Samkvæmt minni rannsóknarvinnu þá ríkir ekki skemmtileg deitmenning á Íslandi, hún bara ríkir reyndar ekkert því hún er ekki til! Jú það eru kannski einhverjir sem kunna þetta fag og stunda af mikilli lipurð en þeir eru án efa mikill minnihlutahópur. Og nú er ég eingöngu að notast við þær upplýsingar sem ég hef frá heimildarmönnum mínum. Sjálf myndi ég ekki segja að ég hefði farið á mörg deit í gegnum tíðina, einhver hafa þau verið og þá gengið misvel... aðallega mis.. Einhvernveginn finnst mér hlutirnar alltaf bara ganga betur ef maður sleppir deitinu. Sem felst þá í að maður bara byrjar með vinum sínum eða kynnist einhverjum og byrjar að hanga með honum... svona eins og fólk hangir... og svo bara allt í einu er maður par, ekkert deit, ekkert vesen!
Ég er svo tens stundum í samtskiptum við fólk af hinu kyninu að ég þegar ég þarf að fara að halda uppi vitsmunalegum samræðum án samræðis á svokölluðu formlegu deiti þá kyngi ég karakternum mínum og gleypi loft með. útkoman er agaleg, ég segi hluti sem fá mig til að langa að klæða mig úr skónum og berja sjálfa mig í hausinn með honum þangað til ég missi meðvitund. Nú eða þá að ég segi bara yfir höfuð ekkert og gaurnum finnst ég þar af leiðandi álíka spennandi og stóllinn sem ég sit á og var búinn að gleyma því að hann þurfti einmitt að fara annað klukkan 9! Bless!
Ég væri rosalega til að geta farið eðlileg á deit og skemmt mér vel án þess að vera með í maganum allan daginn og gubba svo af stressi hálftíma áður. Það er mjög átakanlegt og því reyni að forðast það sem heitan eldinn að fara á formlegt kaffihúsadeit. Fyrir mig er það eins og hrein og klár aftaka! Það má ekki kallast deit eða líta út eins og deit, það er bara ekki að ganga fyrir mig.
Bækur eins og Súperflört gera lítið gagn, enda kenna þær manni bara að tæla, fikta í hári, snerta höku, eiga salinn og allt það. Svo er maður bara skilinn eftir í lausu lofti með framhaldið! Jú bókin Súpersex er líka til en hvar er miðjuhlutinn, hvað er á milli flörtsins og sexins? Það vantar eitthvað þarna á milli sem ég væri til í að læra. Það er einmitt rosalega íslenskt! Flört oooog svo sex! Búið!
Spurning hvort eitthvað frumlegra en kaffihúsa eða bíóferð myndi gera eitthvað meira fyrir mig, fá mig til að slaka á. En við búum á Íslandi og það getur verið afar takmarkandi. Hvað er hægt að gera á deiti? Ég held að utanaðkomandi aðstæður valdi því að Íslendingar eru arfaslakir deitarar. Við höfum ekki réttu aðstæðurnar til að skapa vel heppnuð, rómantísk deit. Því er nú ver og miður!
Dægurmál | 28.3.2007 | 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég uppgötvaði í gær mér til mikillar ánægju að það er hinn fínasti glasahaldari í bílnum mínum! Bílinn keypti ég í byrjun janúar... Ég er búin að bölva þessu glasahaldaraleysi svona 117 sinnum og röfla um það mikið við hina ýmsustu farþega í bílnum hverju sinni hvurslags mishönnun það sé að hafa ekki glasahaldara í öllum bílum. En svo í gær fór ég eitthvað að taka til í bílnum, tína rusl í poka og rek mig í öskubakkann að ég hélt! En nóbb! Út skúbbaðaðist þessi líka vel stöðugi, tvöfaldi glasahaldari!
Annars þá átti litli bróðir minn, hann Róbert (sem ekki er lengur svo lítill því hann stækkar og stækkar) afmæli í dag. 16 ára strákurinn og pabbi er víst búinn að finna handa honum ökukennara. Vonandi er hann eitthvað skárri en ökukennarinn sem hann fann handa Dagnýju systir minni fyrir 3 árum. Það var gömul kona sem hrökk uppaf sökum elli daginn sem hún tók prófið! Hún var víst alltaf svo upptekin við að keðjureykja að Dagný varð sjálf að finna út hvernig hlutirnir virkuðu í svona bílum...
Ég gaf drengnum Draumalandið í afmælisgjöf, það er fyrsta skref mitt í að bjarga heiminum ( ég ákvað að reyna markvisst að stefna að því að bjarga honum eftir að hafa séð heimildarmyndina hans Al Gore í gær, An inconvenient truth). Bróðir minn er fínn kandídat í stefna að þessu með mér enda harðpólitískur vinstrimaður og einn gáfaðasti og viðráðanlegasti 16 ára krakki sem til er!
Ég ákvað að skella hérna með mynd af okkur systkinunum frá síðustu jólum. Til gamans má geta að svona mynd hefur verið tekin af okkur saman frá því að við öll hófum tilveru okkar hér á jörð. Alltaf fyrir framan jólatréð hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld... Nema hvað.. nú sést ekki lengur í tréð...
Dægurmál | 28.3.2007 | 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)