Fangi á eigin heimili...

Ég bý ein og þykir það voðalega notalegt, maður getur haft allt eins og manni sýnist og striplast um þegar manni hentar. Ég geri mikið af því, nágrönnum mínum örugglega til mikillar ánægju. Þar sem nýlega gerði ég þá uppgötvun að í fullri dagsbirtu, sem er soldið mikið af þessa dagana, þá er ein gardínan hjá mér nánast alveg gegnsæ. Þetta er eitthvað sem ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir enda með dregið fyrir og gerði þannig bara ráð fyrir að ég væri njóta friðhelgi einkalífsins en ekki að bera mig fyrir alþjóð. Þetta fer meira að segja versnandi... því vaxandi sól og nýjum nágrönnum fylgja leikandi börn, í mínum garði!!! Og börnunum fylgja fullorðnir menn í fótbolta, enn og aftur í mínum garði!!! Sem gerir það að verkum að nú þarf ég að klæða mig inni á glugglausa baðherberginu mínu áður en ég hætti mér fram í stofu til að verða ekki vinsælasta manneskjan í götunni. Ég kveð stripldagana mína með söknuði og líður eins og fanga á eigin heimili, ég tala nú ekki um þegar stofuglugginn hjá mér er notaður sem fótboltamark! Fyrsta mál á dagskrá eftir próf er að fjáresta í nýjum gardínum...

Og ef að nágrannarnir mínir voru ekki búnir að uppgötva gegnsæju gardínuna mína þá ætla ég rétt að vona að þeir lesi ekki bloggið mitt og komist að hinu sanna... 


Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband