Ég fíla New York í ræmur og eru þar margir þættir sem spila inn í. Má þá nefna þá staðreynd að New York er transfitulaust ríki! Þú getur bara verið viss um að hvað sem þú kaupir þá er það laust við alla transfitu! Er það ekki bara gargandi snilld á þessum síðustu og verstu þegar stíflaðar kransæðar eru að ganga af okkur dauðum!? Það held ég nú! Segi ég og skrifa eftir að hafa borðað egg og beikon í annað sinn á innan við sólarhring... en það er önnur saga...
Ég tönnlaðist á þessari frábæru staðreynd um transfituleysi New York borgar meðan ég maulaði á transfitulausa Pringles-inu mínu í eldhúsinu í Harlem og fannst ég bókstaflega verða heilbrigðari með hverri mínútunni, bara af því vitandi að transfitan væri ekki að kíttfylla á mér kransæðarnar... skítt með allt annað! Sagði ég og skolaði Pringles-inu niður með vel aspartamaða Kók Zeroinu mínu og fannst það lítið tiltökumál...
Ég meina það er allavega vitað um skaðsemi transfitunnar... það er eitthvað á mörkunum með aspartamið...
Stelpan á Dunkin' Donuts í New York, transfat free, pælið í því!
Dægurmál | 25.3.2008 | 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég gleymdi að segja ykkur að ég er búin að setja myndir úr Bandaríkjaferðinni inn á Facebook og það geta allir skoðað, hvort sem þeir eru með feis eða ekki!
Dægurmál | 23.3.2008 | 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er páskaeggið mitt...
....það er númer 4 og frá Nóa Síríus, að sjálfsögðu!
Fékk það að gjöf frá vinnunni fyrir nokkrum dögum og er alveg búin að vera að hemja mig að opna það ekki strax.. Þrátt fyrir að eiga nammibirgðir fyrir lífstíð.. Lindorkúlur, M&M, slatta af lífrænu súkkulaði úr Whole foods, nóa lakkrískúlur og margt fleira þá er einhvernveginn miklu meira spennandi að borða páskaegg!
Fyrir nokkrum árum hefði ég nú svo ekki samþykkt að fá bara eitt egg nr. 4, það varð að vera að minnsta kosti nr. 5... en maður hefur nú aðeins þroskast, eitt nr. 4 dugir mér í dag og vel það. Enda sælgæti ekki eins mikil munaðarvara og það var á mínu heimili þegar ég var krakki.. Ég man alltaf hvað það var fáránlega spennandi þegar mamma keypti Lion bar og Sprite sem við fengum að borða yfir Matlock á föstudögum... good old times...
Ég ætla að halda út í kvöld og fara rétt að þessu.. það má ekki byrja á egginu fyrr en að morgni páskadags!
Dægurmál | 22.3.2008 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er ég komin heim úr fáránlega skemmtilegri námsferð til New York og Washington, maður er hálf einmana núna eftir að hafa verið með þessum skemmtilega hóp 9 daga og 9 nætur... stanslausar fræðsluferðir, út að borða, út að djamma, alltaf einhver til að leika við og fara með í brunch, mjög huggulegt. Ferðin var bæði miklu áhugaverðari og miklu hressilegri en ég bjóst við...
Flugið út var fínt og tíminn hreinlega flaug áfram... lentum reyndar í brjálaðri ókyrrð og skrapp saman í sætinu af hræðslu.. einn ferðafélaginn ítrekaði þó svo oft að flugmenn væru þjálfuðustu menn heims að ég gleymdi því hvað ég var hrædd.. þegar við lentum á JFK í NYC þá tók hressileg rigning á móti okkur og hér til hliðar má sjá Eddu og Steina eins og hunda dregna af sundi fyrir utan krúttlega húsið okkar í Harlem.
Það vildi svo skemmtilega til að það var verið að breyta yfir í sumartíma akkúrat daginn eftir að við komum og við gátum með engu móti áttað okkur á því hvort væri verið að flýta tímanum eða seinka honum og skapaði þetta mikið öngþveiti og nánast sundrung í hópnum þegar við rifumst yfir því hvað væri rétt.. fyrstu dagana ráfuðum við um í algjöru tímaleysi og vissum ekkert hvað tímanum leið því erfiðlega gekk að fá botn í málið. Kennum við misvísandi upplýsingum þar um.. áður en dagskrá hófst á mánudaginn var þetta þó komið á hreint og allir virtust sáttir við niðurstöðuna.. tímanum hafði verið flýtt um einn klukkutíma, degi seinna en við við héldum..
Rigningarsuddi og þoka hamlaði töluvert útsýni okkar í borginni fyrstu dagana og ákváðum við því bara að best væri að halda okkur innandyra.. í verslunum semsagt.
Hér má sjá mig og Eddu á gatnamótum 5th av. og 34th st. með afrakstur dagsins. Duglegar vorum við, það fer ekki á milli mála. Þarna var líka farið að stytta upp og birta til og eintóm gleði framundan! Þvílíkt og annað eins samt sem þetta búðarráp tók á og þegar Sólrún er farin að stynja yfir búðarrápi.. þá erum við að tala um að komið sé nóg.
Svo kíktum við að sjálfsögðu á Times Square! Ekki láta samt blekkjast af sólgleraugunum, það var gluggaveður dauðans og ef betur er að gáð þá má sjá að ég er hálf blá í framan af kulda!
Þetta var góður dagur þrátt fyrir kuldann, fórum í Central park og fundum Strawberry fields fyrir Eddu, fórum í Lindt búðina á 5th av. fyrir Freyju og kannski aðeins fyrir mig líka og ekki fannst Njalla heldur Lindorið vont... og svo fórum við líka í H&M fyrir mig:)
Þarna er svo Sollan í Sameinuðu Þjóðunum, það var áhugaverður túr þrátt fyrir að gellan sem fór með okkur um bygginguna talaði eins og hún væri forrituð.. fyrr um morgunin höfuðum við hitt fulltrúa Íslands sem fræddi okkur um umsókn Íslendinga um sæti í Öryggisráðinu og hvernig það ferli fer fram.
Við heimsóttum líka CNN í New York og Njalli skellti sér í Lou Dobbs settið og tók sig mjög fagmannlega út. Af þessari mynd að dæma gæti maður haldið að hann væri vanur að stýra sínum eigin sjónvarpsþætti!
Seinna um daginn heimsóttum við svo seðlabankann, tókum vitlausar lestir og færðum okkur um set yfir til til Washington...
Þarna erum við mætt í blíðviðrið í Washington, tókum fyrsta daginn í minniskmerkja leiðangur eftir að hafa farið í Alþjóðbankann um morguninn. Á þessari mynd er ég stödd við minniskmerki þeirra hermanna er létust í Víetnamstríðinu en nöfn þeirra allra eru grafinn í þennan vegg.. sem er mjög langur og nöfnin þéttskrifuð..
Krakkarnir að tjilla á tröppunum hjá Abraham Lincoln, þvílíkt gott veður sem við fengum. Strákarnir voru farnir að fækka fötum á þessum tímapunkti, það er þó ekki að marka Daða enda var hann á stuttermabol alla ferðina, sama hvernig veðrið var...
Og the girls að tjilla í World war II minniskmerkinu, stuttu síðar fækkuðum við líka fötum því hitinn var að verða óbærilegur, lágum svo í sólbaði í minnismerkinu um stund meðan strákarnir gerðu tilraun til að fara upp í Washington monument.. sem kom í ljós að er ekki hægt nema að kaupa miða með einhverjum fyrirvara...
Þarna er maður með Hvíta húsið í bakgrunni og svo sá ég svo krúttlega íkorna og myndaði þá í tætlur, ég lofa að blogga sérstaklega um íkornana og setja inn allar myndirnar sem ég tók.. ég veit að það er beðið eftir því... sjáið hvað hann er mikið krútt!
Svo hitti ég Obama... eða næstum því.. ég flaðraði upp um hann allan og gerði mér dælt við hann, hann virtist lítið kippa sér upp við það og brosti bara sínu breiðasta...
Og þarna erum við að tala um Cosmo... mmm Cosmo, Sólrún fékk sér nokkra þannig í ferðinni...
Steini fékk sér líka Cosmo! Ég kom af stað algjöru trendi og að sjálfsögðu var Njalli ekki minni maður og skellti sér á einn! Strákarnir með Cosmo eru næstum jafn mikil krútt og íkornarnir!
Verandi í Ameríkunni þá æfðum við stúlkurnar sjálfsögðu heitar pósur fyrir Americas next top model. Eða Ástríður og Ásthildur voru kannski meira í því, ég var bara eitthvað að flissa..

Dægurmál | 19.3.2008 | 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)