Dvölin í Kína tekur enda á morgun, þá fljúgum frá Ningbo til Shanghai, þaðan til Parísar og síðan London þar sem við ætlum að tjilla í 3 daga áður en við kyssum fagra fósturjörð á ný.
Síðasti skóladagurinn var í gær og við Eyrún brugðum á leik í skólastofunni í tilefni þess:
Jájá þarna erum við að fara yfir táknin saman...
Eyrún reynir að fletta þessu betur upp og ég kíki hjá henni...
Svo er það framburðurinn: haochi, haaochhiii, chiiii.... CHHHIII!
Kínverskan er nú ekki auðveld og geta táknin og framburðurinn gert hvern mann geðveikan. Eins og sést glögglega á þessari mynd, þá er við það að missa vitið og Eyrún er alveg buguð...
En það er nú ekkert sem frosið vatn getur ekki lagað, sjáiði, Eyrún er öll að koma til og ég farin að slaka aðeins á...
Freyja fór yfir táknin og reyndi að skrifa þau á töfluna... Hvað ætli hún sé að skrifa þarna?
Svo skrifaði ég væmna kveðju á íslensku á töfluna að skilnaði...
Í gærkvöldi skelltum við okkur svo út á lífið til að kveðja Ningbo, fyrsta og eina "djammið" okkar hér í Kína. Við höfum ekki haft tíma fyrir svoleiðis vitleysu fyrr en aðeins núna. Hann Kristján Íslendingur skellti sér með okkur og þetta var ansi hresst. Við borðuðum á ítlöskum veitingastað og fórum svo niður á bryggju í Vestræna hlutanum þar sem live band var að spila Country roads og fleira gamalt og gott. Kannski ég leyfi bara myndunum að tala sínu máli...
Eins og sést þá vorum við Eyrún mjög sáttar við að fá þessa fínu kokteila!
Freyja og Kristján voru líka vel spræk...
Svo rifjuðum við Eyrún upp gamla takta frá Íslandi...
Pink lady...very næs!
Og Tequila sunrise.... mmmm...
End náw æm komming hóm félagar! Sé ykkur eftir nokkra daga
Athugasemdir
Frábært, hlakka til að sjá ykkur allar aftur samam ympurnar mínar:)
Njóttu síðustu daganna:*
Hrund (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.