Samkvæmt minni rannsóknarvinnu þá ríkir ekki skemmtileg deitmenning á Íslandi, hún bara ríkir reyndar ekkert því hún er ekki til! Jú það eru kannski einhverjir sem kunna þetta fag og stunda af mikilli lipurð en þeir eru án efa mikill minnihlutahópur. Og nú er ég eingöngu að notast við þær upplýsingar sem ég hef frá heimildarmönnum mínum. Sjálf myndi ég ekki segja að ég hefði farið á mörg deit í gegnum tíðina, einhver hafa þau verið og þá gengið misvel... aðallega mis.. Einhvernveginn finnst mér hlutirnar alltaf bara ganga betur ef maður sleppir deitinu. Sem felst þá í að maður bara byrjar með vinum sínum eða kynnist einhverjum og byrjar að hanga með honum... svona eins og fólk hangir... og svo bara allt í einu er maður par, ekkert deit, ekkert vesen!
Ég er svo tens stundum í samtskiptum við fólk af hinu kyninu að ég þegar ég þarf að fara að halda uppi vitsmunalegum samræðum án samræðis á svokölluðu formlegu deiti þá kyngi ég karakternum mínum og gleypi loft með. útkoman er agaleg, ég segi hluti sem fá mig til að langa að klæða mig úr skónum og berja sjálfa mig í hausinn með honum þangað til ég missi meðvitund. Nú eða þá að ég segi bara yfir höfuð ekkert og gaurnum finnst ég þar af leiðandi álíka spennandi og stóllinn sem ég sit á og var búinn að gleyma því að hann þurfti einmitt að fara annað klukkan 9! Bless!
Ég væri rosalega til að geta farið eðlileg á deit og skemmt mér vel án þess að vera með í maganum allan daginn og gubba svo af stressi hálftíma áður. Það er mjög átakanlegt og því reyni að forðast það sem heitan eldinn að fara á formlegt kaffihúsadeit. Fyrir mig er það eins og hrein og klár aftaka! Það má ekki kallast deit eða líta út eins og deit, það er bara ekki að ganga fyrir mig.
Bækur eins og Súperflört gera lítið gagn, enda kenna þær manni bara að tæla, fikta í hári, snerta höku, eiga salinn og allt það. Svo er maður bara skilinn eftir í lausu lofti með framhaldið! Jú bókin Súpersex er líka til en hvar er miðjuhlutinn, hvað er á milli flörtsins og sexins? Það vantar eitthvað þarna á milli sem ég væri til í að læra. Það er einmitt rosalega íslenskt! Flört oooog svo sex! Búið!
Spurning hvort eitthvað frumlegra en kaffihúsa eða bíóferð myndi gera eitthvað meira fyrir mig, fá mig til að slaka á. En við búum á Íslandi og það getur verið afar takmarkandi. Hvað er hægt að gera á deiti? Ég held að utanaðkomandi aðstæður valdi því að Íslendingar eru arfaslakir deitarar. Við höfum ekki réttu aðstæðurnar til að skapa vel heppnuð, rómantísk deit. Því er nú ver og miður!
Athugasemdir
Ég þarf engan forleik! ég þarf bara deit án magapínuog gubbs!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 03:28
Stefnumót eru leiðinleg, ég þoli ekki stefnumót Þau eru yfirborðskennd og leiðinleg ... svona kurteisissamræður sem ná skammt .... ég er fylgjandi því að hanga og byrja með vinum sínum, það er miiiiiiklu auðveldara! Eða að almætti geri gat á himinninn og sendi mér eitt stykki eiginmann sem er sérsniðinn fyrir mig, það væri hentugast. Fleira var það ekki .... deit fá ekki mitt atkvæði!
Jólastrympa (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:21
sennilega satt og rétt...nema bullið um að við höfum ekki aðstæður til að deita. Kommon! Heiðmörk, Esjan, Bláa Lónið, sundlaugar, Bingó í Vinabæ, göngutúr í kringum tjörnina, fjöruferð, línuskautar/hjól, dagsferð austur fyrir fjall, ísbíltúr....endless possibillitís. Hins vegar eru Íslendingar svo miklir fýlupúkar og svo yfir-meðvitaðir um sig að þeir þora aldrei (fæstir) að gera neitt frumlegt!
Hrund (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:27
Heyr, heyr Hrund! Bara spurning um hugmyndaflug!
Dóra (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.