Í gær byrjaði ég að æfa dans eftir nánast samfellt 10 ára hreyfingarleysi.... í lok tímans vildi kennarinn að við leituðum að vöðvum og spenntum þá, innri stoðvöðvum eða eitthvað slíkt. Eitthvað gekk mér illa í þessari leit og ég virtist ekki alveg vera að fylgja þarna á tímabili... Ég get þó sagt ykkur það að ég er klárlega búin að finna þá núna! Það er vont! Ég er klárlega orðin vel meðvituð um alla þá minnstu og innstu vöðva sem til eru í líkamanum. Þeir eru alveg að gera grein fyrir tilvist sinni í augnablikinu og munu örugglega minna á sig við hvern einasta andardrátt næstu daga...
Dægurmál | 1.2.2007 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)