Kál

Afhverju heldur fólk alltaf að maður sé í átaki eða strangri megrun þegar maður borðar kál? Meðan ég borðaði kálið mitt (með sósu, osti og brauðteningum) á kaffistofunni uppi í vinnu í dag þá veittust þrír samstarfsfélagar að mér með megrunarkomment! Mín komin í átak eftir jólin, er það nýársheitið, ein klárega í átaki og fleira í þeim dúr fékk ég að heyra meðan ég naut kálsins. Þetta var rosa gott kál....

Ég er ekki í megrun! Stundum langar mig bara í kál, eiginlega bara frekar oft, mér þykir kál gott! Ég tala nú ekki um ef því fylgir ostur, sósa og teningar. Það er reyndar ekki mikill matur í svona káli enda var ég líka orðin vitstola af hungri þegar vinnudeginum loksins lauk.

 Aggi fær að vera einn þarna á hægri kantinum um stund, ég nenni ekki alveg að vinna með þetta stjórnborð núna eða panta mér bloggvini. Það kemur síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband