Páskahugleiðingar og fullorðinstal

Jæja þá er páskadagur runninn upp gulur og fagur og ég fersk eins og vorvindur þrátt fyrir skrall í gær. 

Í fyrsta skipti í 22 ár (22 segi ég því borðaði ekki nammi fyrstu 3 ár ævi minnar) þá gaf móðir mín mér ekki páskaegg. Þetta eru tímamót í mínu lífi og ég skil þetta eggjaleysi þannig að móður minni finnist ég vera orðin stór. Systir mín 19 ára fékk heldur ekki egg, en hún gjeldur fyrir að vera 6 árum yngri en ég og tapar þar af leiðandi 6 árum af eggjum og barnæsku sem hún hefði getað haldið. Hún er orðin fullorðin á sama tíma og ég. Svo fullorðnar, hún 19 ára og ég 25 ára. Mikil tímamót!  Mér líður næstum eins og ég þurfi að fara að haga mér í samræmi við það. Svo er það aftur á móti spurning, hvernig haga fullorðnir sér, eru þeir sem gleyma að halda í barnið í sér ekki bara dead boring og döll..?

Mamma mín er líka farin að tala um að hana vanti börn til að fara með niður á tjörn... það er bara hægt að skilja það á einn veg! Ég er ennþá bara að leika mér, ekki tilbúin að fara að búa til börn svo mamma komist niður á tjörn. Svo þarf líka tvo til að geta börn, þó reyndar séu um það dæmi í mannkynssögunni að konur hafi eingetið börn...  geri fastlega ekki ráð fyrir því að sagan endurtaki sig með mér...

Ég einhverveginn sé mig bara ekki fyrir mér í þessari stöðu á næstunni, að vagga barni í svefn, stúlka eins og ég sem ennþá sefur með bangsa og með klósettljós af sjúklegri myrkfælni og móðursýki. Móðir mín verður því líklega að sætta sig við að hinkra aðeins eftir tjarnarferðum eða fá lánuð börn til þess einhversstaðar.

Og ég held í barnið í mér og mun varðveita vel og lengi! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barneignir, hvað er það?    .... ég bora ennþá í nefið og hlæ að prumpubröndurum ....

Jólastrympa (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Eva María Hilmarsdóttir

Já það þarf nú vissan undanfara...

Eva María Hilmarsdóttir, 10.4.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband