Færsluflokkur: Dægurmál
Lét ég nú loksins verða af því að kaupa mér forláta pæjulega leðurhanska, uppháa og agalega smarta, rétt fyrir áramótin. Ætlaði ég að hefja nýtt ár á því að leggja stóru þykku, rauðu lopavettlingunum mínum með misstóru bláu röndunum... þumalputtavettlingar sem amma prjónaði fyrir örugglega meira en 10 árum og ég er búin að dröslast með í hingað og þangað, fram og til baka síðastliðin 2 ár. Þeir hafa farið með mér á djammið, sumarbústaðaferðir, útilegur, göngutúra, bíltúra, snjókast og margt, margt fleira.. Og aldrei hafa þeir verið aðskildir, hægri og vinstri vettlingur hafa alltaf fylgt hvor öðrum í gegnum súrt og sætt. Með öðrum orðum þeir hafa ekki týnst...
Mamma hafði lengi tuðað í mér í mér að þessir hlýju og góðu lopavettlingar væru hvorki elegant né heldur góðir við akstur... enda lopinn ekkert mjög stamur á stýrinu í kröppum beygjum. Hún var því mjög ánægð að sjá dóttur sína í þessum agalega smörtu, uppháu nýju leðurhönskum sem hún fjárfesti í fyrir árámótin...
Ég speglaði mig bak og fyrir með nýju hanskana mína og fannst ég mjög elegant og fullorðins... ekki seinna vænna 25 ára snótin.. Þess bera að geta að þessir leðurhanskar eru þeir fyrstu sem ég eignast.. Lopinn hefur átt hug minn allan í gegnum tíðina.. leðrið var ekki minn tebolli fyrr en fyrst núna á gamals aldri.
Svo fór ég á djammið eins og vill gerast og setti ég að sjálfsögðu upp pæjulegu leðurhanskana... Og núna á ég bara einn pæjulegan leðurhanska!
Ég skil þetta ekki!? Ég týni aldrei hlutum, hef aldrei týnt lyklum, veski nú eða rauðu lopavettlingunum! Svo fer ég einu sinni sem elegant pæja í leðri í bæinn og þetta gerist...
Fyrir utan glataðan leðurhanska, brotið Rosendahl glas, örlítið bjórsull, nokkra kokteila, nýtt fólk, nokkrar ákvarðanir, lítinn svefn, grátur og hlátur... þá hefur þetta ár farið rólega af stað.. það hefur ekki margt drifið á þessa sjö daga mína af 2008, vona svo sannarlega að næstu sjö, eða allavega sjötíu og sjö verði viðburðarríkari... Nýársnótt var reyndar ágætlega viðburðarrík, skrítin og skemmtileg og ég vona að það verði það sem koma skal. Ég hef ákveðnar skoðanir um það hvað ég ætla að afreka á þessu ári en margt af því er persónulegt og ekki til birtingar á veraldarvefnum
Dægurmál | 7.1.2008 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
*muna: áfengi er böl...
Við stúlkunarnar í Símanum Kringlunni ákváðum að við ættum gott djamm skilið eftir þessa nýafstöðnu og hressilegu jólatörn. Við brugðum því undir okkur betri fætinum, rifum tappa úr nokkrum hvítvínsflöskum, hatta af tekílaflöskum og skelltum Páli Óskari félaga okkar á fóninn! Úje! Tókum alvöru partýfílinginn á þetta og fórum í drykkjuleiki og svo á mega trúnó.
Það svoleiðis lekur af okkur kynþokkinn...
Og hér sjáum við klassískan kynþokkasvip...
Þetta allt náðum við að gera fyrir 23:00 en þá skunduðum við í bæinn, og var ætlunin þar að stíga villtan dans, tæla karlmenn, fara á trúnó með ókunnugri manneskju á klóinu, láta barþjónana hella upp í okkur áfengi beint úr flöskunni og fleira í þeim dúr... Okkur Eyrúnu tókst að stíga ansi trylltan dans á dansgólfinu á Hressó og gerðum það alveg óáreittar enda vorum við algjörlega einar á gólfinu. Fleira tókst okkur nú eiginlega ekki að afreka af upptalningunni hér á undan, jú ég reyndar spjallaði aðeins við tvær 18 ára stúlkur á klósettinu á Rex og við tókum myndir af okkur saman.. en það getur tæplega talist til trúnós.
Tæling karlmanna var sosum ekki á döfinni af minni hálfu og áfengismagn í blóðinu var alveg vel yfir velsæmismörkum þegar við héldum af stað í bæinn svo það var kannski ágætt bara að að barþjónarnir létu það vera að hella upp í okkur áfengi...
Sjá þessar dívur! Það er ekki á hverjum degi sem hópur svo föngulegra kvenna sést saman úti á lífinu :) Það er ekki að sjá að áfengi hafi verið haft við hönd...
Mjög skemmtilegt kvöld í alla staði og vil ég þakka þessum föngulegu stúlkum fyrir að vera frábær félagsskapur. Þá hitti ég líka nokkra eðal Politicu félaga á Rex og að sjálfsögði kippti ég liðinu með mér heim í eftirpartý svona í anda jólanna, það er óskráð regla að bjóða í svoleiðis á annan. Sólrún klikkar ekki á slíku búandi svona downtown!
En já annars þá er ég búin að hafa það yndislegt um jólin og enn eru áramótin eftir! Það má heldur betur segja að Jóli hafi hlustað á mig því ég fékk bara allt sem ég óskaði mér þessi jólin. Ekki bara jólagjafir heldur er allt eitthvað svo eins og það á vera núna og miklu betra en það, góðir vinir frábær fjölskylda og bara allt, ALLT EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA!
Ég fer nú bara alveg að verða væmin sko....
Og hérna erum við systkinin í árlegu jólatrésmyndatökunni... Þetta er árlegur viðburður á aðfangadagskvöld og ganga jólin hvorki í garð né er matur innbyrtur fyrr en þessari myndatöku er lokið með ásættanlegum árangri... Það eru nokkur ár síðan stærðarröðin snérist við og ég sú elsta varð sú minnsta...
Hérna höfum við svo jólatréð í allri sinni dýrð... var það hún systir mín sem fékk það hlutverk að rífa upp 80% af þessu pakkaflóði og leiddist henni það ekkert held ég. Pakkarifi var ekki lokið fyrr en um miðnætti og voru flestir þá orðnir vel lúnir eftir herlegheitin. Það var varla að maður hefði orku í jólabækurnar!
Hér að neðan er svo móðir mín í eldhúsinu eitthvað að fást við mat! Það er einmitt nýtt fyrir henni á aðfangadagskvöld að vera eitthvað að fást við mat... Þær skiptu á hlutverkum, hún og amma sem við sjáum einmitt líka hér að neðan ásamt afa. Í stað þess að við öll hersingin örkuðum til ömmu og afa í mat þá voru það amma og afi sem örkuðu til mömmu í mat!
Mamma einmitt tók mig á eintal seint í nóvember til að fá hjá mér "leyfi" fyrir þessum breytingum. En ég er mjög staðföst og íhaldsöm stúlka og breytingar á hátíðum er eitthvað sem ég á ekki alltaf auðvelt með að höndla. Hátíðileikinn felst að hluta til í því að allt sé eins og á sínum stað... En jújú ég gaf eftir smá umhugsun grænt ljós á þessa byltingu í jólahaldi fjölskyldunnar! Og tókst þetta jólahald svona líka bara með eindæmum vel. Eftir 24 ár af sama stelli, 24 ár af sömu hnífapörum, 24 ár af jólölblöndunni hans afa og 24 ár af hamborgarhryggnum hennar ömmu... Þá eru kannski smá breytingar ekkert svo slæmar :)
Dægurmál | 27.12.2007 | 20:14 (breytt kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja senn líður að viðburði ársins... Tvöfalt 25 ára afmæli Rúnanna er eitthvað sem ÞÚ vilt ekki missa af!
Í tilefni 25 ára afmæli Eyrúnar þann 13. nóvember næstkomandi og í tilefni 25 ára afmæli mínu þann 25. nóvember þá ætlum við að slá til stórkostlegrar stórveislu á Hverfisbarnum laugardaginn 17. nóvember.
Hérna má sjá Sólrúnu og Rúnxið í gleðisveiflu á Barnum eftir að hafa vaðið drulluna upp að öxlum á Oktoberfest..
Og hér til hliðar má sjá okkur stöllurnar við kokteilasmökkun á bryggju"djammi" í Ningbo í Kína þar sem við dvöldum í mánuð sumarið 2007 og námum kínversku. Þetta mun vera drykkurinn Pink lady og við vorum sammála um að hann væri hao he!
Hér má sjá okkur ótrúlega fab og glam á leið á árshátíð Símans 2007. Takið sérstaklega eftir slétta hárinu á Eyrúnu.. en það tók hana Freyju góðvinkonu okkar einmitt um 3 tíma að slétta það... Eins glæsileg og Eyrún er með slétt hár þá er Eyrún bara krullur og þykir hún einmitt hafa eitt fallegasta hár er sést hefur. Það er svo flaming red og curly að ókunnugt fólk í erlendum heimsborgum gengur upp að henni til að segja henni hversu fallegt það er!
Þarna erum við eitthvað að bregða á leik með blöðrurnar sem við við drösluðu með okkur í rútu og á Gauk á stöng af einhverju Símadjamminu í haust. Á Gauknum urðum við svo fyrir þeirru skelfilegu reynslu að eitthvað &(%$$(%$%/%%!!! lið úr þjónustuverinu stal þeim og notaði gasið til að reyna að vera fyndið, sem það var klárlega ekki!
Við Eyrún erum alltaf mjög svalar og kúl, það sést langar leiðir!
Við erum báðar kókistar! Eyrún er í lightinu og ég tek zeroið. Í Kína vorum við alltaf jafnþakklátar fyrir íííííískalt kók light en þar var zeroið hvergi að finna. Kátína okkar á þessari myndi er eingöngu bundin við nýfengið ískalt kók light með röri! ahhhhhh... mmmm...
Þarna erum við staddar í Harbor land skemmtigarðinum í Ningbo sem er klárlega ekki vinsælasti garður heims... Það var bókstaflega enginn þar! Flest tækin voru því lokuð og við rétt náðum í einu ferðina sem stóri rússíbaninn fór...
Okkur dömunum er margt til lista lagt og hér má sjá okkur nýta hæfileikana í að sviðsetja kínverskt teboð á hótelberginu okkar í Shanghai...
Eftir að hafa lagt leiklistina á hilluna tókum við það verkefni að okkur að finna yuyan garden á korti... sem tókst það stórkostlega að eftir hafa leitað af honum í þrjá daga þá komust við að því að yuyan garden var í raun og veru ekki garður og að við vorum búnar að þvælast þar um í þrjá daga....
Þreyttar, sveittar, sólbrenndar og sætar að bíða eftir uppáhaldinu okkar... fjalli af Haagen daaz...
Kína ferðuðumst við með "Travel with love" ferðahópnum þar sem okkur var skipað að vera með þessar hressilega glæsilegu derhúfur til að við týndumst ekki... Við gátum ekki annað en spilað með verið nördar um stund... það var þó varla að við hefðum það í okkur, enda svalar með eindæmum...
Eftir mánaðardvöl í Kína þótti okkur voða leiðinlegt að fara heim... þetta er táknræn mynd, tekin síðasta kvöldið í Ningbo...
WHHHHUUUUUT??!??!
Hér erum við... og við viljum þig til að fagna fimmtugsafmæli með okkur! Mættu á Hverfisbarinn 17. nóvember næstkomandi! Þar verður partý, partý!
Dægurmál | 7.11.2007 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja meira af bæklingum og bleðlum... Nú er ég að fletta í gegnum einhvern snepill sem álpaðist í gegnum bréfalúgunu hjá mér, hef ekki séð þetta blað áður en mér sýnist það heita K. Þetta er eitthvað svona tísku og lífstílsblað, enn ein viðbótin í þá flóru.
Mér finnst alltaf gaman að fletta í gegnum svona blöð til að sjá hvað á að vera heitast og sniðugst því maður vill jú reyna aðeins að tolla í "tískunni" og vera inni í því "merkilega" sem er að gerast.
Það er samt eitt sem ég þoli ekki! Ég fæ grænar bólur og það vex á mig gulur hali þegar einhver svona tísku"gúrú" eða stílistar eru með úttekt á því hvaða staði maður á að sækja og hverinig fötum maður þarf að klæðast til að teljast fullgildur meðlimur í hip og kúl samfélaginu. Og í augum stílistana og tískugúrúana þá er bara til þetta eina samfélag og ef þú fylgir ekki reglunum þá ertu útskúfaður og stimplaður sem einshverskonar slys, mistök eða pakk og ert ekki verðugur þáttakandi í samfélagi hip og kúlista sem er víst, samkvæmt þeim sjálfum, það eina sem blívar í dag.
En já í þessu K blaði þá er hann Steini stílisti að fara yfir best og verst klæddu konur landins. Ég veit ekki hver þessi Steini er en hann virðist allavega vera, samkvæmt sjálfum sér og K ógeðslega hip og kúl náungi sem veit nákvæmlega hvað er inn og hvað er út....
Þar er hann með á efst á blaði sem best klæddu konu landsins hana Dorrit Moussaieff forsetafrú sem stendur nú alveg undir þeim titli enda glæsileg til fara hvar sem hún kemur.
Þá er næst í röðinni hún Svala nokkur Björgvins... ok hún getur alveg dottið niður á það að vera kúl en oftast þegar maður sér hana þú er hún í alltof víðum skræpóttum blússum eins og mamma átti þegar ég var 3 ára og gaf svo fátækum í Afríku áður en ég náði 7 ára aldri. Við blússurnar klæðist hún leggingsbuxum og oftar en ekki alltof stórum uppreimuðum strigaskóm sem fullvaxta körfuboltamaður gæti vel verið stoltur af. Þið verðið að afsaka Steini stílisti og Svala Björgins... en persónulega finnst mér það bara ekki svo kúl sko.
Sú þriðja er Björk... þurfum við að ræða það eitthvað!? Ekki nóg með að manneskjan hafi klæðst svani á rauða dreglinum þá verpti hún líka eggi! Og mig minnir endilega að hún hafi nú verið kosin ein af verst klæddu konum heims af einhverju tískutímaritinu vestanhafs. Ég hef þó ekki fyrir því neinar heimildir og sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Næstu þrjár hef ég lítið um að segja, Svava í 17, jújú hún er nú oftast frekar hip. Andrea Róberts, jájá fín bara og svo Brynhildur Guðjóns, bara svona venjuleg eitthvað.
Svo kemur Ragga Gísla. Mér þótti hún nú alltaf fáránlega kúl sko, ég dýrkaði hana og dáði eftir að ég sá Stuðmannamyndina Með allt á hreinu og fannst allt sem hún gerði bara æðislegt. Svo jújú hún hefur haldið sama stílnum nokkurn veginn síðan hún varð Grýla og fær prik fyrir það.
Svo eru að Elma Lísa og Emilíana Torrini... ég hef fátt um þær að segja, ágætis píur báðar tvær og yfirleitt vel til fara bara held ég.
Svo kemur Eivör Pálsdóttir en hún færi seint á lista yfir best klæddu konur landsins í minni úttekt. Hún er of mikið ullarsokka, úfið hárið týpa fyrir minn smekk... En hún er nú frá Færeyjum svo ég gef henni sjens.
Steini stílisti setur Leoncie í efsta sæti yfir verst klæddu konur landsins og er ég þar hjartanlega sammála honum. Hún er verðugur handhafi þessa titils.
Á eftir henni kemur Ásdís Rán... fyrir mér er hún nú meira ein af minnst klæddu konum landsins því hún er yfirleitt mjög fáklædd hvar sem maður sér hana. Hvort sem hún er í brúðkaupinu sínu eða í búðinni.
Þá kemur söngkonan Hera Björk sem ég hélt nú bara að væri svona frekar venjuleg í klæðaburði og alls ekkert eitthvað tískuslys eins og hann Steini heldur fram. Ég hef þó lítið af henni séð og er varla dómbær á fatasmekk hennar.
Fjórða í röðinni er Birgitta Haukdal. Steini talar um af hverju kona á HENNAR aldri þurfi að klæða sig eins og stelpa á gelgjunni! WTF segi ég nú bara með skammstöfun til að vera ekki of dónaleg! Kona á hennar aldri!!! Birgitta Haukdal er varla þrítug og því er hún bara á besta aldri til að klæða sig nákvæmlega eins og hún vill! Ok ég man vel eftir henni þegar hún var að byrja að syngja með Írafár og klæddist magabol með kögri og hvítum loðmúmbúts en það var fyrir 10 árum og fatasmekkur hennar hefur nú þroskast mikið síðan þá. Mér finnst hún oftar en ekki mjög glæsileg til fara. Allavega það sem maður hefur séð af henni nýlega. Takk fyrir takk og þið ungu konur á HENNAR aldri, það er allt leyfilegt ennþá!
þá er það Heiða úr Idolinu sem ég hélt einmitt líka að væri bara svona þessi svokallaða venjulega týpa í fatavali. Man reyndar eftir því að hafa séð hana einu sinni í ógðeslega flottum rauðum kjól svo hún telst klárlega ekki illa klædd í mínum augum.
Þá kemur Rut Reginalds.. já nei þar er ég sammála honum Steina, Rut er hvorki hip né kúl.
Næst er það Nylon flokkurinn í heild sinni. Mér finnst þær nú bara yfirleitt frekar töff sko, viðurkenni það bara hér og nú. Enda klæðast þær mikið fötum úr Top Shop og ég veit ekki betur en að einmitt hún Kate Moss sé að hanna föt fyrir þá ágætis keðju. Og ef mér skjátlast ekki hrapallega þá trónir hún oftar en ekki á toppi lista yfir best klæddu konur heims. Bara smá ábending sko...Nylon er kúl!
Hin áttunda er utanríkisráðherra og nafna mín Ingibjörg Sólrún. Mér finnst hún Solla oftast bara klæða sig nákvæmlega rétt miðað við aldur og stöðu. Hún fer alltaf hinn gullna meðalveg. Aldrei of stíf. Hún dettur stundum í það að vera með ljótt skart en það kemur fyrir besta fólk...
Magga Stína.. já ég er sammála Steina, Marilyn Monroe í vaðstígvélum...
Og þann vafasama heiður að vera tíunda verst klædda kona landsins fær Siv Friðleifs.. tja... hún er bara venjuleg dragtakona...
Þá er listinn hans Steina upptalinn...
Einhvernveginn stóð ég í þeirri meiningu að á þessu síðustu og verstu þá væri bara nánast allt leyfilegt í klæðavali. Ég telst líklega seint eitthvað hip eða kúl enda lifi ég ekki og hrærist í samfélagi hip og kúlista. ég versla bara í h&m og zöru og skelli því einhvernveginn saman eins og mér finnst töff. Ég læt engan Steina stílista eða Tótu tískúgúru segja mér hvað má og hvað ekki.
Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa lífstíls og tískublöð þar sem "venjulegt" fólk segir mér hvað er hip og kúl. Þessvegna finnst mér alltaf mest gaman að sjá hvað hún Hrund vinkona mín og blaðamaður á Vikunni setur saman þegar hún er með tískuþátt Vikunnar. Hrund telst þó seint venjuleg, því það er ekkert venjulegt að skrifa sína fyrstu bók og fá fyrir hana íslensku barnabókaverðlaunin. En hún setur samt saman tískuþætti sem venjulegt fólk eins og ég finn mig í...
Dægurmál | 17.10.2007 | 14:42 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef ekki verið hressa manneskjan upp á síðkastið og allir heimsins dansandi trúðar eða syngjandi fílar hefðu ekki undir neinum kringumstæðum geta komið mér til að hlæja á síðustu tveimur vikum. Virtist ekki stefna í neina breytingu í þeim efnum fyrr en ég heimsótti móður mína áðan. Ekki var það móðirin eða trallandi systkinin með sögur úr skólanum sem vöktu upp hjá mér löngu tapaða kátínu. Heldur rak ég augun í áhugaverðan auglýsingabækling í blaðahrúgunni á bænum.
Hmmm "Belís heilsuvörur" stóð á bæklingum... ég viðurkenni að ég hef ávallt haft afar takmarkaðan áhuga á allskyns heilsuvörum og auglýsingum um lífselexír en það var eitthvað við BELÍS póstverslun á Íslandi í 19 sem vakti forvitni mína. Kannski var það amatörleg hönnum og umgjörð bæklingsins, ég er ekki viss. Ég fór að allavega að fletta í gegnum Belís og sá ekki eftir því.
Í bæklingum kennir ýmissa grasa, þar má finna allt frá grenningarbeltum upp í unaðsvörur, allt þar á milli og ennþá meira til.
Það sem vakti hins vegar mesta athygli mína og orsakaði hjá mér svo einlægt og mikið alvöru hláturskast að annað eins hefur ekki heyrst frá mér árum saman, voru ÞOKUGLERAUGUN. Ég grenjaði bókstaflega úr hlátri í óratíma og bæklingurinn varð gegndrepa af táraflóðinu.
Ég fór inn á netið og kíkti á heimasíðuna til að finna handa ykkur ÞOKUGLERAUGUN, sem segir í bæklingnum að séu AÐLAÐANDI OG HENTI ALLTAF. Takið einnig eftir hversu "falleg" þau eru og "viðkunnaleg". Ég mæli með að þið skoðið þau í bæklingum ef þið komist í hann einhversstaðar, þau líta ennþá verr út þar. Ég veit ekki hvort ykkur mun þykja þetta jafnfyndið og mér en jesús minn kristur hvað það var gott og losandi að hlæja svona innilega!
Þá fann ég líka annað í bæklingnum sem mig langar rosa mikið í, svona fyrir ykkur sem vitið ekki hvað þið eigið að gefa mér í afmælisgjöf. Það er þetta hérna. Þetta er það sem ég þarfnast til að koma lífi mínu í farveg... Með þetta að vopni verða mér allir vegir færir
Dægurmál | 8.10.2007 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í tilefni þess að hafa lufsast heima í þrjá daga og óverdósað á Sex and the city og í tilefni þess að Dóra, ótrúlega fabulous vinkona mín kom heim úr "tan"ferð frá Benidorm í gær ákváðum við að slá saman í hitting yfir drykk á Thorvaldsen.
Báðar verandi ógeðslega single og fabulous, eða afsakið, ég single og hún fabulous, þá fengum við okkur strawberry mojito og ræddum yfir honum heimsmálin eins og okkur einum er lagið. Ákaflega notalegt á skreppa svona í drykk á miðvikudegi, ótrúlega Sexlegt and æ lov it!
Eftir drykkinn rölti ég heim svo single og svo fabulous, veit reyndar ekki hversu fabulous ég var ofarlega á laugaveginum.. niðurrignd með skærgrænan 10-11 poka í annarri og Louis vuitton töskuna mína í hinni... En mér leið ákaflega notalega, svo hressandi að rölta svona í haustrigningunni.
Ég ætla mér núna að taka upp allskonar skemmtilega siði úr Sexinu, drekka cosmopolitan, vera fabulous ooog eitthvað fleira...Dægurmál | 27.9.2007 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég átti alltaf eftir að birta ferðsöguna mína til Kína þar sem ég bloggaði hana í tölvunni minni og komst svo ekki á netið fyrir en seint og um síðir og steingleymdi henni. Svo hér er hún komin og njótið vel!
Jæja lagt var að stað frá Njálsgötunni kl 5 á laugardagsmorgun, áfangastað náð kl 23 á sunnudagskvöldi en þá þurfum við að mínusa 8 tíma frá til að frá réttan ferðatíma. Við vorum sem sagt að stanslausu ferðalagi í rétt tæpan einn og hálfan sólarhring. Eins mikið og ég þráði rúm í svona 30 tíma af þessum 36 þá er ég núna glaðvöknuð eftir 5 svefn í herberginu mínu í Ningbo.
Fyrsti maðurinn sem ég átti samskipti við á Heathrow var múslimi með vefjahött eða túrban. Hélt ég að þar væri undantekning á ferð en mér til mikillar undrunar þá eru starfsmenn flugvallararins allt meira og minna múslimar eða arbar. Þar sinntu þeir allt frá skúringum upp í vopnaleit. Ég hef persónulega ekkert á móti múslimum, ekki nema þeim sem sprengja sig og aðra í loft upp en mér fannst þetta bara sérstakt og varð endilega að leyfa þessum fróðleiksmola að fylgja...
7 tíma bið á Heathrow eyddum við í að tæma Boots af moskítóvörnum, ógeðslega sniðugu dóti í litlum umbúðum, sólarvörnum, handwipes, niðurgangslyfjum, uppþornunartöflum og fleiru.
Svo eru það öll þessi boð og bönn, vökvi má ekki vera í stærri en 90 ml umbúðumum og það má bara fara með eina tösku í handfarangri gegnum vopnaleitarhliðið á Heathrow. Þar sem við dröslandi fartölvunum okkar með þá olli þetta töluverðum heilabrotum og púsluspili. Ég átti nokkuð skörp orðaskipti við eina dömuna sem sagði okkur að það væri aðeins ein taska, já,já við skildum að það væri bara fokking ein taska!!! En hún hélt áfram að endurtaka það eins og það væri eina setningin sem hún kunni! Put in other bag! Það var ekki pláss í other bag sem hún sá klárlega en samt sem áður: Put in other bag, only one bag... Við redduðum því síðan eins og flestu öðru.
Á undan okkur voru einmitt múslimsk hjón með ungabarn og voru þau með tösku fulla af pelum sem allir innihéldu meira en 90 ml af vökva. Skapaði þetta smá ástand í leitinni og það endaði með því að konan varð að smakka á vökvanum í öllum pelunum til að sanna að hún væri ekki með fljótandi úran eða blásýru... Ég flissaði yfir þessu með manninum hennar alveg þangað til að taskan mín var af einhverri ástæðu tekin afsíðis og ég beðin um að stíga til hliðar. Þrátt fyrir að vita fullkomlega að taskan mín innihélt ekkert sem gæti talist ólöglegt þá hætti ég að flissa og fékk hnút í magann, svona svipaðan og þegar maður keyrir á undan löggubíl fullkomlega edrú. Eftir bragðsmökkun múslima á brjóstamjólk úr pelum þá kom röðin að mér og minni tösku og veit ég ekki fyrr en ég sé tollvörðinn smella á sig gúmmíhönskum, eitt augnablik fylltist ég skelfingu og rasskinnarnar á mér herpust ósjálfrátt saman af einskærri angist. Nokkrum sekúndubrotum síðar áttaði ég mig á því, mér til mikils léttis, að latexhanskanotkun væri ákveðin vinnuregla við alla leit... Ekki bara fulla líkamsleit! Og úr kafinu kom að ég var með tóma plastflösku í töskunni.. Jiiii! Sem ég hafði by the way ekki geta hent því ruslafötur eru ekki lengur á flugvöllum....
Flugið til Parísar var bara upp og svo niður aftur! Flugfreyjurnar rétt náðu að grýta í okkur samlokum og þeir sem ekki gripu fengu ekkert. Þetta tók bara klukkutíma og misreiknaði ég mig aðeins þar á tímamismun á London og París. Var alveg sannfærð um að þetta væri tveggja tíma flug. Þökkum fyrir að svo var ekki því 12 tíma flug beið handan við hornið... Lúnir ferðalangar ráfðuðu um ganga Charles de Gaulle flugvallarins og eftir smá rútuferð um völlinn komumst við að okkar hliði eða geiti sko! Við tölum bara um geit í þessari ferð, ekki hlið. Og svo að borda vélina... Allavega. Þreyttum til mikillar ánægju og yndiauka þá fengum við ekki sæti hlið við hlið í 12 tíma fluginu okkar. Allar vorum við í miðjunni íííí miðjunni á Boeing 777 vélinni og ein sætaröð á milli okkar líka. Eftir að hafa ferðast með einni Boeing 757 og svo Airbus 319 þá voru sætin í þessari 777 ekkert til að dansa gleðidansinn yfir. Sérskaklega ekki þessi miðjusæti!
Við hliðina á mér sat einmitt hressasti Frakki Frakklands.. eða ekki, hann var svo fúll að að ég hélt að hann myndi bara neita að standa upp þegar ég kom afsakandi til að troðast inn í miðjusætið mitt. Frakkinn hinu megin við mig virtist öllu lífsglaðari og þótti mér það léttir vitandi að ég ætti eftir að þurfa að klofa yfir annan hvorn þeirra ef ég illnauðsynlega þyrfti að bregða mér á salernið. Þrátt fyrir afar takamarkaða frönskukunnáttu mína náði ég þó að hlera samtal fúla Frakkans við flugþjón og áttaði ég mig þá á stöðu mála. Fúli Frakkinn átti að vera á Buisness class en vélin var víst Buisness class yfirbókuð. Ég hefði klárlega orðið fúl yfir því líka svo ég reyndi að gera manninum lífið auðveldara með því að reyna að kinka kolli aðeins til hans og brosa. Hann virtist aðeins mýkjast...
Mér til mikillar skelfingar þá sofnaði hressari Frakkinn á vinstri hönd mjög fljótlega og jafn fljótlega þurfti ég að pissa. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að trufla greyið Ó-Buisness class manninn með salernisferðum mínum svo ég reyndi bara að hugsa um eitthvað annað en þvaglát... og spara vatnið...Sæmilega fljótlega fáum við að matarbakka og þar var hægt að velja um tvo rétti, enskukunnátta flugfreyjunnar var það góð að hún náði því ekki að ég vildi beef og skellti porki á borðið hjá mér. Ég reyndi eins pent og ég gat að exskjúsmía hana en hún fnæsti bara á móti, reif af mér porkið og skellti beefi á borðið í staðinn með svo miklum látum að safi og kökusneið kastaðist í fangið á mér. Í lokuðum umbúðum sem betur fer... Þurfandi að pissa með góðlega sofandi Frakkann á vinstri hönd og þann fúllynda fussandi og sveijandi á hægri hönd þá var þetta beef-kast ekki til að bæta sálarástands þreyttu, lúnu og litlu Sólrúnar sem minnkaði og minnkaði með hverri mínútunni og hverju fetinu sem vélin fór hærra... Þrátt fyrir að vera orðin svo lítil í mér þá manaði ég mig upp í það eftir matinn að pota í hressari Frakkann og fá hann til að leyfa mér að komast á klósettið... Á klósettinu settist ég niður, buguð af sjálfsvorkunn og volæði og bölvaði sjálfri mér hressilega fyrir að æða út í þessa vitleysu, Kína!!! Hvað er það sko!!! Ekki fyrir mig!!! Svo skældi ég aðeins af lítilmennsku og lufsi áður en ég tók mér tak, þerraði augun, harkaði af mér og hætti mér aftur fram...
Eftir margar byltur og brölt og nokkur tár niður kinnarnar náði ég dotta aðeins í miðjunni minni.. milli Frakkana. Þegar ég vaknaði aftur kíkti ég full vonar og væntinga á skjáinn fyrir framan mig sem sýndi nákvæma flugleið vélarinnar, fetahæð, hitastig og klukkutíma er eftir voru... mér til mikillar skelfingar sá ég að ég hafði einungis sofið í rúman klukkutíma!! Grááááát!!!! Ég varð að anda mjög djúpt inn og út nokkru sinnum til að fara ekki að garga þarna af angist í miðri vélinni... eftir voru 7 tímar af flugi til Shanghai. Fúli Frakkinn vaknaði upp því ég andaði svo hátt, ég held að hann hafi séð tár blika í auga mínu því hann mýktist allur upp og sagði eitthvað við mig á frönskunni sinni, eitthvað vingarnlegt held ég og hristi vingjarnlega hausinn eins og hann væri mér hjartanlega sammála og í raun langaði hann að gráta líka. Mér leið einhvernveginn miklu betur og langaði að knúsa manninn og kyssa fyrir þessi óvæntu vingjarnlegheit. Við vorum vinir... ég hrjúfraði mig saman í sætinu með mp3 spilarann minn og stillti á ljúfa tóna.
7 tímum síðar lentum við lúnir ferðalangar í Kína. Þar hittum við Kristján frá Íslandi og Hoe Feng frá Ningbo. Öll fórum við saman upp í lítinn langferðabíl í eldri kantinum með lítinn kínverskan bílstjóra í æstari kantinum. Til Ningbo frá Shanghai var 6 tíma ferðalag.. Þetta var bílferð dauðans, hraðbrautirnar í Kína fullar af ofhlöðnum vörubílum á ofsahraða og allir vilja fram úr öllum, líka æsti bílstjórinn okkar. Það var ekki hughreystandi að sjá nokkra vörubíla og sjúkra- og löggubíla úti skurði rétt áður en dimma tók... ég lokaði augunum og reyndi að sofna... Það var betra að sjá það ekki gerast...
Við snæddum í vegasjoppu þar sem allur maturinn var of slímugur fyrir mig eða horfði á mig starandi augum... ég var ekki svöng. Mig langaði aftur að skæla... ég myndi veslast upp úr hungri og deyja... sem betur fer var lítil búð þarna í grenndinni og ég keypti mér snakk og vatn svona til öryggis.
Og svo loksins, loksins, loksins Ningbo!!! Svo gott að hafa loksins athvarf, mitt athvarf, klósett (sem ég byrjaði á að stífla, en það er önnur saga) og rúm RÚM!!! Rúm sem ég henti mér á og það var vont, því það er hart, en það er rúm og rúm eru svo vantmetin! Og það er meira að segja sæng og koddi og það er mjúkt þó rúmið sé ekki mjúkt og það var svo gott að sofa. Ahhh en já nú er ég komin til Kína og nú þarf ég fara fram úr til að undirbúa fyrsta skóladaginn minn í Ningbo University! Ég er hætt að skæla og þetta lofar bara góðu, vííííí!!!!
Það eina sem ég þurfti var svefn... svenleysi fer greinilega illa í mig....
Dægurmál | 25.9.2007 | 22:44 (breytt kl. 22:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar maður liggur heima í lufsi og lasin þá er fátt annað hægt að gera, fyrir utan að sofa, en að horfa á Sexið eða breyta myspace layoutinu... Ég er búin með þetta síðarnefnda... enda tekur það ekki langan tíma...
Sexið (and the city, svo það sé á hreinu að ég liggi ekki heima og glápi á kynlífsmyndbönd þegar ég er lasin) er kannski ekki best í heimi fyrir sálarlífið mitt eins og það er núna, að horfa á 4 einhleypar konur á fertugsaldri velkjast um stræti New York borgar í örvæntingarfullri leit sinni af karlmönnum.
Ef félagslífið mitt væri jafnfjölbreytt og litskrúðugt og þeirra þá væri ég samt klárlega ekki jafn örvæntingafull og þær... eða samt spurning, ég er að sjálfsögðu bara á þrítugsaldri og þyki örvæntingafull á ákveðinn mælikvarða.. spurning um að vera í sömu stöðu eftir 10 ár... Ok það leið næstum yfir mig þegar ég skrifaði þetta svo ÞAÐ ER EINS FOKKING GOTT AÐ ÉG VERÐI EKKI Í SÖMU STÖÐU EFTIR 10 ÁR!!!
Eftir tvo mánuði þarf ég samt að merkja við nýjan kassa, aldurskassann.. nú er ég í kassanum 20-24 ára en eftir tvo mánuði neyðist ég til að merkja við kassann 25-29 ára.. það er að segja ef maður er að svara í 5 bila kössum... Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei farið að pæla í nema því þetta var í Sexinu og ég var einmitt að svara spurningum núna rétt í þessu þar sem aldurinn var í þessum skelfilegu 5 bila kössum...
Af einhverjum ástæðum hræðist ég það eins og martröð á köldu vetrarkvöldi að verða 25 ára... aldursbilið frá 20 til 25 ára hef ég alltaf litið á eins og göngu upp á fjall en þegar 25 ára toppnum er náð, hvað gerist þá?? Þegar maður er tvítugur þá leggur maður af stað, tilbúinn í gönguna með bakpoka og læti, svo nær maður toppnum, þó ekki áfallalaust, brákuð bein og tognanir, ónýtir skór og ýmislegt fleira sem þjakar mann.. en á toppinn er maður kominn, 25 ára. Niðurleiðin hefur í mínum huga verið aldursbilið frá 25 til 30 ára, eins klikkað og það hljómar... því hvað gerist þá þegar maður er 30 ára! Þegar maður er búinn að fara upp og niður fjallið... Og fyrir það fyrsta, hvað gerist á niðurleiðinni... og þarf hún að liggja niður...
Og fyrir það allra fyrsta... hvað er ég 24 ára gömul að velta fyrir mér aldursbilakössum og niðurleiðum! Hversu sjúkt er það??!!
Dægurmál | 25.9.2007 | 13:40 (breytt kl. 13:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja nú er fólki á hæðinni fyrir ofan að flytja út... ég segi ekki loksins, enda er búið að vera ágætt að hafa þau þarna fyrir ofan. Allavega svona eftir að ég og húsbóndinn þar náðum sáttum án þess að til handalögmála kæmi. En það munaði ansi mjóu síðastliðið haust þegar þau stóðu í flutningum og endurbætum á íbúðinni. Þá stunduðu þau það ítrekað að skrúfa fyrir vatnið í húsinu í tíma og ótíma, mér til mikillar armæðu. Maður var kannski í miðri sturtu, varnarlaus með hárið fullt af sjampói þegar vatnið hætti skyndilega renna. Algjörlega ófær um að skola sjampólöðrið úr hárinu á mér án vatns þá varð ég að gjöra svo vel að vippa mér úr sturtinni, vefja um mig handklæði og krossa fingur yfir því að þetta væri mjög tímabundið ástand... sem þetta var oftast, nokkrar mínútur í senn eða svo. En þegar þetta var farið að gerast ítrekað og ég jafnvel farin að klára áhorf á heilu sjónvarpsþættina með sjampólöðrið í hárinu þá setti ég hnefann í borðið, nú var nóg komið af vatnskúgun nágrannanna!
Þegar ég í eitt skipti var á mikilli hraðferð og þurfti nauðsynlega í sturtu og svo út, þá gerðist það, vatnið fór af og ég með næringuna í hárinu. Já nei! með handklæðið á hausnum skellti ég mér í slopp og æddi upp á næstu hæð þar sem ég barði hressilega að dyrum, hurðin var rifin upp og mér birtist tryllingslegt augnaráð óðs manns, að mér fannst. Mér dauðbrá og úr mér var allur vindur þegar ég starði í þessu trylltu augu en þegar ég fann hvernig hárnæringin lak niður í augað á mér undan handklæðinu og orsaka þannig óstjórnlegan sviða þá herti ég snögglega upp hugann!
"Fyrirgefðu en eru það þið sem eruð alltaf að taka svona vatnið af án þess að láta vita? Soldið óþægilegt fyrir mig sko og örugglega aðra í húsinu" sagði ég eins yfirvegað og ég mögulega gat en samt með örlitlu pirringsívafi.
Maðurinn gjörsamlega sprakk í andlitið á mér! Trylltu augun urðu blóðhlaupin af æsingi þegar hann gargaði á mig að það hefði sko sprungið helvítis rör hjá þeim og hvort væri nú mikilvægara að ég kæmist í sturtu eða að parketið hjá sér eyðilagðist??!! Ég reyndi eins yfirvegað miðað við aðstæður, með hárnæringuna í auganu að segja honum að mér þætti vænt um að fá að skola á mér hárið og að reyndar kæmi mér parketið hjá honum ekkert við og hvort það hefði verið að springa hjá honum rör daglega því að ég væri nú að lenda í því á hverjum degi að komast ekki í almennilega sturtu!
Á þessu augnabliki var maðurinn orðinn svo trylltur að pabbi hans var farin að blanda sér í málin og biðja hann að róa sig... og ég ákvað að það besta í stöðunni væri eiginlega bara að koma mér í burtu meðan það væri ennþá hægt. Bakkaði ég því hægt og rólega niður stigann meðan maðurinn hraunaði yfir mig og mína ógeðslegu sjálfelsku. Hann tók þá líka upp á því að elta mig niður og ég varð eiginlega bara hrædd og var farin að hrauna yfir hann og hans sjálfselsku móti, bara svona til að verjast.
Við fórum að hnakkrífast og steyta hnefum en þegar hann fór að hafa í hótunum við mig um að gera mér lífið leitt þá hélt nú ekki og sagði mannfýlunni að hann skyldi ekki voga sér að hóta mér því ég þekkti fólk sem hann vildi ekki lenda í. (veit ekki hvaða fólk....) en eitthvað varð ég að segja til að maðurinn færi ekki að siga sínum handrukkurum á mig, betra var að hann hræddist mína....
Með þessum orðum mínum um fólkið sem ég þekkti skellti ég hurðinni á hann og læsti... hann barði nokkru sinnum á hurðina sem ég stóð fyrir innan með tárin og hárnæringu í augunum, skjálfandi af kulda og bræði. Mér fannst ég samt klárlega hafa unnið sigur, ég átti síðasta orðið. Það er að segja ef ég tek ekki með það sem hann gargaði eftir að ég lokaði hurðinni...
Daginn eftir var svo bankað létt á hurðina hjá mér og það var varla að ég þorði að opna... ég gægðist hægt með nefið fram og sá hvar tryllti maðurinn frá því daginn áður stóð skömmustulegur með hvolpaaugu og skottið milli lappanna. Ég sá að manninum var greinilega runnin reiðin og ákvað því að hætta á að opna hurðina alveg.
Hann kom þá með þessa elskulegu afsökunarbeiðni og útskýrði fyrir mér hversu illa fyrir kallaður hann hefði verið og svo framvegis... hvort við ættum ekki bara að byrja upp á nýtt og vera vinir... já jú ég ákvað nú að taka þessu, rétti honum skankann á mér og við innsigluðum með kröftugu handabandi það loforð að hvorugt okkar færi að senda neina handrukkara...
Svo fluttu þau inn... tryllti maðurinn, konan hans og barn. Og svo fóru þau hjónin að ræða málin. Þau ræddu málin ansi mikið og oft og hátt og aðallega seint á kvöldin, eftir miðnætti helst... Rosalega mikið af óklárðuðum málum sem þau þurftu alltaf að vera að klára á ókristilegum tímum.
Pirraði mig sosum ekki mikið.... En mér var stundum hugsað til afkvæmis þeirra sem ég gerði ráð fyrir að reyndi að sofa í öllum þessum ósköpum.
Svo kom kallinn niður um daginn tilkynnti mér að nú væru þau að flytja og vildi endilega spyrja mig hvort það heyrðist eitthvað á mikið á milli hæða. Tja.... ég vissi nú ekki alveg hvað ég átti að segja... átti ég að segja manninum að ég gæti nánast þulið upp allt það sem þau hjónin hefðu verið ósammála um þetta árið... nú eða þá að ég heyrði í hvert skipti sem þau pissuðu...
Nei ég ákvað að segja það ekki heldur bjargaði mér með því að segja bara að ég væri nú voða lítið heima... svo ég myndi nú varla vita það. En nei ég hefði nú ekki verið vör við mikinn umgang að ofan... ekki mikinn... sagði ég og brosti fölsku brosi og fór að segja kallinum að ég hefði verið í Kína í sumar, svona til að skipta um umræðuefni. Honum þótti það spennandi og við spjölluðum aðeins um það.
En já nú eru þau að flytja, eins og það er búið að vera fínt að hafa þau þarna, þrátt fyrir allt. Aldrei hafa þau kvartað yfir partýum hjá mér eða yfir því að ég skúri ekki ganginn... Svo eins og áður sagði þá lét ég rökræður þeirra á nóttunni ekki hafa nein áhrif á mig. Það hefði verið ósanngjarnt...
Dægurmál | 20.9.2007 | 20:05 (breytt kl. 20:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af fréttinni af dæma mætti ætla að Kínverjar væru þá upp til hópa öfurölvi að veltast um sjálfa sig og aðra af stanslausu bjórþambi...
Málið er bara að kínverskur bjór er frekar mildur, við erum að tala um drykk sem líkist bjór, við erum að tala um drykk sem inniheldur alkahólmagn á bilinu 0,8-2,2% oftast nær. Þó má finna bjórtegundir sem rétt slefa upp undir 4%.
Bjórinn er ódýr, oft svipað dýr og vatn, 10-16 kr út úr búð. Kínverskt bjórfyllerí er því ansi hagvkæmt en það þarf að drekka asskoti mikið til að verða örlítið kenndur. Og já... kannski það skýri allt þetta magn sem kínverjarnir eru að innbyrða...?
Og ég man nú kvöldið í Kína þegar við ætluðum að detta ærlega í það, ég pantaði mér risastóran ískaldan kínverskan öl, rosalega hagstætt! Eftir að hafa svolgrað í mig hálfri flöskunni varð mér litið á miðann þar sem prósentan blasti við mér, 1,8%! Það tæki nú ansi langan tíma svo ég tali nú ekki um fjölda klósettferða áður en víkingamær frá Íslandi með vestfirkst blóð í æðum, fyndi á sér af slíkum mjöð. Ég pantaði mér Carlsberg næst....
Á mánaðadvöl minni í Kína man ég ekki til þess að hafa rekist á einn einasta ölvaða kínverja...
Bjórdrykkja eykst - sérstaklega í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.8.2007 | 12:03 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)