Æ hvað ég sé fram á huggulegt kvöld.... Byrjaði á að "elda" mér núðlusúpu, tók gourmet útgáfuna í þetta sktiptið. Gourmet útgáfan felur í sér að súpunni er skellt í pott, ekkert örbylgju/hitakönnu kjaftæði. Svo er súpunni breytt í dýrindis núðlurétt með því að skella nokkrum ostsneiðum yfir núðluhrúguna og hræra vel í. Þá er dassi af ítölsku hvítlauskryddi stráð yfir og jafnvel ef vel liggur á þá má fullkomna máltíðina með því að hrista yfir örlítið af rifnum parmesanosti! Bjútífúl!
Súpuna skóflaði ég í mig yfir heilahjáveituaðgerð þar sem opna þurfti brjósthol með rifjaglennu í miðri aðgerð til að koma í veg fyrir hjartastopp. Þetta var víst rosa aðgerð og tók ansi mikið á McDreamy, enda var þetta gömul vinkona hans (Ég var semsagt að horfa á Grey´s anatomy ef einhver er ekki að átta sig). Ég var svo heppin að stöð 2 er að sjónvarpa opinni dagskrá þessa dagana og því gat ég horft aftur á 18 þátt af Grey´s. Og heppnin er með mér í kvöld því með tilkomu Tvoadsl lyklilsins míns þá get ég stillt á Skjá einn plús og horft á einn "gamlan" af OC þrátt fyrir sama dagskrártíma. Jibbí!
Og þetta er ekki búið.. því að þessu loknu þá dettur CSI inn ten o´clock. Vúbbídú!
Guð veit hvað ég geri eftir það, kannski ég skelli mér bara á rúntinn með með nýja Doro fm sendinum mínum sem sendir tónlistina úr mp3 sony bauninni minni beint í útvarpið í bílnum á bylgjulengd 88,3. Þvílíkur munaður. Ipod/Itrip hvað? Tónlist að eigin vali í rauða drekanum. Svona á þetta að vera, eintómur lúxus.
Já svona tekst manni að eyða kvöldi í allt annað en að læra... Ágætis afrek...
Jæja vandræði Ryans og Taylor kalla!
Athugasemdir
Það er skal ég segja þér, fáránlega sniðug græja. Doro er semsagt merkið á vörunni. Maður stingur sendinum í samband við mp3 spilara og svo bara sendir Doro sendirinn tónlistina mína þráðlaust beint í útvarpið í bílnum!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 5.4.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.