Þverpólitísk sambönd

Þverpólitísk sambönd hafa alltaf verið mér afar hugleikin, þá á ég ekki endilega við ástarsambönd, heldur bara hverskyns bönd sem túlka má sem sam-eitthvað.... En ástarsambönd eru mér að sjálfsögðu efst í huga, en ekki hvað!?

Á mínum virkustu Röskvuárum var það mér til dæmis mikið hjartans mál að reyna að koma saman Röskvu-Vöku pari og sjá sambandið standast álagið og jafnvel þróast í í kosningabaráttu! Ég einhleyp og hugguleg stúlka á uppleið bauð sjálfa mig að sjálfsögðu fram í tilraun þessa, enda ævintýragjörn með eindæmum. Féll hugmyndin í ágætan jarðveg röskvumegin og átti ég alveg dygann stuðningshóp varðandi þetta málefni.

Einhvernveginn fannst vökuliðum þetta greinilega ekki jafnspennandi hugmynd eða þá að ég var fullkomlega misskilin, því ítrekað kastaði ég mér í fangið á hverjum piltinum á fætur öðrum en ekkert gerðist, engin viðbrögð. Vökuliðar hafa jú nokkru sinnum vaknað á heimili röskvuliða, og öfugt eftir þverpólitísk partýhöld. Veit ég þó minnst um hvað gerðist áður en vaknað var og því síður hvað gerðist áður en svefninn kallaði, læt ég það því liggja kyrrt mili hluta. Þykir mér þó ástæða til að taka það fram að ég var ekki ein af þessum þverpólitískt vaknandi aðilum.

Eftir að ég hætti í röskvu er fólk þó farið að para sig saman milli fylkinga og þykja mér það gleðitíðindi og hvet eindregið til áframhaldandi blöndunar þessara tveggja hópa. *klappi, klapp* segi ég bara! Þetta fær mig þó til að leiða hugann að því hvort mistökin á sínum tíma hafi falist í að senda mig í þessa pílagrímsför til þverpólitískra sambanda...

Ég mun allavega halda áfram að lofsama þverpólitísk sambönd af hverju tagi og reyna að stuðla að þeim með öllum þeim hætti sem mögulegt er. Það er alveg nauðsynlegt að fara ekki að kasta grjóti í félaga sína hinu megin þó að það líði að kosningum...

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir... og jafnvel meira en það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband