Ég er internetfíkill... ég vinn við tölvu, þar hef ég aðgang að internetinu allan daginn... um leið og ég kem heim úr vinnunni er það fyrsta sem ég geri að kveikja á tölvunni minni og að sjálfsögðu liggur leið mín beint inn á netið... þegar ég er ekki að vinna og ekki heima þá er ég stundum í skólanum, þar er ég líka á netinu. Ég myndi segja að meðaltali sé ég líklega á netinu svona hmmm... kannski 10 tíma á dag.. ok segjum 8... ÁTTA FOKKING TÍMA Á DAG!!! um leið og ég fer inn á netið þá signa ég mig inn á msn og myspace og allt annað sem maður getur signað sig inná, heimabankann, politicusíðuna, bloggið mitt, name it... sjitt hvað þetta er brenglað! Ég gæti verið að missa af einhverju! Ég tek meira að segja tölvuna stundum með mér upp í rúm og þegar ég vakna er ég búin að rúlla mér yfir hana, flækja mig í hleðslutækisnúrunni eða eitthvað þaðan af verra. Ég er alltaf með þessa fjandans tölvu í fanginu, ég borða með hana fyrir framan mig, horfi á sjónvarpið með hana fyrir framan mig ég skoða meira að segja blaðið með hana fyrir framan mig, legg það bara yfir lyklaborðið og fletti. Hvað er það?! Ég er alltaf inni á msn, ég signa mig ekki einu sinni út þegar ég fer að heiman, skelli bara away á, ef ske kynni að einhver msn félagi þyrfti að segja mér eitthvað ógurlega spennandi, þá get ég bara séð það þegar ég kem heim, annars myndi ég missa af því og það væri nú agalegt! Svona virkur þjóðfélagsþegn eins og ég, stjórnmálafræðinemi, mikil áhugamanneskja um pólitík og sérlegur sérfræðingur í slúðri, það er nauðsynlegt fyrir mig að vera tengd umheiminum 24/7.
Ég man þegar við fengum netið fyrst heima, það var ógurlega spennandi. Pabbi nýbúinn að kaupa þessa fínu tölvu og það var nú aldeilis sport að fá að vafra um internetið þegar faðirinn var ekki að nota gripinn til að færa inn heimilsbókhaldið. Sem hafði nú hingað til alveg geymst ágætlega í brúnu möppunni undir borði, ég skildi ekki þennan fáránlega tvíverknað og í ofánlag þá virtist maðurinn vera allavega helmingi lengur að því að slá þetta inn í tölvuna heldur en að gera þetta upp á gamla mátann. Ég er fegin að systkini mín voru ekki komin með vit eða aldur til að þykja leyndardómar internetsins jafn spennandi og mér. Það hefðu nú orðið slagsmál í lagi... Það var nú nógu mikill æsingurinn í kringum bílinn hennar mömmu þegar systir mín fékk bílpróf... eða þegar einhver kláraði kókópöffsið eða fékk nokkrum millilítrum meira kók... ( það er kannski rétt að taka það fram að kókópöffs og kók voru mikil munaðarvara á mínu heimili í gamla daga... það var ekki nema það væru jólin eða eitthvað svipað stæði til að slíkt væri keypt inn)
En já á netinu lá ég þegar enginn annar var heima, þá var aðalmálið hjá mér að skoða myndir af Leonardo Dicaprio... og lesa mér til um hann á hinum ýmsu heimasíðum. Váá hvað mér fannst hann frábær og æðislegur. Hann er einmitt eina fræga manneskjan sem ég hef dýrkað og dáð, ég var aldrei í Take that eða New kids on the block eða hvað þetta allt nú hét. Það var ekki fyrr en hann Leo minn kom til sögunnar að ég skildi hvað stjörnudýrkun var... Það versta var við þetta internet að maður var að nýta símalínuna sko, það var ekkert adsl neitt. Og á meðan maður var að skoða Leo var maður kannski að missa af símtölum, kannski merkilegum símtölum. Ég meina það voru engir gsm símar!
Jeminn engir gsm símar! Hvernig var það aftur!? Já halló er Sólrún heima...? Já nei hún er ekki heima, veit ekki hvar hún er... Jæja þá ég hringi bara aftur... Já halló er Sólrún heima...? Já nei hún er bara ekki ennþá komin heim... Já jæja þá... viltu kannski bara biðja hana um að hringja í mig...?
Gaaaarrg sjitt! Og svo ef maður þurfti að hringja í strák...! Hversu vandræðalegt var það!? Herre min gud! Ég var reyndar mikið á móti gsm símum, ætlaði sko aaaaaldrei að fá mér slíkan. Til hvers í veröldinni? Fólk gat bara hringt heim til mín. Ég meina, fáránlega óþægilegt að það sé alltaf hægt að hringja í mann... Ehhh nei! Fáránlega þægilegt kannski bara! Og já nú á ég 4 gsm síma sem ég nota til skiptana. Sími er bara fylgihlutur eins og veski. (þess ber að geta að ég starfa hjá Símanum og símar eru ekkert merkileg munaðarvara lengur sem ég á í tvö ár og græt rakaskemmdir, ónei sími er bara eins og veski).
En já ég er feginn að ég skildi aldrei hvernig irkið virkaði... ég er alltaf svo mikil ofstækismanneskja þegar ég slæst í hópinn í einhverju svona... Var mjög sein að fá mér msn, fattaði ekki tilganginn og fannst þetta asnalegt, jafn asnalegt og gsm síminn á sínum tíma. Og nú svo þegar ég er komin með msn þá fer ég ekki útaf því. Ég í hnotskurn...
Athugasemdir
Haha... vá hvað það er gaman að lesa færslu og sjá sjálfa sig algjörlega í henni!
Fyrir utan það að ég var mjög fljót að tileinka mér msn og já, ég var irc-ari... "hæ ask?" - þetta vekur upp margar minningar ;)
Gott líka að vita að það voru fleiri sem lentu í rifrildinu um kókópöffsið og kókið... því jú á mínu heimili var þetta líka keypt eingöngu þegar einhver átti afmæli eða já um jól og páska!
Ég þarf að fara að hugsa um síma meira eins og fylgihluti, þá gæti ég kannski farið að endurnýja þar sem minn er orðinn tveggja ára og ég tími varla að fá mér nýjan fyrst þessi gamli virkar ennþá!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 8.5.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.