0% transfat...

Ég fíla New York í ræmur og eru þar margir þættir sem spila inn í. Má þá nefna þá staðreynd að New York er transfitulaust ríki! Þú getur bara verið viss um að hvað sem þú kaupir þá er það laust við alla transfitu! Er það ekki bara gargandi snilld á þessum síðustu og verstu þegar stíflaðar kransæðar eru að ganga af okkur dauðum!? Það held ég nú! Segi ég og skrifa eftir að hafa borðað egg og beikon í annað sinn á innan við sólarhring... en það er önnur saga...

Ég tönnlaðist á þessari frábæru staðreynd um transfituleysi New York borgar meðan ég maulaði á transfitulausa Pringles-inu mínu í eldhúsinu í Harlem og fannst ég bókstaflega verða heilbrigðari með hverri mínútunni, bara af því vitandi að transfitan væri ekki að kíttfylla á mér kransæðarnar... skítt með allt annað! Sagði ég og skolaði Pringles-inu niður með vel aspartamaða Kók Zeroinu mínu og fannst það lítið tiltökumál...

Ég meina það er allavega vitað um skaðsemi transfitunnar... það er eitthvað á mörkunum með aspartamið... 

 

donut

Stelpan á Dunkin' Donuts í New York, transfat free, pælið í því!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hljómar vel. Einhvern tíma var verið að tala um 'island sem kjarnorkuvopnalaust svæði, en transfitulaust svæði, hljómar ekki síðra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 21:15

2 identicon

Ekki gleyma því sem ég sagði þér Sólrún, Aspartam og bakverkir! Apstartam og bakverkir!!!

Steini (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:23

3 identicon

Ha bakverkir? gætu þeir stafað af kókdrykkju? exskjús mí?! ekki skilja mig eftir hér í lausu lofti!

Eyrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband