Annars þá áskotnaðist mér þessi líka fíni örbylgjuofn um daginn. Ég nenni alveg engan veginn að útskýra það hvernig ég eignaðist hann enda munu fáir skilja mig. En hann er minn! Og nú örbylgja ég allt áður en ég set það upp í munn og ofan í maga. Er búin að prófa mig áfram með hinar ýmsu örbylgjupizzur og svo hitaði ég gamlar kleinur upp um daginn, þær voru sko betri en nýjar svona örbylgjaðar! Keypti mér svo butter örbylgjupopp áðan og núna í þessum skrifuðu orðum er ég einmitt að poppa það upp. Það er alveg drulluvond lykt af því, einhver svona gubbufýla... en hinkrið aðeins... mmm það er mjög gott! Og viti menn það eru meira að segja færri kalóríur í þessu butter stöffi heldur er venjulegu söltuðu! Hver hefði trúað því? Jahh ekki ég allavega, fyrr en núna...
En jæja ég ætla að horfa á ANTM og gæða mér á þessu dýrindis poppi..
Later!
Athugasemdir
hahaha ekki voða girnó að finna gubbufýlu áður en maður fær sér popp! hef nú ekki tekið eftir því með butterpoppið, en já ansi gott stöff.. en já samt.. það er ótrúleg táfýla af stjörnuostapoppinu samt er það mjög tasty :)
örrarar eru snilld! mólíkúlur maður mólíkúlurnar...
Eyrún (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:03
Vertu velkomin í bloggheima að nýju! Mikið er gott að geta lesið Sólrúnarblogg aftur
Og það er ekki leyfilegt að hætta svona aftur!!
Jólastrympa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:10
OOOOOOOOOOOOOOOOOJ smjörpopp er verst í heimi!!!
Dóra Lind (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:40
ánægður með þetta framtak...
Heimir Berg (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:11
Mitt blogg dó einmitt í kreppunni. Ég held að það eigi einmitt að vera öfugt... haltu uppi heiðrinum fyrir okkur þar til ég finn minn blogganda aftur!
Freyja (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.