Ungur maður sagði við mig á árshátíð Símans að ég væri eins og ævintýraprinsessa! Ég sármóðgaðist, sagði honum að eiga sig og strunsaði burt! Þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því að í bleikum síðkjól væri ég meira sæt og saklaus heldur en svöl og sexý þá þótti mér þetta óþarfa komment og langaði ekkert að vera spurð hvar dvergarnir 7 væru... eða hvort ég þyrfti ekki að fara að drífa mig heim, því klukkan nálgaðist miðnætti... ég varð því bitur um stund...
þarna er ég að vera bitur um stund... og Freyja að setti upp stút...
En svo varð allt gott aftur og við fórum að dansa, ég í bleika síðkjólnum sem þvældist um allt og á endanum reif ég neðan af honum lufsið sem allir voru búnir að troða á og tæta í sundur... kjólinn þarf semsagt að falda upp á nýtt fyrir næstu mannamót.
Karlmenn höfðu afskaplega mikla þörf fyrir að taka mig upp, veit ekki hvort það var kjóllinn... ævintýri eitthvað... prinsessur...
fyrst var það Ari....
Svo Steini, honum gekk ekki jafn vel... og ég endaði á hvolfi... af því náðist því miður ekki mynd
Ævintýri bleika síðkjólsins enduðu í miðbæ Reykjavíkur þegar kápunni minni var stolið á Barnum. (Rosa góð pæling að fara í kjólnum í bæinn) Ég strunsaði því út af Barnum og niður allan Laugaveginn á kjólnum einum fata með litla samkvæmisveskið mitt. Fólk vék úr vegi mínum, ekki skrýtið... hugsa að ég hafi komið ansi undarlega fyrir sjónir í þessari múnderingu í slyddunni um hávetur í Reykjavík... Þarna vantaði bara að ég tapaði glerskónum...
Athugasemdir
miðað við það að planið var að koma þér á hvolf þá gekk það furðu vel ;)
steini (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:14
Ég myndi taka því sem hrósi að líta út eins og ævintýraprinsessa... svo lengi sem hin kommentin um dvergana og háttatímann fylgdu ekki með!
Freyja (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:02
öss já, deffinettlí hrós. Skemmtileg færsla samt:)
Hrund (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:22
Já þetta átti líka að vera hrós, ég var bara eitthvað viðkvæm á þessum tímapunkti. Allar stelpurnar voru svo miklar gellur nema Sólrún hún var prinsessa! Karlmenn vilja gellur, ekki prinsessur, þær eru í stórum kjólum og eru vesen
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 14:27
Og já ég gleymdi að taka það fram að yfirleitt er ég eins og mamma segir.... SNÚIÐ ROÐ Í HUNDSKJAFTI..
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 23:59
Haha já ekkert mál. Ég er einmitt að fara á eina árshátíð á föstudaginn, kannski ekki alveg jafn mikill klassi en klassi þó. Enda alltaf klassi yfir Röskvunni, hvort sem það er á árshátíð eða öðru. Enginn bleikur síðkjóll samt
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 21.3.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.