Leðurhanskarnir góðu...

Lét ég nú loksins verða af því að kaupa mér forláta pæjulega leðurhanska, uppháa og agalega smarta, rétt fyrir áramótin. Ætlaði ég að hefja nýtt ár á því að leggja stóru þykku, rauðu lopavettlingunum mínum með misstóru bláu röndunum... þumalputtavettlingar sem amma prjónaði fyrir örugglega meira en 10 árum og ég er búin að dröslast með í hingað og þangað, fram og til baka síðastliðin 2 ár. Þeir hafa farið með mér á djammið, sumarbústaðaferðir, útilegur, göngutúra, bíltúra, snjókast og margt, margt fleira.. Og aldrei hafa þeir verið aðskildir, hægri og vinstri vettlingur hafa alltaf fylgt hvor öðrum í gegnum súrt og sætt. Með öðrum orðum þeir hafa ekki týnst...

Mamma hafði lengi tuðað í mér í mér að þessir hlýju og góðu lopavettlingar væru hvorki elegant né heldur góðir við akstur... enda lopinn ekkert mjög stamur á stýrinu í kröppum beygjum. Hún var því mjög ánægð að sjá dóttur sína í þessum agalega smörtu, uppháu nýju leðurhönskum sem hún fjárfesti í fyrir árámótin...

Ég speglaði mig bak og fyrir með nýju hanskana mína og fannst ég mjög elegant og fullorðins... ekki seinna vænna 25 ára snótin.. Þess bera að geta að þessir leðurhanskar eru þeir fyrstu sem ég eignast.. Lopinn hefur átt hug minn allan í gegnum tíðina.. leðrið var ekki minn tebolli fyrr en fyrst núna á gamals aldri. 

Svo fór ég á djammið eins og vill gerast og setti ég að sjálfsögðu upp pæjulegu leðurhanskana... Og núna á ég bara einn pæjulegan leðurhanska!

Ég skil þetta ekki!? Ég týni aldrei hlutum, hef aldrei týnt lyklum, veski nú eða rauðu lopavettlingunum! Svo fer ég einu sinni sem elegant pæja í leðri í bæinn og þetta gerist...

Fyrir utan glataðan leðurhanska, brotið Rosendahl glas, örlítið bjórsull, nokkra kokteila, nýtt fólk, nokkrar ákvarðanir, lítinn svefn, grátur og hlátur... þá hefur þetta ár farið rólega af stað.. það hefur ekki margt drifið á þessa sjö daga mína af 2008, vona svo sannarlega að næstu sjö, eða allavega sjötíu og sjö verði viðburðarríkari... Nýársnótt var reyndar ágætlega viðburðarrík, skrítin og skemmtileg og ég vona að það verði það sem koma skal.  Ég hef ákveðnar skoðanir um það hvað ég ætla að afreka á þessu ári en margt af því er persónulegt og ekki til birtingar á veraldarvefnumWink 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MÍNIR lopavettlingar btw

þjófur! 

Dagný (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Aha einmitt, hversu oft hefur þú notað þá!? OJJ ÞETTA STINGUR! minnir mig...

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband