How to lose a guy in two hours

Klöppum fyrir litla Samsung símanum sem vistar ekki skilaboð nema þú veljir send AND save!

Klöppum fyrir stúlkunni sem gerði líf sitt bærilegra með því að velja bara send!

Já maður var ansi hress þessa helgina... Svona í hressara lagi myndi ég segja... Það geta nokkrir vitnað um það.

Mig langar að taka ykkur í smá kennslustund í How to lose a guy in two hours!

Það eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að hafa á hreinu til þess atarna. Ég er hokin af reynslu í bransanum. Reynslan er þó ekki tilkomin af góðu og ég myndi ekki segja að hún væri jákvæð. Tilfellið ég er bara klaufaskapur og misskilningur.

En hér eru nokkrar góðar hugmyndir sem hægt er að nýta ef þú actually vilt lose a guy in two hours! 

Vera alltaf að senda öðrum gaur sms á meðan þú ert að tala við hann.

Tala um fyrrverandi kærasta

Leyfa vini hans að daðra við þig

Ræða gamalt höstl, bæði þitt og hans

Vera rosalega áberandi spennt fyrir öðrum gaurum í kring

Senda honum sms og kalla hann hóru

Senda honum dramtískt sms

Senda honum mörg sms

senda honum löng sms

Vera með afar ókvenleg dólgslæti og hávaða

Gera lítið úr honum og öllu sem hann segir

Já ég myndi segja að þetta væru þau grundvallaratriði sem fínt er að kunna skil á. Annað hvort til að forðast eða nýta. Fer allt eftir því hver aðgerðin er og hvort gaurinn sé spennandi.

Vona að þetta komi að góðum notum, njótið vel 

 


Bloggfærslur 1. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband