Ég uppgötvaði í gær mér til mikillar ánægju að það er hinn fínasti glasahaldari í bílnum mínum! Bílinn keypti ég í byrjun janúar... Ég er búin að bölva þessu glasahaldaraleysi svona 117 sinnum og röfla um það mikið við hina ýmsustu farþega í bílnum hverju sinni hvurslags mishönnun það sé að hafa ekki glasahaldara í öllum bílum. En svo í gær fór ég eitthvað að taka til í bílnum, tína rusl í poka og rek mig í öskubakkann að ég hélt! En nóbb! Út skúbbaðaðist þessi líka vel stöðugi, tvöfaldi glasahaldari!
Annars þá átti litli bróðir minn, hann Róbert (sem ekki er lengur svo lítill því hann stækkar og stækkar) afmæli í dag. 16 ára strákurinn og pabbi er víst búinn að finna handa honum ökukennara. Vonandi er hann eitthvað skárri en ökukennarinn sem hann fann handa Dagnýju systir minni fyrir 3 árum. Það var gömul kona sem hrökk uppaf sökum elli daginn sem hún tók prófið! Hún var víst alltaf svo upptekin við að keðjureykja að Dagný varð sjálf að finna út hvernig hlutirnir virkuðu í svona bílum...
Ég gaf drengnum Draumalandið í afmælisgjöf, það er fyrsta skref mitt í að bjarga heiminum ( ég ákvað að reyna markvisst að stefna að því að bjarga honum eftir að hafa séð heimildarmyndina hans Al Gore í gær, An inconvenient truth). Bróðir minn er fínn kandídat í stefna að þessu með mér enda harðpólitískur vinstrimaður og einn gáfaðasti og viðráðanlegasti 16 ára krakki sem til er!
Ég ákvað að skella hérna með mynd af okkur systkinunum frá síðustu jólum. Til gamans má geta að svona mynd hefur verið tekin af okkur saman frá því að við öll hófum tilveru okkar hér á jörð. Alltaf fyrir framan jólatréð hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld... Nema hvað.. nú sést ekki lengur í tréð...
Athugasemdir
Þetta er samt vond mynd af mér.... en sú skásta af okkur saman... Að ná okkur öllum góðum á mynd er hægara sagt en gert!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 28.3.2007 kl. 00:17
Litli bróðir stærstur
Jóna Á. Gísladóttir, 28.3.2007 kl. 13:03
Gaman er þá líka að vekja athygli á því að ég er á háum hælum en þau bæði á sokkaleistunum!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 28.3.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.