Dyraverðir hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, enda flestir misvel gefnir stórir karlmenn með mikilmennsku og valdníðslubrjálæði. Þá ber að athuga að ég segi flestir! Það eru alveg til indælir nettir og krúttlegir dyraverðir sem verða eins og leir í höndunum á manni ef maður blikkar augunum ótt og títt og reynir að vera sætur.
Eftir afar slæma dyravarðareynslu af Óliver snemma í haust varð ég fráhverf bæjarferðum og skemmtanalífi um nokkrun tíma og hét því fyrir mitt litla líf að aldrei svo mikið sem líta í átt að Óliver á ferðum mínum um miðbæ Reykjavíkur. Mér hefur þó aðeins runnið reiðin og hef álpast þar inn í góðra vina hópi.
Á mínum mjög svo viðburðarríka og töluvert langa djamm- og hrakningarferli þá hef ég þó ekki lent í öðrum eins ryskingum er áttu sér stað eina kalda nótt fyrir utan Vegamót fyrr í þessum mánuði. Þar beið ég í röð, ásamt fríðu föruneyti góðra félaga, frekar yfirveguð og róleg eftir átakanlegt kvöld. Við biðum og biðum frosin í sömu sporunum meðan allt mikilvæga fólkið í VIP röðinni fyllti staðinn. Loks með tíð og tíma kombþó að því að við stóðum fremst... Mikilvæga fólkið flest komið inn og búið að drekka frá sér allt vit og rænu meðan áfengið í okkar blóði hafði nýst sem orkugjafi í kuldanum og var því að verða uppurið. Almennur pirringur því alveg að fara að gera vart við sig...
Þegar VIP röðin virtist loks ætla að taka enda sáum við vonarneista, kannski við kæmust fljótlega inn! Neistinn slokknaði snögglega þegar fótboltatvíburarnir; Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir birtust með herskara af mjög mikilvægu fólki í eftirdragi... Innkoma okkar á Vegamót þyrfti líklega að bíða um stund. Ég fór því að dunda mér við að fikta í dyrarvarðarkeðjunni sem notuð var í að halda okkur, almenningnum frá svæðinu, og úpps! Skyndilega losnaði keðjan og skall í jörðina.
Sjtt fokk sjtt! Dyrarvörðurinn var ekki hress! Hann var svo fáránlega óhress að hann eiginlega bara trylltist og gleymdi alveg að hleypa tvíburunum og félögum þeirra inn. Í staðinn tók hann mig upp eins og lítinn krakka á róló og sagði að: HINGAÐ FÆRI ÉG SKO ALDREI INN! Þá fyrst tryllist ég líka, enda búin að hanga þarna á þrautseigjunni í klukkutíma eða svo, spriklaði af öllum kröftum í þeirri von að reyna að losa mig úr klóm þessa valdníðslu skúnks og náði þannig að flækja mig í blessaðri keðjunni sem olli þessum skrípaleik.
Þarna var ég komin á það stig að ég var alveg að tapa kúlinu, spriklandi af æsingi og hræðslu því að helvítis dyravarðaskúnkurinn var bókstaflega að reyna að kasta mér í götuna.. sem gekk reyndar illa því ég var flækt í keðjunni en tárin í augunum mínum voru ekki langt undan... Ég var að brotna þegar stjörnulögfræðingurinn og hetjan mín á þessari stundu, Vilhjálmur Vilhjálmsson kom aðvífandi úr herskara tvíburanna í mikilvægu röðinni og spurði dyravörðinn yfirvegað hvort hann væri virkilega að leggja hendur á kvenfólk og hvort við ættum nú ekki bara að vera róleg! Dyravarðadjöflinum brá töluvert við þessa afskiptasemi lögfræðingsins og ekki leið á löngu þar til ég hafði fast land undir fótum á ný. Hetjan mín veitti dyraverðinum örlítið tiltal og ég kastaði á hann nokkrum vel völdum og hótaði að verða mér út um áverkavottorð ef hann yrði ekki stilltur! Því næst skunduðum við inn á Vegamót í fylgd fótboltamanna, fyrirsæta og stjörnulögfræðinga.
Að fara inn á staðinn var eingöngu til þess að ergja dyravörðinn, enda höfðum við ekki minnstu löngun í hanga þarna inni eftir allan þenna sirkus. Sátum því inni í korter og fórum svo út og fundum okkur bara gott almúgapartý þar sem við vorum velkomin.
Dægurmál | 29.1.2007 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)