Ég hef aldrei verið morgunhæna. Að vakna fyrir hádegi er oftast dauði og djöfull fyrir mér og til að geta komist fram úr á skikkanlegum tíma, í vinnu og skóla, þá þarf ég að stilla vekjaraklukkuna klukkutíma fyrir áætlaða fótaferð. Ég verð að snúsa! Ég get ekki farið að fætur nema eftir að minnsta kosti hálftíma snús! Það er bara ekki að ræða það! Þegar kemur að vöknun er ég bara F manneskja og hef alltaf verið...
Þangað til núna nýverið... Nú er ég farin að mæta í skólann klukkan átta tuttugu að minnsta kosti þrisvar í viku og til þess að það gerist stilli ég vekjaraklukkuna á sjö núll núll.... og drullast fram úr um hálf átta... Það merkilega við þetta allt saman að ég actually fer á fætur! Ég er að drepast úr þreytu og samankrumpuðum augum á hverjum einasta morgni en ég skal á fætur og það tekst! Þetta er bara eitthvað sem á allri minni morgunskólagöngu hefur verið mér lífsins ómögulegt.
Ég skil bara ekki hvaðan þessi ofurfídonskraftur kemur allt í einu! Hann hefði alveg mátt koma yfir mig aðeins fyrr. Það hefði verið voða fínt.
Það gæti átt stóran þátt í þessu morgun F-i mínu að ég er mikil nátthrefna(og já ég veit að hrefna er ekki karkyns hrafn) finnst bara svo gaman að tala svona í kvenkyni Ég á það til að dröslast og vesenast í einhverjum mismikilvægum verkefnum langt fram eftir nóttu þrátt fyrir grútsyfju og almenna myglun.
Ég er ennþá í þessu næturbrölti en vakna samt af krafti á morgnanna sem gerir það að verkum að líklega er ég ekki að fá nægan svefn... Staðan er samt orðin þannig að ég er farin að vakna um hádegisbil um helgar til að setja í þvottavél og eitthvað álíka undarlegt... Kannski að svefnþörf mín hafi minnkað til muna á nýju ári...? Það væri alveg ágætt, það lengir sólarhringinn og það er kostur
Athugasemdir
Hmm, ég veit svarið. Bíllinn er svarið vina mín. Með tilkomu bílsins míns öðlaðist ég nýjan og óvæntan kraft til að koma mér út úr húsi á morgnana. Ég telst reyndar ennþá ö+ manneskja, en weelll...
Hrund (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 22:41
Já maður, auðvitað er það bíllinn! Hann opnaði nýja vídd í lífi mínu. Verst að ég skuli ekki hafa fjárfest í slíkri rennireið fyrr!
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 27.1.2007 kl. 12:55
Takk fyrir síðast:)
Hvernig er það...er maður ekkí nógu kúl fyrir síðuna þína nema maður sé Moggabloggari með mynd af sér? Ha? Ég er í besta falli sármóðguð...:P
Hrund (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 18:51
Nei nei mín kæra ég er að vinna í tenglalistanum mínum sko. Hann kemur hérna inn á síðuna von bráðar...
En annars takk fyrir síðast maður! Þetta var afar hresst
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 28.1.2007 kl. 20:09
Nei nei mín kæra ég er að vinna í tenglalistanum mínum sko. Hann kemur hérna inn á síðuna von bráðar...
En annars takk fyrir síðast maður! Þetta var afar hresst
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 28.1.2007 kl. 20:10
Híhí, já...eiginlega bara frekar hresst sko :)
Hrund (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.