk ofan í mig og ég næstum kafnaði... þá fjarlægði afi dýnuna og við sáum hana ekki meir... okkur til mikils ama, enda var þetta hin besta skemmtun! Ég man að Kata hans afa steikti kleinur og ég tróð í mig við eldhúsborðið og fékk appelsín með og svo fléttaði afi á mér hárið. Eini afinn í heiminum sem ég vissi að kynni að flétta og ég sagði það hverjum manni sem vildi heyra og jafnvel fleirum... Svo var alltaf svo gaman að fara í skúrinn hjá afa, þar var alltaf eitthvað sniðugt að finna enda afi minn mikill hugmyndasmiður. Í skúrnum voru Dúa-bílar, skip, dúkkuvagnar og í seinni tíð frábær hönnun afa míns á geisladiskastöndum. Snillingur þessi kall, hann Elli afi minn. 

Ég mun sakna afahúss mikið og það verður skrýtið að koma á Þingeyri og geta ekki farið þangað. En afi minn á ennþá ættaróðalið, Kjaranstaði í Dýrafirðinum og það er sko klárt mál að þeir staðir eru ekki að fara neitt! Það verður sko over my dead body!

Þá þarf bara að taka til hendinni og gera húsið á jörðinni almennilega upp... og það þarf klárlega fleiri en afahendur í það. Ég held að ég fari að skella mér í vinnugallann... 

IMG_0732

Hér sjáum við Kjaranstaði í Dýrafirði. Og er það einmitt mál manna að Kjaranstaðir séu eitt fallegasta bæjarstæði á Vestfjörðum! Svo skulum við ekki gleyma því að sólsetrið í Dýrafirði er ólýsanlegt, það er klárlega það fallegasta sem fyrirfinnst!

Ég er sko ekkert að ýkja með þessu mál manna tali mínu, þetta er bara það sem ég heyri útundan mér sko... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svona er nú lífið Sóla mín,, skin og skúrir..

Ósk (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 17:15

2 identicon

haa er afi búinn að selja húsið sitt? hvenær gerði hann það??

og oj hvaða ógeðismynd er þetta, ég er eins og sköllótt rotta!

Dagný (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Jebbs farið og selt, hann er bara nýbúinn að því sko. En já væna mín svona lítur þú nú bara út

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 17.5.2007 kl. 16:29

4 identicon

ha! ég trúi þessu ekki - aldrei er mér sagt neitt!

og ég man eftir dýnunni og stiganum og svölunum og húbbabúbbanum og afa þínum að lesa djáknann á myrká og fleira... og hver veit nú hverju hann Elli tekur uppá - áður en þú veist gæti verið komið nýtt og sjæní hús á Kjaranstaði - með gljáandi fínu postulíni ;) hehe

Sirrý (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband