Góðir vinir eru gulli betri

Gleðin staldraði ekki lengi við hjarta mínu... Ég er jafnsorgmædd og döpur núna og ég var glöð og hamingjusöm í síðustu viku.

Það þarf ekki nema einn hlut, ein stoð í lífinu að bresta og þá hrynur allt, allt sem mér fannst gefa lífinu gildi og gerði mig hamingjusama hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það er engin gleði lengur, ég sit bara ráðvillt og einmana með spurningar á borð við; hversvegna, hvað ef, afhverju, hvernig.... Með nístandi sársauka og tómleika í hjartanu og lækning virðist órafjarri.

Svona líður mér núna, það getur enginn sagt mér að hætta þessari sjálfsvorkunn og aumingjaskap og bent mér á að margir hafi það mun verra en ég. Þetta eru mínar tilfinningar og fyrir mér eru þær hindrun sem ég get ekki yfirstigið í augnablikinu. Svo stór hindrun að frekar en að reyna að finna leið til að komast yfir hana þá sit ég fyrir framan hana og velti því fyrir mér hvernig ég geti farið til baka. Hvernig ég geti snúið við og sleppt við þessa hindrun sem dregur úr mér allan kraft og gleði.

En ég á bestu vini í heiminum sem reyna allt fyrir mig að gera. Allt sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda mér lífið og koma mér af stað á ný. Stanslaus dagskrá hefur staðið yfir síðustu daga. Allskonar meðferðir og úrræði við ástarsorg. Góður matur, kaffihús, fatakaup, kósýheit og nammiát, gjafir sem ylja mér við hjartarætur og á tánum líka reyndar. Allt saman ómetanlegt á erfiðum stundum. Ég er sannfærð um að gleði þeirra og einlægur vilji til að mér líði betur muni á endanum veita mér þann kraft sem ég þarf til að rífa mig uppúr þessu. Það verður erfitt og tekur tíma en ég trúi að það takist.

IMG_0817

Takk fyrir allt kæru vinkonurSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Og það er sko nóg framundan! Íslenska undankeppnin í Eurovision, afmælissaumódjammið hennar Dorisar, flutningar mínir og saumó í kjölfarið ... svo fátt eitt sé nefnt!  ....vúbbídúa! Partí partí

Jólastrympa (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:01

2 identicon

Svo ertu alltaf velkomin til okkar Garðars í vídeógláp eða kaffitár úr nýju kaffivélinni okkar.  Mundu svo bara að karlmenn eru fífl og það þýðir ekkert  að reiða sig á þá! Þú verður hætt að syrgja áður en þú veist af  

Kristín T (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:02

3 identicon

Takk, takk enn og aftur kæru vinir  Og já Kristín, þið megið alveg búast við því að ég banki uppá á næstunni. Þetta hljómar allt saman alveg óskaplega vel!

solrun (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:23

4 identicon

Já já, og svo manstu að HELGIN er að koma ;) (muhahaha)

En svona án gríns. Auðvitað getur maður ekki losað sig við vondar tilfinningar einn, tveir og sjö...en maður getur einbeitt sér að því að horfa á allt það góða til að flýta ferlinu.  Og hananú! (sagði hænan og lagðist á bakið, AAAHAHAHAHAHHAHAH....)

Fimmauradrollan (stuuuuðbó) (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Ég er að spá í taka mér þessa hænu til fyrirmyndar

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 18.1.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband