Kína beibí! 56 dagar...

Júróvisjón... ég ætla ekki einu sinni að ræða það sko, nema bara örlítið. Við erum að tala um að SLÓVENÍA og GEORGÍA hafi komist áfram! Georgía er sko ekki einu sinni í Evórpu, ekki þannig séð. Já manni bara fallast hendur. Leiðindapúkar þarna í Austur-Evrópu, við skulum nú aðeins þroskast og sjá að Evrópa er meira en bara austanmegin, aðeins meira en gömlu Sovétríkin. Ég segi bara eins og Norsararnir sungu um árið: Kammán, kammán!

Svo sitja þessir austur-evrópsku klárlega heima hjá sér núna og flissa yfir vitleysunni í sér... En jæja það er ekki hægt að vera bitur yfir því, ég ætla að halda með Lettlandi eða Makedoníu, þó að þau séu í Austur-Evrópu, það eru þó allavega ágætis lög. Hef Svíana líka með á listanum fyrir skandinavísku taugarnar.

 

En að öðru... Það er bara eitt sem á að gera við fólk sem er búið í prófum og grobbar sig af því, flá það og steikja!

Annars er ég bara hress.... eftir 56 daga verð ég líklega stödd á Charles de Gaulle flugvellinum í París... bara í örstuttri millilendingu frá London til Shanghai... það er svolítið ljúft að hugsa um, bara vægast sagt svolítið. Og eftir 57 daga verð ég byrjuð að læra kínversku við háskólann í Ningbo í Kína. Þetta hljómar allt afar ótrúverðugt í mínum eyrum núna en biðtíminn er rúmlega hálfnaður. Flugmiðar voru pantaðir fyrir rúmlega 4 mánuðum, alveg hreint ótrúlegt að kjánaprikið ég, sem geri aldrei neitt flippaðra en að sofa öfugt í rúminu mínu, sé á leið hinumegin á hnöttinn að læra kínversku! Já hver hefði trúað því?

 


Bloggfærslur 11. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband