NY og DC

Jæja þá er ég komin heim úr fáránlega skemmtilegri námsferð til New York og Washington, maður er hálf einmana núna eftir að hafa verið með þessum skemmtilega hóp 9 daga og 9 nætur... stanslausar fræðsluferðir, út að borða, út að djamma, alltaf einhver til að leika við og fara með í brunch, mjög huggulegt. Ferðin var bæði miklu áhugaverðari og miklu hressilegri en ég bjóst við...

 

026

Flugið út var fínt og tíminn hreinlega flaug áfram... lentum reyndar í brjálaðri ókyrrð og skrapp saman í sætinu af hræðslu.. einn ferðafélaginn ítrekaði þó svo oft að flugmenn væru þjálfuðustu menn heims að ég gleymdi því hvað ég var hrædd..  þegar við lentum á JFK í NYC þá tók hressileg rigning á móti okkur og hér til hliðar má sjá Eddu og Steina eins og hunda dregna af sundi fyrir utan krúttlega húsið okkar í Harlem.

Það vildi svo skemmtilega til að það var verið að breyta yfir í sumartíma akkúrat daginn eftir að við komum og við gátum með engu móti áttað okkur á því hvort væri verið að flýta tímanum eða seinka honum og skapaði þetta mikið öngþveiti og nánast sundrung í hópnum þegar við rifumst yfir því hvað væri rétt.. fyrstu dagana ráfuðum við um í algjöru tímaleysi og vissum ekkert hvað tímanum leið því erfiðlega gekk að fá botn í málið. Kennum við misvísandi upplýsingum þar um.. áður en dagskrá hófst á mánudaginn var þetta þó komið á hreint og allir virtust sáttir við niðurstöðuna.. tímanum hafði verið flýtt um einn klukkutíma, degi seinna en við við héldum..

Rigningarsuddi og þoka hamlaði töluvert útsýni okkar í borginni fyrstu dagana og ákváðum við því bara að best væri að halda okkur innandyra.. í verslunum semsagt.

 

 

038

 

 

 

 

 

Hér má sjá mig og Eddu á gatnamótum 5th av. og 34th st. með afrakstur dagsins. Duglegar vorum við, það fer ekki á milli mála. Þarna var líka farið að stytta upp og birta til og eintóm gleði framundan!  Þvílíkt og annað eins samt sem þetta búðarráp tók á og þegar Sólrún er farin að stynja yfir búðarrápi.. þá erum við að tala um að komið sé nóg.

 

 

 

 

 

 

 

 072

 

Svo kíktum við að sjálfsögðu á Times Square! Ekki láta samt blekkjast af sólgleraugunum, það var gluggaveður dauðans og ef betur er að gáð þá má sjá að ég er hálf blá í framan af kulda!

Þetta var góður dagur þrátt fyrir kuldann, fórum í Central park og fundum Strawberry fields fyrir Eddu, fórum í Lindt búðina á 5th av. fyrir Freyju og kannski aðeins fyrir mig líka og ekki fannst Njalla heldur Lindorið vont... og svo fórum við líka í H&M fyrir mig:) 

 

 

 

109

 

 

Þarna er svo Sollan í Sameinuðu Þjóðunum, það var áhugaverður túr þrátt fyrir að gellan sem fór með okkur um bygginguna talaði eins og hún væri forrituð.. fyrr um morgunin höfuðum við hitt fulltrúa Íslands sem fræddi okkur um umsókn Íslendinga um sæti í Öryggisráðinu og hvernig það ferli fer fram.

 

 

 

113

 

 

Við heimsóttum líka CNN í New York og Njalli skellti sér í Lou Dobbs settið og tók sig mjög fagmannlega út. Af þessari mynd að dæma gæti maður haldið að hann væri vanur að stýra sínum eigin sjónvarpsþætti! 

Seinna um daginn heimsóttum við svo seðlabankann, tókum vitlausar lestir og færðum okkur um set yfir til til Washington...

 

 

 

144

 

Þarna erum við mætt í blíðviðrið í Washington, tókum fyrsta daginn í minniskmerkja leiðangur eftir að hafa farið í Alþjóðbankann um morguninn. Á þessari mynd er ég stödd við minniskmerki þeirra hermanna er létust í Víetnamstríðinu en nöfn þeirra allra eru grafinn í þennan vegg.. sem er mjög langur og nöfnin þéttskrifuð..

 

 

 

 

 165

 

 

 

Krakkarnir að tjilla á tröppunum hjá Abraham Lincoln, þvílíkt gott veður sem við fengum. Strákarnir voru farnir að fækka fötum á þessum tímapunkti, það er þó ekki að marka Daða enda var hann á stuttermabol alla ferðina, sama hvernig veðrið var...

 

 

 177

 

Og the girls að tjilla í World war II minniskmerkinu, stuttu síðar fækkuðum við líka fötum því hitinn var að verða óbærilegur, lágum svo í sólbaði í minnismerkinu um stund meðan strákarnir gerðu tilraun til að fara upp í Washington monument.. sem kom í ljós að er ekki hægt nema að kaupa miða með einhverjum fyrirvara... 

 

 197

 

                                                                            

Þarna er maður með Hvíta húsið í bakgrunni og svo sá ég svo krúttlega íkorna og myndaði þá í tætlur, ég lofa að blogga sérstaklega um íkornana og setja inn allar myndirnar sem ég tók.. ég veit að það er beðið eftir því... sjáið hvað hann er mikið krútt!

 

218

223

Svo hitti ég Obama... eða næstum því.. ég flaðraði upp um hann allan og gerði mér dælt við hann, hann virtist lítið kippa sér upp við það og brosti bara sínu breiðasta... 

 233

Og þarna erum við að tala um Cosmo... mmm Cosmo, Sólrún fékk sér nokkra þannig í ferðinni...

 

370

 

 

 

 

 

Steini fékk sér líka Cosmo! Ég kom af stað algjöru trendi og að sjálfsögðu var Njalli ekki minni maður og skellti sér á einn! Strákarnir með Cosmo eru næstum jafn mikil krútt og íkornarnir!

 398

 

Verandi í Ameríkunni þá æfðum við stúlkurnar sjálfsögðu heitar pósur fyrir Americas next top model. Eða Ástríður og Ásthildur voru kannski meira í því, ég var bara eitthvað að flissa..

                                         

245

 

                      

 
 
 
 
 
 
 
Þetta er tölvukosturinn hjá Washington Post.. hann virkaði nú ekki upp á marga fiska.. allt umhverfið var eins og klippt út úr 7. áratugnum.. en hvað sem því líður áttum við mjög áhugavert spjall við blaðamenn um kosningarnar og pólítikina almennt, það var mjög skemmtilegt og fróðlegt.
 
                                                                                            Á leið okkar frá Washington Post og yfir í Plexus lentum við nánast inn í crime scene! Það sem við fengum að vita var að það hafði fundist grunsamlegur pakki sem reyndist svo vera rangt, þetta var í raun sprengjuhótun og við fréttum síðar um daginn að lögreglan hefði skotið þann sem hótaði að sprengja. Við heyrðum hvellinn og allt en áttuðum okkur ekki á því að um skothvell væri að ræða.. allt rosalega spennandi...
 
263
Þessi lögreglumaður hér til hliðar
er nú ansi vígalegur... 
 
 
276
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við fórum í Plexus sem er svona lobbyista fyrirtæki, lobbyar fyrir ýmsum málum. Þeir hafa meðal annars tekið að sér verkefni fyrir ríkisstjórn Íslands um bætta ímynd í hvalveiðimálum . Áhugaverð kynning og ekki spillti fyrir að þeir buðu upp á frábærar samlokur og drykki. Plexus kann sannarlega að taka á móti gestum.
 
287
Svo fórum við á Capital hill og heimsóttum þinghúsið. Fengum tvítugan strák, intern hjá þingmanninum og repúblikananum Christopher H. Smith frá New Jersey, til að fara með okkur í túrinn. Hann var algjör spaði og fannst við svaka kúl að vera frá Íslandi en hafði þó ekki mikla trú á að við vissum eitthvað um bandaríska stjórnmálasögu..
 
Myndin til hliðar er tekin á svölum þinghússins, frábært útsýni og geðveikt veður! Ég elska Washington! 
 
 Eftir þetta skelltum við stelpurnar okkur svo niður í Georgetown til að versla aðeins meira.. okkur fannst við ekki alveg hafa fengið nóg í NYC. Georgetown er líka ofboðslega krúttlegur, allt svona lítið og sætt og gaman að labba þar um. Fórum líka á gamaldags ekta amerískan hamborgarastað og fengum okkur burgers og cheese fries, mmm...
 
325
 
 
Það vildi svo skemmtilega til að vinur hans Indriða kennara var með tónleika í Washington meðan við vorum þar, aðeins spölkorn frá hótelinu. Svo óheppilega vildi þó til að við misstum af tónleikunum þrátt fyrir að vera mætt vel tímanlega.. þeir voru bara í öðrum sal.. það skemmdi þó hreint ekki fyrir okkur kvöldið og áttum við góðar stundir á þessum eldrauða bar.
 
 
 
Við Edda vorum með varalit í stíl við barinn, alveg fáránlega sexý myndi ég segja, rautt er klárlega málið í vor!
Njalli og Indriði voru líka vel sprækir þrátt fyrir að hafa misst af tónleikunum. Þetta kvöld komst það á hreint að Steini heitir í raun Ste332ingrímur en ekki Eysteinn... Takið líka eftir Amstel bjórnum.. þetta kvöld komumst við líka að því að Amstel light er ekki bara light í kalóríum heldur líka í áfengisprósentum, þetta sannaði Steini eftir að hafa drukkið átta!
 
 
 336
                                                                                                                                                               
 
 Hér að neðan erum við Edda (pönkarinn og bókasafnsfræðingurinn) enn einn blíðviðrisdaginn í Washington, síðasti dagskrárdagurinn og var farið í íslenska sendiráðið  og  svo utanríkisráðuneytið.
Laugardagurinn sló svo allt út í veðurblíðu. Eins og þið sjáið hér að neðan þá var hlýrabolaveður og við vorum að stikna! Vorum öll sólbrennd og eldrauð eftir daginn, litum frekar út fyrir að vera að koma frá Flórída en Washington... 
 
En jæja ég læt þetta duga í bili, ég þakka ferðafélögum mínum fyrir frábæra ferð, hefði ekki viljað fara með neinum öðrum en ykkur krúttin mín! 
   
344409

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei þakka þér...rosa flott skrifað hjá þér Sólrún mín....er samt komið með andlegt ofnæmi fyrir krúttlegum smáfuglum og nagdýrum eftir að hafa flett í gegnum myndirnar þínar... heh

Kizzzzzzzz

edda saga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Híhíhí... hvað meinarðu!? ertu búin að prenta þær út og hengja yfir rúmið hjá þér...?

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 02:11

3 identicon

Eins og þú varst nú ekki með miklar væntingar fyrir ferðinni er nú gott að sjá hvað þú skemmtir þér úber vel, greinilega mjög gaman hjá ykkur:)

Eyrún (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:20

4 identicon

Úúú gaman!

Mér finnst svo að við þurfum að fara saman í kynnisferð til USA... skoða okkar helsta áhugamál... það er sko ekkert stjórnmálatengt

Eva María (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:34

5 identicon

Já þetta er ansi góð ferðasaga Sólrún. Ég held ég gæti orðið ágætis þáttastjórnandi á CNN. Held að ég sæki um eftir námslok!

Gleðilega páska og takk fyrir samveruna í ferðinni!

PS. við skulum ekkert vera að auglýsa þetta með mig og Cosmo-inn. Betra að halda því innan hópsins eins og svo mörgu öðru!

Njáll Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Hehe okok ég skal fara rétt með staðreyndir... strákarnir fengu sér í raun og veru aldrei Cosmo, þetta eru bara myndir af þeim með minn (eða.. einn af mínum, þeir kostuðu bara 6 dollara og þess ber að geta að þá var dollarinn rétt um 70 kr)  Eeeen rétt skal vera rétt.. sorrý strákar ;)

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 16:52

7 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Takk kærlega fyrir frábæra ferð og mjög greinargóð ferðasaga hér á ferð! :)

Ásthildur Gunnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband