Jæja er ný færsla ekki málið... ég má ekki bregaðst æstum aðdáendum sem ætluðu alveg að missa það yfir skyndilegri og óvæntri endurkomu minni í bloggheima á síðustu dögum þessa herrans árs!
Ég fór í hina árlegu ferð mína í ræktina í síðustu viku... í þetta skiptið voru það Laugar, en þangað hafði ég ekki komið áður nema bara til að láta dekra við mig í Baðstofunni. Enda er það svona eiginlega meira minn stíll. En nú verður víst breyting þar á! Ég er óvart búin að skuldbinda mig til að gjöra svo vel að mæta að minnsta kosti einu sinni í viku niður í Laugar og láta skanna í mér augun...
Ég verð þó seint einhver líkamsræktarfrík og ég er alveg sannfærð um að þegar fólk segir: áhugamál mín eru.. að fara í ræktina! Þá er það kláralega að ljúga... En jújú það er víst nauðsynlegt að hreyfa sig og ég ætla að reyna að rölta á bretti þarna niðurfrá að lágmarki einu sinni í viku. Svona yfir eins og allavega einum Friends þætti. Ég hitti reyndar á svo spennandi fréttaskýringaþátt á einhverri sjónvarpsstöðinni þarna um daginn að ég gleymdi mér um stund og hálfpartinn fauk af brettinu þegar staldraði við til að vera hissa yfir einhverju. Sem betur fer var ég ekki á mikilli ferð og tel ég það hafa orðið egói mínu til mikils happs...
Annars þá horfði ég á Pretty woman um daginn og viðurkenni það hér með að það var í fyrsta skipti sem ég sá hana alla... Fór svona í framhaldinu að velta fyrir mér hvort vændi hefði ekki aukist hjá ungum stúlkum þegar þessi mynd var sem vinsælust. Ég sé alveg fyrir mér að ungar stúlkur hafi séð þetta í hillingum... vonin um að hitta eins og einn Gere á götunni. eða hvað? Nei ég segi svona...
Dægurmál | 9.12.2008 | 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Annars þá áskotnaðist mér þessi líka fíni örbylgjuofn um daginn. Ég nenni alveg engan veginn að útskýra það hvernig ég eignaðist hann enda munu fáir skilja mig. En hann er minn! Og nú örbylgja ég allt áður en ég set það upp í munn og ofan í maga. Er búin að prófa mig áfram með hinar ýmsu örbylgjupizzur og svo hitaði ég gamlar kleinur upp um daginn, þær voru sko betri en nýjar svona örbylgjaðar! Keypti mér svo butter örbylgjupopp áðan og núna í þessum skrifuðu orðum er ég einmitt að poppa það upp. Það er alveg drulluvond lykt af því, einhver svona gubbufýla... en hinkrið aðeins... mmm það er mjög gott! Og viti menn það eru meira að segja færri kalóríur í þessu butter stöffi heldur er venjulegu söltuðu! Hver hefði trúað því? Jahh ekki ég allavega, fyrr en núna...
En jæja ég ætla að horfa á ANTM og gæða mér á þessu dýrindis poppi..
Later!
Dægurmál | 3.12.2008 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)