0,8-2,2%

Af fréttinni af dæma mætti ætla að Kínverjar væru þá upp til hópa öfurölvi að veltast um sjálfa sig og aðra af stanslausu bjórþambi...

Málið er bara að kínverskur bjór er frekar mildur, við erum að tala um drykk sem líkist bjór, við erum að tala um drykk sem inniheldur alkahólmagn á bilinu 0,8-2,2% oftast nær. Þó má finna bjórtegundir sem rétt slefa upp undir 4%.

Bjórinn er ódýr, oft svipað dýr og vatn, 10-16 kr út úr búð. Kínverskt bjórfyllerí er því ansi hagvkæmt en það þarf að drekka asskoti mikið til að verða örlítið kenndur. Og já... kannski það skýri allt þetta magn sem kínverjarnir eru að innbyrða...?

Og ég man nú kvöldið í Kína þegar við ætluðum að detta ærlega í það, ég pantaði mér risastóran ískaldan kínverskan öl, rosalega hagstætt! Eftir að hafa svolgrað í mig hálfri flöskunni varð mér litið á miðann þar sem prósentan blasti við mér, 1,8%! Það tæki nú ansi langan tíma svo ég tali nú ekki um fjölda klósettferða áður en víkingamær frá Íslandi með vestfirkst blóð í æðum, fyndi á sér af slíkum mjöð. Ég pantaði mér Carlsberg næst....

Á mánaðadvöl minni í Kína man ég ekki til þess að hafa rekist á einn einasta ölvaða kínverja...

 


mbl.is Bjórdrykkja eykst - sérstaklega í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Sólrún að koma okkur til varnar í þessu máli. Félagar mínir voru ekki lengi að setja samasemmerki á milli veru minnar(okkar) þarna úti og aukinnar bjórdrykkju

Kristján Sig (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:10

2 identicon

BRAVÓ!

Dóra (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:31

3 identicon

Haha góður punktur... hvernig tókst okkur að vera mánuð í Kína án þess að sjá fullan kínverja?

Freyja (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband