Ég fíla Pál Magnússon, hann var ákaflega svalur og hress í fyrirlestri sínum í morgun. Hann var reyndar ekki með bindi og skyggði það eilítið á framkomu hans og fas. Hann er svo traustvekjandi með góðan windsor.
Hann var mjög málefnalegur og kom inn á marga fína punkta varðandi eignarhald á fjölmiðlum og hvernig best er að reka ríkisrekin fjölmiðil á borð við RÚV. Maðurinn er hokinn af reynslu í bransanum og ætti því að vita hvað hann er að tala um.
Gaman að því líka hvernig hann kom inn á það mál að stjórnmálamenn sem lenda í útreið fjölmiðla, yfirleitt af réttmætri ástæðu, halda oftast að fjölmiðlar séu í samsæri gegn sér, jafnvel að helstu áhrifamenn í bransanum hittist reglulega á morgunfundum, mauli kleinur og plotti hvernig og hvern þeir taki fyrir næst. Páll fullyrðir að svona virki bransinn ekki. Hann lumaði meira að segja á einni stórkostlega góðri sögu um þetta mál en bað okkur samt um að vera ekkert sérstaklega að hafa hana eftir sér.... Svo ég mun ekki birta hana hér. Ef þið eruð spennt þá gæti ég samt kannski tekið hana maður á mann í góðu geimi.
Hannes var að sjálfsögðu í essinu sínu en var þó sammála Páli í mörgu. Þetta var hinn skemmtilegasti tími og ég bíð spennt eftir næsta fyrirlesara.
Flokkur: Dægurmál | 30.1.2007 | 11:28 (breytt kl. 11:33) | Facebook
Athugasemdir
He he, kannast við þetta:) É é é, mi mi mi...pant maður á mann!
Hrund (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:32
Já Hrund mín! Ég skal svo sannarlega maður á manna þetta við tækifæri
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 30.1.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.