Valentínus hvað?

Í gær var Valentínusardagurinn og allt gott og blessað með það! Eftir að hafa verið kæfð, kaffærð og drekkt í auglýsingum um krúttlega bangsa, blómvendi og hjartalaga konfektöskjur þá skundaði ég gremju minni og biturð, þrælkvefuð með fullan hausinn af hori niður í konfektbúð. Þar sérvaldi ég mér, af mikilli kostgæfni, 10 mola af unaðslega góðu og silkimjúku belgísku konfekti. Afgreiðslukonan setti molana snyrtilega í fallega gjafaöskju og spurði hvort ég vildi skrautborða utan um hana. Ég gleymdi mér yfir glitrandi og marglitum borðum en rak augun svo í spjald þar sem stóð að rukkað væri sérsaklega fyrir skrautborða... Hugsaði í skyndi að það væri nú óþarfi að spreða í borða fyrst ég ætlaði bara að gúffa þessu öllu í mig sjálf. Sagði því við afgreiðsludömuna með ástfangið bros á vör: nei veistu, ég held ég eigi borða heima, ég föndra bara eitthvað sætt, það er miklu persónlegra...  HALLÓ! Sólrún... Fannst ég eitthvað lúkka illa og ódýr eitthvað yfir því að tíma ekki að kaupa borða handa "elskunni" minni á degi elskenda, svo ég laug þessu kjaftæði upp í opið geðið á henni og fór svo flissandi út úr búðinni yfir vitleysunni í mér...

Kvöldið var eðalfínt, skellti mér með eðaldömunum Eyrúnu og Freyju á Vegamót og borðaði þar eðalfínan mat. Fórum svo heim með góða ræmu í tilefni dagsins og gúffuðum í okkur dýrindis konfekti. Þetta var sko alveg eðal, held ég hafi aldrei átt betri valentínusardagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband