Og þá hló Sólrún loksins dátt...

Ég hef ekki verið hressa manneskjan upp á síðkastið og allir heimsins dansandi trúðar eða syngjandi fílar hefðu ekki undir neinum kringumstæðum geta komið mér til að hlæja á síðustu tveimur vikum. Virtist ekki stefna í neina breytingu í þeim efnum fyrr en ég heimsótti móður mína áðan. Ekki var það móðirin eða trallandi systkinin með sögur úr skólanum sem vöktu upp hjá mér löngu tapaða kátínu. Heldur rak ég augun í áhugaverðan auglýsingabækling í blaðahrúgunni á bænum. 

Hmmm "Belís heilsuvörur" stóð á bæklingum... ég viðurkenni að ég hef ávallt haft afar takmarkaðan áhuga á allskyns heilsuvörum og auglýsingum um lífselexír en það var eitthvað við BELÍS póstverslun á Íslandi í 19 sem vakti forvitni mína. Kannski var það amatörleg hönnum og umgjörð bæklingsins, ég er ekki viss. Ég fór að allavega að fletta í gegnum Belís og sá ekki eftir því. 

Í bæklingum kennir ýmissa grasa, þar má finna allt frá grenningarbeltum upp í unaðsvörur, allt þar á milli og ennþá meira til.

Það sem vakti hins vegar mesta athygli mína og orsakaði hjá mér svo einlægt og mikið alvöru hláturskast að annað eins hefur ekki heyrst frá mér árum saman, voru ÞOKUGLERAUGUN. Ég grenjaði bókstaflega úr hlátri í óratíma og bæklingurinn varð gegndrepa af táraflóðinu.

Ég fór inn á netið og kíkti á heimasíðuna til að finna handa ykkur ÞOKUGLERAUGUN, sem segir í bæklingnum að séu AÐLAÐANDI OG HENTI ALLTAF. Takið einnig eftir hversu "falleg" þau eru og "viðkunnaleg". Ég mæli með að þið skoðið þau í bæklingum ef þið komist í hann einhversstaðar, þau líta ennþá verr út þar. Ég veit ekki hvort ykkur mun þykja þetta jafnfyndið og mér en jesús minn kristur hvað það var gott og losandi að hlæja svona innilega!

Þá fann ég líka annað í bæklingnum sem mig langar rosa mikið í, svona fyrir ykkur sem vitið ekki hvað þið eigið að gefa mér í afmælisgjöf. Það er þetta hérna. Þetta er það sem ég þarfnast til að koma lífi mínu í farveg... Með þetta að vopni verða mér allir vegir færirGrin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva María Hilmarsdóttir

Má ég má ég má ég! Þessi gleraugu eru örugglega fantafín á djammið! Reyndar gaf Tinna mér einu sinni howtospotthegoodguyskíki...við vitum öll hvernig hann hefur virkað, ætti kannski að draga hann fram aftur.

 En já, armbandið er klárlega eitthvað... væri alveg til í að eiga svona, en þetta með gangráðinn setti mig útaf laginu.  

Eva María Hilmarsdóttir, 9.10.2007 kl. 07:48

2 identicon

HAHAHAHAHA.... snilld! ;)

Ertu ekki til í að kaupa svona gleraugu fyrir mig og senda mér út til DK, tek ekki sénsinn á að þau verði uppseld þegar ég kem heim...

Anna Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:07

3 identicon

hey vó hvað þokugleraugun eru bara í alvörunni næstum því aðlaðandi á þessari mynd miðað við þessi í bæklingnum! ég vil fá þau þessi sem við sáum þar með gulu fallegu glerjunum haha

Dagný (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:22

4 identicon

bwwahaahaaahahhhaaaahahahahahah......

Hrund (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband