Tvær færslur sko, ef einhver er ekki að fatta...
Við ákváðum að vera soldið fleppaðar svona síðustu dagana hérna í Kína. Í kvöld tókum við okkur til og fórum á Brasilíkska steikhúsið aftur og gúffuðum í okkur blóðugar steikur, all you can eat buffet! Og þrátt fyrir að geta varla gengið þaðan út þá fórum við á Hagen daas og fengum okkur ís í eftirrétt. Á morgun er svo planið að taka rúllandi föllerý... eða þannig sko. Það er enginn skóli á föstudaginn svo við ætlum aðeins að lyfta okkur upp annað kvöld svona rétt í blálokin á þessu ævintýri.
Kannski við fáum okkur svona bláan drykk bara. Þessi er mexíkóskur, Acapulco frozen margarita kallast hann. Ég vil taka það fram að í þessu glasi er meira magn áfengis en það sem ég hef drukkið í þessari ferð. Ég hef bara smakkað nokkra kínverska bjóra sem innihalda áfengismagn frá 1.8% upp í 2.2% og þá aldrei meira en einn í einu.
Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn og ég komst aftur í útsaumsbásana mína uppáhalds og keypti mér lífstíðarbirgðir af krosssaumsmyndum.. Eyrún manaði mig í að kaupa væmnustu mynd í veröldinni og ég sló til. Hún er laaaangstærst af þeim öllum
Taramm! Þarna er ég með hana, brúðkaupsmyndina góðu. Ef ég miða við að ég gifti mig kannski eftir svona 7 ár.... þá verður hún hugsanlega tilbúin. Og nú ef ég pipra bara í hel þá get ég alltaf gefið hana einhverjum hamingjusömum brúðhjónum að gjöf.
Í bæjarferðinni rákumst við líka á þessar:
Og ef ég þekki Ningbo rétt þá eru þetta klárlega stærstu Levis buxur í Asíu, og já ef ekki öllum heiminum bara! Þær eru actually úr gallaefni sko.
Okkur reyndist það þrautin þyngri að fá leigara niður í bæ áðan. Það endaði með því að við fengum lítinn pickup taxa. Þessir pickup taxar eru algjörir sorataxar, enginn loftkæling og sætin ógeðslega skítug og óaðlaðandi. Sem er ennþá verra þegar maður pollsvitnar og veltist um í svitanum sem blandast við skítinn í sætinum... ok ég vil ekki hugsa um þetta meira... Bílsjórinn var tannlaus og bauð okkur rettu eins og sannur herramaður. Hrækti svo ítrekað út um gluggann og benti mér (sem sat í framsætinu) á búðarglugga með brúðarkjólum... og hafði mikið um kjólana að segja á kínversku sem ég skildi ekki nema að eitthvað væri hen hao eða mjög gott!
Þarna er ég að fyllast viðbjóði yfir svitapollinum sem er að myndast undir mér...
Athugasemdir
Híhíhíhíhí ... það er svo gaman að lesa um kínversku ævintýrin þín! Ég hlakka ógisslega mikið til að hitta þig þegar heim er komið og fá að sjá myndir og Eimskipsgáminn með öllu dótinu sem þú keyptir
Jólastrympa (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:11
Mín komin frá úglöndum og búin að uppdeita lesturinn á ævintýrum þínum. Þvílík snilldarlesning!!!!
Hlakka til að heyra þetta úr þíns eigin tjafti við fyrsta tækifæri.
Risaknús:)
Hrund (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 16:29
Já ég verð örugglega óþolandi gellan..."sko í Kína", "þegar ég var í Kína", "í Kína þá er þetta svona", "ohh ég man þegar ég var í Kína", "úti í Kína"
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.