Kína beibí! 56 dagar...

Júróvisjón... ég ætla ekki einu sinni að ræða það sko, nema bara örlítið. Við erum að tala um að SLÓVENÍA og GEORGÍA hafi komist áfram! Georgía er sko ekki einu sinni í Evórpu, ekki þannig séð. Já manni bara fallast hendur. Leiðindapúkar þarna í Austur-Evrópu, við skulum nú aðeins þroskast og sjá að Evrópa er meira en bara austanmegin, aðeins meira en gömlu Sovétríkin. Ég segi bara eins og Norsararnir sungu um árið: Kammán, kammán!

Svo sitja þessir austur-evrópsku klárlega heima hjá sér núna og flissa yfir vitleysunni í sér... En jæja það er ekki hægt að vera bitur yfir því, ég ætla að halda með Lettlandi eða Makedoníu, þó að þau séu í Austur-Evrópu, það eru þó allavega ágætis lög. Hef Svíana líka með á listanum fyrir skandinavísku taugarnar.

 

En að öðru... Það er bara eitt sem á að gera við fólk sem er búið í prófum og grobbar sig af því, flá það og steikja!

Annars er ég bara hress.... eftir 56 daga verð ég líklega stödd á Charles de Gaulle flugvellinum í París... bara í örstuttri millilendingu frá London til Shanghai... það er svolítið ljúft að hugsa um, bara vægast sagt svolítið. Og eftir 57 daga verð ég byrjuð að læra kínversku við háskólann í Ningbo í Kína. Þetta hljómar allt afar ótrúverðugt í mínum eyrum núna en biðtíminn er rúmlega hálfnaður. Flugmiðar voru pantaðir fyrir rúmlega 4 mánuðum, alveg hreint ótrúlegt að kjánaprikið ég, sem geri aldrei neitt flippaðra en að sofa öfugt í rúminu mínu, sé á leið hinumegin á hnöttinn að læra kínversku! Já hver hefði trúað því?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FRAMLAG SLÓVENÍU ER MASSAMASSAMASSAGOTT, ekki gera lítið úr því takk.

Vertu sæl

Jólastrympa (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:27

2 identicon

að sofa öfugt í rúminu manns er nú frekar flippað! hehe,

en vá að hugsa sér! 56 dagar! trúi því varla líka:D vííí!

Eyrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 23:32

3 identicon

Sæl aftur góða,, þú getur slakað á ,, afi þinn hætti við að selja húsið í bili :-),,, Góða ferð til Kína ,,, mbk. Ósk

Ósk (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Ragnar E. Arnar Finnbogason

Gód hugmynd ad laera kínversku í ningbo- í raun alveg frßabaer hugmynd. Ertu bara ad fara til ad laera málid eda aetlardu ad laera eitthvad í frammhaldi af tungunálanáminu?

Vona ad thú sért vel undirbúin, en bendi samt á naudsyn thess ad vera med öll lyf sem thú tharft á ad halda med thér. ástaedan er frekar einföld: ca. 20% allra lyfja í umferd í Kína eru ekki upprunaleg, og 100% vatns er svkokallad "endurlífgad vatn".

òska thér annars alls hins besto og segi enn og aftur góda ferd til kína.

祝你一路顺风!

Ragnar E. Arnar Finnbogason, 18.5.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband