Í tilefni þess að hafa lufsast heima í þrjá daga og óverdósað á Sex and the city og í tilefni þess að Dóra, ótrúlega fabulous vinkona mín kom heim úr "tan"ferð frá Benidorm í gær ákváðum við að slá saman í hitting yfir drykk á Thorvaldsen.
Báðar verandi ógeðslega single og fabulous, eða afsakið, ég single og hún fabulous, þá fengum við okkur strawberry mojito og ræddum yfir honum heimsmálin eins og okkur einum er lagið. Ákaflega notalegt á skreppa svona í drykk á miðvikudegi, ótrúlega Sexlegt and æ lov it!
Eftir drykkinn rölti ég heim svo single og svo fabulous, veit reyndar ekki hversu fabulous ég var ofarlega á laugaveginum.. niðurrignd með skærgrænan 10-11 poka í annarri og Louis vuitton töskuna mína í hinni... En mér leið ákaflega notalega, svo hressandi að rölta svona í haustrigningunni.
Ég ætla mér núna að taka upp allskonar skemmtilega siði úr Sexinu, drekka cosmopolitan, vera fabulous ooog eitthvað fleira...
Athugasemdir
Eins utterly fabjúlus og við erum, er þá ekki komin tími á aðra færslu?
Dóra (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:23
Ég mótmæli harðlega...þú ert of góður penni til að vera með svona illlæsilega síðu! Ú á ljósa stafi á svörtum grunni
Hrund (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.