Jæja meira af bæklingum og bleðlum... Nú er ég að fletta í gegnum einhvern snepill sem álpaðist í gegnum bréfalúgunu hjá mér, hef ekki séð þetta blað áður en mér sýnist það heita K. Þetta er eitthvað svona tísku og lífstílsblað, enn ein viðbótin í þá flóru.
Mér finnst alltaf gaman að fletta í gegnum svona blöð til að sjá hvað á að vera heitast og sniðugst því maður vill jú reyna aðeins að tolla í "tískunni" og vera inni í því "merkilega" sem er að gerast.
Það er samt eitt sem ég þoli ekki! Ég fæ grænar bólur og það vex á mig gulur hali þegar einhver svona tísku"gúrú" eða stílistar eru með úttekt á því hvaða staði maður á að sækja og hverinig fötum maður þarf að klæðast til að teljast fullgildur meðlimur í hip og kúl samfélaginu. Og í augum stílistana og tískugúrúana þá er bara til þetta eina samfélag og ef þú fylgir ekki reglunum þá ertu útskúfaður og stimplaður sem einshverskonar slys, mistök eða pakk og ert ekki verðugur þáttakandi í samfélagi hip og kúlista sem er víst, samkvæmt þeim sjálfum, það eina sem blívar í dag.
En já í þessu K blaði þá er hann Steini stílisti að fara yfir best og verst klæddu konur landins. Ég veit ekki hver þessi Steini er en hann virðist allavega vera, samkvæmt sjálfum sér og K ógeðslega hip og kúl náungi sem veit nákvæmlega hvað er inn og hvað er út....
Þar er hann með á efst á blaði sem best klæddu konu landsins hana Dorrit Moussaieff forsetafrú sem stendur nú alveg undir þeim titli enda glæsileg til fara hvar sem hún kemur.
Þá er næst í röðinni hún Svala nokkur Björgvins... ok hún getur alveg dottið niður á það að vera kúl en oftast þegar maður sér hana þú er hún í alltof víðum skræpóttum blússum eins og mamma átti þegar ég var 3 ára og gaf svo fátækum í Afríku áður en ég náði 7 ára aldri. Við blússurnar klæðist hún leggingsbuxum og oftar en ekki alltof stórum uppreimuðum strigaskóm sem fullvaxta körfuboltamaður gæti vel verið stoltur af. Þið verðið að afsaka Steini stílisti og Svala Björgins... en persónulega finnst mér það bara ekki svo kúl sko.
Sú þriðja er Björk... þurfum við að ræða það eitthvað!? Ekki nóg með að manneskjan hafi klæðst svani á rauða dreglinum þá verpti hún líka eggi! Og mig minnir endilega að hún hafi nú verið kosin ein af verst klæddu konum heims af einhverju tískutímaritinu vestanhafs. Ég hef þó ekki fyrir því neinar heimildir og sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Næstu þrjár hef ég lítið um að segja, Svava í 17, jújú hún er nú oftast frekar hip. Andrea Róberts, jájá fín bara og svo Brynhildur Guðjóns, bara svona venjuleg eitthvað.
Svo kemur Ragga Gísla. Mér þótti hún nú alltaf fáránlega kúl sko, ég dýrkaði hana og dáði eftir að ég sá Stuðmannamyndina Með allt á hreinu og fannst allt sem hún gerði bara æðislegt. Svo jújú hún hefur haldið sama stílnum nokkurn veginn síðan hún varð Grýla og fær prik fyrir það.
Svo eru að Elma Lísa og Emilíana Torrini... ég hef fátt um þær að segja, ágætis píur báðar tvær og yfirleitt vel til fara bara held ég.
Svo kemur Eivör Pálsdóttir en hún færi seint á lista yfir best klæddu konur landsins í minni úttekt. Hún er of mikið ullarsokka, úfið hárið týpa fyrir minn smekk... En hún er nú frá Færeyjum svo ég gef henni sjens.
Steini stílisti setur Leoncie í efsta sæti yfir verst klæddu konur landsins og er ég þar hjartanlega sammála honum. Hún er verðugur handhafi þessa titils.
Á eftir henni kemur Ásdís Rán... fyrir mér er hún nú meira ein af minnst klæddu konum landsins því hún er yfirleitt mjög fáklædd hvar sem maður sér hana. Hvort sem hún er í brúðkaupinu sínu eða í búðinni.
Þá kemur söngkonan Hera Björk sem ég hélt nú bara að væri svona frekar venjuleg í klæðaburði og alls ekkert eitthvað tískuslys eins og hann Steini heldur fram. Ég hef þó lítið af henni séð og er varla dómbær á fatasmekk hennar.
Fjórða í röðinni er Birgitta Haukdal. Steini talar um af hverju kona á HENNAR aldri þurfi að klæða sig eins og stelpa á gelgjunni! WTF segi ég nú bara með skammstöfun til að vera ekki of dónaleg! Kona á hennar aldri!!! Birgitta Haukdal er varla þrítug og því er hún bara á besta aldri til að klæða sig nákvæmlega eins og hún vill! Ok ég man vel eftir henni þegar hún var að byrja að syngja með Írafár og klæddist magabol með kögri og hvítum loðmúmbúts en það var fyrir 10 árum og fatasmekkur hennar hefur nú þroskast mikið síðan þá. Mér finnst hún oftar en ekki mjög glæsileg til fara. Allavega það sem maður hefur séð af henni nýlega. Takk fyrir takk og þið ungu konur á HENNAR aldri, það er allt leyfilegt ennþá!
þá er það Heiða úr Idolinu sem ég hélt einmitt líka að væri bara svona þessi svokallaða venjulega týpa í fatavali. Man reyndar eftir því að hafa séð hana einu sinni í ógðeslega flottum rauðum kjól svo hún telst klárlega ekki illa klædd í mínum augum.
Þá kemur Rut Reginalds.. já nei þar er ég sammála honum Steina, Rut er hvorki hip né kúl.
Næst er það Nylon flokkurinn í heild sinni. Mér finnst þær nú bara yfirleitt frekar töff sko, viðurkenni það bara hér og nú. Enda klæðast þær mikið fötum úr Top Shop og ég veit ekki betur en að einmitt hún Kate Moss sé að hanna föt fyrir þá ágætis keðju. Og ef mér skjátlast ekki hrapallega þá trónir hún oftar en ekki á toppi lista yfir best klæddu konur heims. Bara smá ábending sko...Nylon er kúl!
Hin áttunda er utanríkisráðherra og nafna mín Ingibjörg Sólrún. Mér finnst hún Solla oftast bara klæða sig nákvæmlega rétt miðað við aldur og stöðu. Hún fer alltaf hinn gullna meðalveg. Aldrei of stíf. Hún dettur stundum í það að vera með ljótt skart en það kemur fyrir besta fólk...
Magga Stína.. já ég er sammála Steina, Marilyn Monroe í vaðstígvélum...
Og þann vafasama heiður að vera tíunda verst klædda kona landsins fær Siv Friðleifs.. tja... hún er bara venjuleg dragtakona...
Þá er listinn hans Steina upptalinn...
Einhvernveginn stóð ég í þeirri meiningu að á þessu síðustu og verstu þá væri bara nánast allt leyfilegt í klæðavali. Ég telst líklega seint eitthvað hip eða kúl enda lifi ég ekki og hrærist í samfélagi hip og kúlista. ég versla bara í h&m og zöru og skelli því einhvernveginn saman eins og mér finnst töff. Ég læt engan Steina stílista eða Tótu tískúgúru segja mér hvað má og hvað ekki.
Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa lífstíls og tískublöð þar sem "venjulegt" fólk segir mér hvað er hip og kúl. Þessvegna finnst mér alltaf mest gaman að sjá hvað hún Hrund vinkona mín og blaðamaður á Vikunni setur saman þegar hún er með tískuþátt Vikunnar. Hrund telst þó seint venjuleg, því það er ekkert venjulegt að skrifa sína fyrstu bók og fá fyrir hana íslensku barnabókaverðlaunin. En hún setur samt saman tískuþætti sem venjulegt fólk eins og ég finn mig í...
Flokkur: Dægurmál | 17.10.2007 | 14:42 (breytt kl. 15:14) | Facebook
Athugasemdir
Ég verð nú að koma Steina stílista til bjargar... Mér er Heiða í Idolinu sérstaklega minnistæð fyrir skelfileg föt! Hún á þennan titil alveg skilið að mínu mati.
Freyja (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:29
Jæja jæja Heiða er kannski slæm... en margar af þessum konum sem hann telur svona agalega illa klæddar, þær klæða sig bara "venjulega". Finnst mér allavega sko...
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 17:20
hahaha ásdís rán minnst klædda kona landsins.... góður!
heyrðu já ég er nú bara frekar sammála þér, fólk er frekar of mikið að velta sér uppúr þessu. Fataval Nylonflokksins hefur verið mér ofarlega í huga eftir þessi síðustu skipti sem ég hef séð þær á sviði. Þegar þær voru að byrja ætluðu þær sko ekki að falla í þessara gryfju annarra stúlknabanda og vera fáklæddar, mér hefur hinsvegar fundist þær vera að detta niður á það plan, það sást nú bara í nærurnar á einni þeirra þarna um daginn... ekki þykir mér það pent.
En allavega, talandi um að fólk sé að velta sér of mikið uppúr þessu... það er einmitt það sem við erum að gera hér og nú :)
Eva María Hilmarsdóttir, 17.10.2007 kl. 19:45
Hjartanlega sammála þér Sólrún í þessum pistli :) !!!
Ólöf (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:06
Ó jedúdda...var einmitt að velja í tískuþátt áðan, hefði greinilega þurft að vanda mig betur. Eða hvað. Þetta eru svo sem engin kjarnorkuvísindi, frekar smekksatriði
Og b.t.w. takk mín kæra. Mér finnst þú nú almennt afar smart til fara, hef þig kannski bara í huga við næsta val
Og já, mér finnst Magga Stína stundum kúl...mínus vaðstígvélin, hehe
Hrund (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.