Jájá er ekki fínt að byrja bara aftur að blogga svona á tímum svartasta skammdegis og sívaxandi kreppu, held það nú!

Fór í síðasta prófið mitt í HÍ í dag (vonandi allavega! *krossafingur, krossafingur*) og líka það allra, allra leiðinlegasta. Gagnagreining, sambönd og fylgnistuðlar, gubb.. Áttaði mig á því mér til mikillar skelfingar kl. 09:01, eða þegar ein mínúta var búin af prófinu, að ég hafði gleymt reiknivélinni minni heima! Mér sortnaði fyrir augum og fékk allsvakalegar hjartsláttatruflanir af geðshræringu áður en ég gat með grátstafinn í kverkunum spurt indæla, indæla yfirsetumanninn hvort það væri möguleiki að redda, með einhverjum ráðum reiknivél handa mér, grát... Hvað haldiði að maðurinn hafi dregið upp úr töskunni sinni!? Taramm! Þessa líka fínu reiknivél, jeij! Ég hætti því að snökta og hófst handa við að reikna prófið eins og vindurinn.

Annars þá áskotnaðist mér þessi líka fíni örbylgjuofn um daginn. Ég nenni alveg engan veginn að útskýra það hvernig ég eignaðist hann enda munu fáir skilja mig. En hann er minn! Og nú örbylgja ég allt áður en ég set það upp í munn og ofan í maga. Er búin að prófa mig áfram með hinar ýmsu örbylgjupizzur og svo hitaði ég gamlar kleinur upp um daginn, þær voru sko betri en nýjar svona örbylgjaðar! Keypti mér svo butter örbylgjupopp áðan og núna í þessum skrifuðu orðum er ég einmitt að poppa það upp. Það er alveg drulluvond lykt af því, einhver svona gubbufýla... en hinkrið aðeins... mmm það er mjög gott! Og viti menn það eru meira að segja færri kalóríur í þessu butter stöffi heldur er venjulegu söltuðu! Hver hefði trúað því? Jahh ekki ég allavega, fyrr en núna...

En jæja ég ætla að horfa á ANTM og gæða mér á þessu dýrindis poppi..

Later! 


Bloggfærslur 3. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband