Jæja þá eru 11 dagar í Kína! Og það eina sem ég nenni að gera núna er að sofa og bíða þess að 11 dagar líði... Eða með öðrum orðum.. að sofa er það eina sem ég vil gera því þá líður tíminn hraðar!
Ég er búin að láta sprauta mig í báða handleggi og rass við hinum ýmsustu pestum og bólgum og geri ráð fyrir að láta sprauta mig einu sinni enn áður en út er haldið. Ég er jú bæði óheppin stúlka og klaufi mikill og það fer ekki alltaf vel saman. Þó að einhver pest smitist aðallega bara í sveitum þá þýðir það klárlega ekki að óheppið fólk eins og ég geti ekki orðið mér út um slíka pest í borgum... Svo taugaveikisprauta it is, takk fyrir takk!
Þá er ég líka komin með VISA til Kína. Fyrir þá sem ekki vita þá er það semsagt vegabréfsáritun. Það viðurkennist hér með að ég spurði grunlaus, er ekki nóg að hafa Mastercard?.... svarið sem ég fékk til baka eftir hláturgusurnar var: æjjj en krúttlegt... Og þá áttaði ég mig á því að ég var líklega að misskilja eitthvað. En nú er ég sjóuð í bransanum, búin að heimsækja kínverska sendiráðið tvisvar og allt. Annars skipti ég líka Mastercardinu út fyrir Visa... svona just in case...
Athugasemdir
Jeeeeeeeeiiiiiijjjjjjj .... loooooksins bloggfærsla! Ég ætla rétt að vona að þú verðir dugleg að blogga from Tjæna .... þó ekki það dugleg að þú gleymir að njóta feerðarinnar :)
Jólastrympa (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.