Ohhh ég mun missa af svo miklu meðan ég verð í Kína!
Ég mun missa af:
Góðri stund í Grundó
Þjóðhátíð í Eyjum
Björtum íslenskum sumarnóttum... það verður örugglega orðið næstum aldimmt þegar ég kem heim
Rómantískum gönguferðum í íslenskri kvöldsólinni sem á engan sinn líkan...
Víkingahátíð á Þingeyri geri ég líka ráð fyrir að missa af
Notalegum samverustundum með vinum og fjölskyldu
Íslenskum útilegum
Íslenskum grillpartýum
Steikarhitanum á pallinum í bústaðnum hjá ömmu og afa
Oooooog örugglega fullt af fleiri hlutum...
Hvað ætli maður geti gert í Kína til að vega upp á móti þessum missi?
Athugasemdir
Ekkert... hættu bara við Kína.
Freyja (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:43
heheh nei... það er nú fullgróft... Við hljótum nú að finna okkur eitthvað til dundurs...
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 30.6.2007 kl. 10:22
nei Kína verður örugglega bara boring, ég er hætt við...
Eyrún (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 12:04
ÞÚ ERT KLIKKUÐ!!!
Þessi færsla minnir mig fullmikið á vissa útlandaferð höfundar færslunnar fyrir ekki svo löngu síðan!!!
Hrund (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:20
Fékk áfall rétt í þessu, ertu farin litla elskulín????
Og mín gleymdi að kveðja, *hnuss*
Hafðu það alla vega óendanlega gott og njóttu mánaðarins út í ystu æsar. Riiiiisaknús!!!
Hrund (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:41
Jæja litli Kínafarinn minn. Mig þyrstir í Kínablogg .... vona að menningarsjokkið hafi ekki farið með þig Láttu í þér frá Ningbo!!! ... eða ... Nínbó .....Nimbó .... eða ... já ... bara from Tjæna
Jólastrympa (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 15:55
SÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓLRÚÚÚÚÚÚÚN!!!
Dóra (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:26
Sólrún .... lever du? ... komstu alveg heil á höldnu á leiðarenda? .... hvar ertu .... ...
Jólastrympa (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.