Jæja já þá er nýtt ár gengið í garð. 2006 var ágætis árgangur, vona þó að 2007 komi betur út. Ég hef fulla trú á því þrátt fyrir mikið svartsýniskast á nýársnótt, kvíðahnút í maganum og rauð stressútbrot.
Nýja árið gekk líka í garð með ansi miklum látum og dramatík... Það vantaði kveikinn á stóru kökuna svo hún var ekki sprengd, þrátt fyrir að tveir flugbjörgunarsveitarmenn og einn hjálparsveitarskáti með flugelda og skotukökupróf í vasanum kæmu okkur til hjálpar, þá gekk ekkert upp. Enginn kveikur, engin sprenging, það sögðu fagmennirnir. Frændi minn varð því að gjöra svo vel að drösla kökuferlíkinu niðurlútur af sprengjusvæðinu og skúbba henni aftur í skottið á bílnum. Karlmennirnir héldu þó áfram að sprengja burt árið eins og vindurinn og allt endaði það með ósköpum eins og okkur fjölskyldunni einni er lagið. Ein tertan, Eldborg, var algjört flopp, jafnmikið flopp og hátíðin sjálf hér um árið! Hún sprakk í tvennt og annar hlutinn þeyttist í fjölskyldugrúppuna þar sem kát og saklaus börnin skrifuðu nöfnin sín í loftið með stjörnuljósum og grunlausar mæður í nylonsokkabuxum með hárlakk í hárinu nutu ljósasýningar. Fljúgandi aðskotahluturinn sem sprakk svo í allar áttir orsakaði eðlilega mikla ringulreið og öngþveiti. Allir reyndu að vernda sig og sína og koma í öruggt skjól, sem að mestu leyti tókst. Litlu munaði þó að illa færi. Sokkabuxur tættust allar í sundur, kápur skemmdust, hár sviðnaði og greyið litlu krakkarnir óhuggandi og verða eflaust hræddir við flugelda að eilífu.
Flestir voru hálf miður sín og sjokkeraðir eftir þetta allt saman og fáir í ballstuði, enda allar sokkabuxur götóttar og óballhæfar. Við reyndum þó að skála í kampavín þegar klukkan nálgaðist eitt... Reyndum..... eeeeeen árið byrjaði svo sannarlega með stæl í Lækjarsmáranum.... Tappinn á flösku númer 2 vildi illa af eeeeeen eftir nokkurt basl fór hann af og endaði glasi einu sem búið var að fylla á! Með þeim afleiðingum að glasið fór í gólfið ooooog þrjú önnur sem líka innihéldu kampavín! Skál fyrir því!
Sumir segja að fall sé faraheill og vona ég svo sannarlega að það sé tilfellið
Ég hef því nýja árið full af væntingum um betri tíð og blóm í haga. Nýtt hár, nýjar vonir, ný verkefni, ný plön, allt nýtt, nýtt upphaf!
Segjum það allavega í bili...
Athugasemdir
Segi það með þér, byrjaði árið á að leggjast í pest!
Annars alltaf gaman að sjá þegar þú tekur þig til og skrifar, óvænt ánægja;)
Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 01:53
Ahahaha, þvílíkt kvöld, það er ekkert smá!! En allt er gott sem endar vel og gleðilegt ár Sólrún mín,
Sunna.
Sunna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 23:16
Hressandi áramót hressandi...
annars er ég bara enn að jafna mig eftir furðulega helgi
Eva María (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.