Lífið í Kína

Jæja loksins er netið komið í gang og ég fékk alveg fiðring í magann þegar ég kveikti á tölvunni í fyrsta skipti hérna úti.. Svona er maður klikkaður!

Við erum búnar að standa í miklu basli við að reyna að komast í þvottahús, höfum alltaf komið að læstum dyrum og staðan á mér var orðin þannig að ég bara átti ekki eina einustu spjör að fara í. Maður þarf að skipta um föt svona 3svar á dag hérna ef manni á að líða vel. Bara að rölta út í búð sem er rétt handan við hornið þá svitnar maður um lítra eða svo... very næs... Í dag dönsuðum við því stríðsdans með þvottapokana okkar þegar laundry-ið var loksins opið. En þar sem neyðarástand hafði nú þegar skapast þá fjárfestum við líka í þvottagræjum, bala, þvottaefni og herðatrjám til að geta skolað og mulið úr nokkrum flíkum..

Lífið gengur annars bara sinn vanagang. Eins mikinn vanagang og það getur gert þegar maður er í Kína. Á morgnanna förum við í skólann og erum þar til hádegis. Eftir það leggjumst við annaðhvort í hitamóki inn á herbergi með loftkælinguna í botni eða reynum að dröslast eitthvað í bæinn að skoða mannlífið. 

Við Freyja gerðum einmitt reyfarkaup á skóm hérna í gær, prúttuðum á veskjum og svo keyptum við okkur allar aðeins meira af perlum. Maður á aldrei nóg af perlum sko. Í kvöld er svo planið að kíkja aðeins út á lífið, fá okkur eins og einn öllara. Þann fyrsta í ferðinni! Ætlum að byrja á að fara á Brasilískt steikhús sem látið er afar vel af. Hlaðborð þar sem þú getur bókstaflega étið þangað til maturinn flæðir út um eyrun á þér. Me like!

Ég er með stærsta moskítóbit veraldar á lærinu, hélt á tímabili í gær að það þyrfti bara að taka af mér fótinn við nára, þetta leit svo illa út. En þetta er sem betur fer að hjaðna svo ég held limum í bili...

Hef þetta stutt í dag og læt fylgja með tvær myndir af okkur skvísunum.  Kína

Hér að ofan erum við einhverjum garði sem er frægur fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað er því gædinn talaði bara kínversku... Og allar upplýsingar í garðinum voru líka bara á kínversku. 

Kína1

Og hérna erum við í heimsókn hjá kínversku fjölskyldunni. Takið eftir því hvað mamman er hrikalega kát :) Strákurinn trúði okkur einmitt fyrir því að hún væri húkt á fjármálarásinni og væri að missa sig í hlutabréfa kaupum og sölu. Krúttleg tjéllingin... 

 

Ps. Merkilegt hvað manni finnst hlutir verða mikilvægir og bókstaflega bráðnauðsynlegir þegar maður fær þá ekki á hverju horni. Við Freyja misstum okkur td yfir því þegar við fundum m&m og snickers í frysti í búð hérna í grenndinni! Eyrúnu fannst það ekki eins spennandi.. og fékk sér bara kínverskt chew it nammi. Hún hefur líka búið í Japan í tvö ár og er því kannski vanari í bransanum:)


Bloggfærslur 18. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband