Gleði líf mitt er!

Þvílíkur unaður hverja stund er að eiga bíl! Maður þarf aldrei að velta fyrir sér hvernig maður kemst á áfangastaði, maður þarf aldrei að eiga klink, maður þarf aldrei að reikna út cirka hvenær maður þarf að fara út úr húsi, maður fer bara út þegar maður er tilbúinn, maður má hafa allt það drasl í bílnum sem maður vill og enginn skiptir sér að því, engar kvaðir, ekkert rifrildi.... Bara minn bíll! Minn tími!

Ég keypti mér semsagt bíl í fyrradag, eldrauðan Suzuki Swift dreka sem er heil 58 hestöfl! Afar lekker og smart eðalkerra. Líf mitt hefur einfaldast svo mikið á síðustu tveimur dögum að það er ótrúlegt, ég er að tapa mér í eilífri gleðiSmile

Og svo er ég að byrja í skólanum á mánudaginn, fyrsta sinn í laaaaangan tíma sem ég actually sé fram á að mæta í tíma og vera dugleg! Ég er svo fáránlega spennt að mér líður eins og 6 ára krakka sem bíður fyrsta skóladagsins. Það liggur við að ég kaupi mér nýja tösku og pennaveski... Ég ætla allavega að versla mér bækur á morgun! íííííík.... ég er svo spennt! Ég er byrjuð að kíkja yfir ítarefni sem komið er á netið í einu námskeiðinu og get ekki beðið eftir að mæta í tíma.

Ykkur finnst ég kannski kjánaleg... En ég er svo sjúklega hamingjusöm yfir öllu þessa dagana að svona er þetta bara. Allt svo skemmtilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski verður árið 2007 ár gleði og hamingju, hvur veit!

Og já, ég var að hlusta á Eurovisiondiskinn 2006 (þennan íslenska) og er að tapa mér í eftirvæntingu fyrir íslensku undankeppnirnar! Ertu memm í því?  

Hvað segir þú og aðrar strympur um Eurovisionáhorf í nýju íbúðinni minni? ...eða þinni? :D

Jólastrympa (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 15:25

2 identicon

JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ áhorf þeink jú verrí mödds!!!!  Helga, ERTU FLUTT???????

 Og gaman að þessari hamingjugnótt þinni Sólrún mín:)

Hrund (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 23:26

3 identicon

og b.t.w. Sólrún. Æði að þú ert farin að blogga aftur, en mikið ferlega er kommentakerfið á þessu bloggi ógeðslega leiðinlegt. Úff!

Hrund (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Ég mæli klárlega með því að þú kaupir kassaskólatösku!

Agnar Freyr Helgason, 12.1.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband