Samskipti kynjanna

Karlmenn hafa ávallt, síðan ég komst til vits og ára, verið mér ofarlega í huga. Oft eru það einhverjir ákveðnir karlmenn en stundum bara karlmenn almennt. Hefur hegðun og framkoma þessara, bæði ákveðnu og almennu karlmanna, veitt mér mikinn innblástur í skrifum mínum í gegnum tíðina. Hver man ekki eftir gömlu góðu blogspot síðunni minni þar sem fyrirsagnir á borð við: ÉG HATA KARLMENN, KARLMENN ERU AUMINGJAR, EF ÞÚ ERT KARLMAÐUR, FARÐU! voru daglegt brauð. Oftar en einu sinni rataði bloggið mitt í blöðin þar sem mynd af mér birtist undir fyrirsögninni: HATAR KARLMENN. En það var í gamla daga og hef ég aðeins róast með aldrinum. Ég er þó ennþá þekkt fyrir ansi sterkar og miklar skoðanir á hegðun karlmanna gagnvart kvenfólki og er mér tíðrætt um það. Þegar við á spara ég ekki stóru orðin!

Hvað í ósköpunum er það sem ég læt fara svona í taugarnar á mér? Það er góð spurning... Kannski er ég bara bitur einhleyp kona sem hefur áhyggjur af því að pipra í hel, kannski er ég bara bitur stúlka sem fæ aldrei það sem ég vil, kannski er ég bara bitur stúlka sem þarf alltaf að fá þá sem ekki er fáanlegt, kannski er ég í raun bara mjög sanngjörn, óheppin stúlka með miklar skoðanir og tjáningarþörf. Pick one!

Auðvitað geta samskipti kynjanna verið erfið og það er eðlilegt að fikra sig áfram í leit að hinum eina sanna og reka sig á ýmsar hindranir á leiðinni. Sumir eru heppnari en aðrir í þessum efnum og það er bara staðreynd sem stúlka í hamingjusömu sambandi til 10 ára getur ekki maldað í móinn með til huggunar fyrir hinar ekki svo heppnu. Það  þýðir ekkert að segja við einhleypu bitru vinkonurnar, sem ekkert þrá meira en eiginmann til að knúsa og kyssa, að þær finni hinn eina sanna einmitt þegar ekki verið er að leita! Virkar það þannig? Birtist hann bara á tröppunum hjá þér með ábyrgðarpósti þegar þú átt síst von á? Nei held ekki. Auðvitað er kannski eitthvað til því að hlutirnir gerist þegar þú átt síst von á þeim. En ég held einmitt líka að því geti verið öfugt farið. Andvaraleysi getur bara hreinlega valdið því að þú ert ekki viðbúin þeim tilburðum er karlmaður sýnir í makaleit! Þú áttar þig ekki á stöðunni og þá er klúður og misskilningur í uppsiglingu. Það skiptir máli að vera meðvitaður, undirbúin og kunna að taka hlutunum, gera það rétt!

En svo við snúum okkur aftur að því sem fer í taugarnar á mér og veldur þessu sem sumir kalla biturð... Þá held ég bara að sumar konur laði að sér ákveðnar týpur karlmanna, sem hljómar ákaflega eðlilega og allt gott og blessað með það. En það er samt voðalega leiðinlegt ef týpan er hinn óákveðni karlmaður, tækifærissinninn sem telur grasið alltaf grænna hinum megin. Nú eða fjarlægðin gerir fjöllin blá týpan, maðurinn sem vill ekkert meira en vera með þér að eilífu þegar þú ert ekki lengur til staðar. Svikarinn er heldur ekki að gera sig, týpan sem lofar öllu fögru en er svo ekkert nema orðin innantóm. Allt svakalega súrar týpur sem því miður vilja oft púkka upp á mig og ég leyfi þeim það... Góða pilta hef ég ekki viljað sjá! Spurning um að taka sig til og breyta því... Kannski liggur vandamálið í raun bara alfarið mín megin...?

DON´T THINK SO!!!!

en ágætis og réttmæt pæling engu að síður...

Lifið heil sykursnúðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sólrún, varstu að blogga kl. 9 mínútur í fimm að morgni til?

Jólastrympa (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Hahaha Jesús nei! tíminn á þessu er bara eitthvað vitlaus. Þetta var rétt eftir miðnætti. En hinsvegar var ég vakandi til 5 eða eitthvað! Svo dugleg að læra skilurru

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 11.4.2007 kl. 13:36

3 identicon

Já og núna hringirðu eða það er mér að mæta! Þú missir réttinn til röfls ef þú gerir það ekki!

Freyja (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 20:25

4 identicon

sammála seinasta ræðumanni! um að hringja sko, maður má alltaf röfla ;)

Eyrún (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband