Jæja þá er formlega hafið heilsuátak Sólrúnar 2007, nokkrum vikum á eftir áætlun, en hei betra er seint en aldrei! Ég var svo lukkuleg að Síminn ákvað að senda starfsmenn sína í átak núna fram á vor og gaf öllum starfsmönnum sundkort til afnota. Ég veit ekki hvort þetta tengist mötuneytinu eitthvað... veit heldur ekki hvort meðalþyngd starfsmanna í Ármúlanum er eitthvað ríflegri en starfsmanna á öðrum starfsstöðvum... Við erum allavega öll agalega spengileg þarna í Kringlunni en það má alltaf styrkja sig.
Ég ákvað því að bregða undir mig betri fætinum og taka smá sundsprett í Vesturbæjarlauginni. Lagði rauða Suzuki drekanum mínum milli tveggja Lexusjeppa með leðursætum og leit drekinn hálfræfilslega út greyið í þeirri stöðu... En allavega í sund fór ég! Leið pínu kjánalega spígsporandi á sundlaugarbakkanum í litla, nánast gegnsæja strandbikiníinu mínu sem rétt hylur það allra heilagasta. Efnismeira égeraðfaraísundáíslandi bikiníið mitt varð eftir í einhverju pottpartýinu síðasta sumar og hefur það ekki skilað sér og ég ekki fjárfest í nýju...
Ég synti eins og enginn væri morgundagurinn og náði 700 metrunum áður en tveir heldri menn vel yfir áttrætt hertóku brautina mína með "baksundsmaraþoni" Það var engan veginn pláss fyrir okkur þrjú þarna þótt við færum eftir kúnstarinnar reglum. Ég lét því í minni pokann og kíkti í pottinn. Það er samt allt svo þröngt þarna og pottarnir taka varla meira en þrjár manneskjur í einu. Það voru þrír í öllum pottunum og mér leið eins og ég væri að kasta mér hálfnakinni í fangið á karlmönnunum þremur er voru í pottinum sem ég valdi mér til slökunar. Ég er kannski of meðvituð um sjálfa mig og umhverfið en mér leið ekki vel og slakaði klárlega ekki á með þessa þrjá gaura þarna að strjúkast við lærin á mér, en þeir voru ennþá að rifja upp höstl síðustu helgar og farnir að leggja línurnar fyrir næstu.
Það leið því ekki á löngu að ég tók ákvörðun um að segja þetta gott og vippaði mér fimlega upp úr pottinum. Mér til mikillar skelfingar fann ég þegar upp kom að efnislitla næstum gegnsæja bikiníið var ekki bara efnislítið og gegnsætt heldur líka vel uppi í skorunni.... Ég trítlaði því á hraða ljóssins yfir sundlaugarsvæðið og reyndi laumulega að kippa brókinni aðeins niður í leiðinni... Var stundinni vel feginn þegar ég greip í húninn á baðklefanum og var hólpinn.
En allavega átakið formlega hafið og 700 metrar að baki. Það er ágætisbyrjun, á morgun tek ég 1000 metrana, þeas ef ellismellirnir mæta ekki á svæðið í baksundstjill!
Ég er svo frísk að mig langar næstum bara í skyr og hrökkbrauð með kotasælu, ég ætla að sjá hvað ég finn mér í ískápnum...
Flokkur: Dægurmál | 12.4.2007 | 19:47 (breytt kl. 19:48) | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð, það er svo gaman að lesa bloggið hjá þér - þú ert svo skemmtilegur penni!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:13
Ég veit ekki um aðra starfsmenn í Ármúlanum en ég hef barasta glatað 10 kg síðan ég byrjaði að snæða hérna í mötuneytinu :P
Kv. Þórdís Björg
Þórdís Björg (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:30
Sæl og blessuð Rósa og takk fyrir það! En já maður reynir að halda hressleikanum hérna...
Gott að heyra Þórdís, þetta mál olli mér töluverðum áhyggjum. Fannst eitthvað hljóta að búa að baki þessari sundkorta útdeilingu og heilsuátakshugmyndum Spurning hversu góðar þessar upplýsingar eru þó fyrir mötuneytið....
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 13.4.2007 kl. 11:05
haha, þú ert fyndin. Við ættum kannski að gefa út smásasgnasafn...Sögur úr sundinu! Það er nú meira hvað það gerist alltaf eitthvað asnalegt þegar maður fer í sund!
Hrund (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:19
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!
Sólrún, þú ert kona! Það líkar mér
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.