Svona eru jólin

Ahhh ég sit hér uppi í rúmi í nýju flónnel náttbxunum mínum og rúllukragapeysu, með Dominos pizzu og góða bók á koddanum... Eftir 12 tíma svefn og rúmlega það, nokkra lítra af vatni og tvær íbúfen þá er ég öll að koma til eftir næturbröltið...

*muna: áfengi er böl...

Við stúlkunarnar í Símanum Kringlunni ákváðum að við ættum gott djamm skilið eftir þessa nýafstöðnu og hressilegu jólatörn. Við brugðum því undir okkur betri fætinum, rifum tappa úr nokkrum hvítvínsflöskum, hatta af tekílaflöskum og skelltum Páli Óskari félaga okkar á fóninn! Úje! Tókum alvöru partýfílinginn á þetta og fórum í drykkjuleiki og svo á mega trúnó.

 IMG_1986

 

 

 

 

 Það svoleiðis lekur af okkur kynþokkinn...

 

IMG_1989

 

 

 

 

Og hér sjáum við klassískan kynþokkasvip...

 

 

 

Þetta allt náðum við að gera fyrir 23:00 en þá skunduðum við í bæinn, og var ætlunin þar að stíga villtan dans, tæla karlmenn, fara á trúnó með ókunnugri manneskju á klóinu, láta barþjónana hella upp í okkur áfengi beint úr flöskunni og fleira í þeim dúr... Okkur Eyrúnu tókst að stíga ansi trylltan dans á dansgólfinu á Hressó og gerðum það alveg óáreittar enda vorum við algjörlega einar á gólfinu. Fleira tókst okkur nú eiginlega ekki að afreka af upptalningunni hér á undan, jú ég reyndar spjallaði aðeins við tvær 18 ára stúlkur á klósettinu á Rex og við tókum myndir af okkur saman.. en það getur tæplega talist til trúnós.

Tæling karlmanna var sosum ekki á döfinni af minni hálfu og áfengismagn í blóðinu var alveg vel yfir velsæmismörkum þegar við héldum af stað í bæinn svo það var kannski ágætt bara að að barþjónarnir létu það vera að hella upp í okkur áfengi...

Sjá þessar dívur! Það er ekki á hverjum degi sem hópur svo föngulegra kvenna sést saman úti á lífinu :) Það er ekki að sjá að áfengi hafi verið haft við hönd...

Mjög skemmtilegt kvöld í alla staði og vil ég þakka þessum föngulegu stúlkum fyrir að vera frábær félagsskapur. Þá hitti ég líka nokkra eðal Politicu félaga á Rex og að sjálfsögði kippti ég liðinu með mér heim í eftirpartý svona í anda jólanna, það er óskráð regla að bjóða í svoleiðis á annan. Sólrún klikkar ekki á slíku búandi svona downtown!

En já annars þá er ég búin að hafa það yndislegt um jólin og enn eru áramótin eftir! Það má heldur betur segja að Jóli hafi hlustað á mig því ég fékk bara allt sem ég óskaði mér þessi jólin. Ekki bara jólagjafir heldur er allt eitthvað svo eins og það á vera núna og miklu betra en það, góðir vinir frábær fjölskylda og bara allt, ALLT EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA!

Ég fer nú bara alveg að verða væmin sko....

Picture 179

Og hérna erum við systkinin í árlegu jólatrésmyndatökunni... Þetta er árlegur viðburður á aðfangadagskvöld og ganga jólin hvorki í garð né er matur innbyrtur fyrr en þessari myndatöku er lokið með ásættanlegum árangri... Það eru nokkur ár síðan stærðarröðin snérist við og ég sú elsta varð sú minnsta...

 

 Picture 178

Hérna höfum við svo jólatréð í allri sinni dýrð... var það hún systir mín sem fékk það hlutverk að rífa upp 80% af þessu pakkaflóði og leiddist henni það ekkert held ég. Pakkarifi var ekki lokið fyrr en um miðnætti og voru flestir þá orðnir vel lúnir eftir herlegheitin. Það var varla að maður hefði orku í jólabækurnar!

Hér að neðan er svo móðir mín í eldhúsinu eitthvað að fást við mat! Það er einmitt nýtt fyrir henni á aðfangadagskvöld að vera eitthvað að fást við mat... Þær skiptu á hlutverkum, hún og amma sem við sjáum einmitt líka hér að neðan ásamt afa. Í stað þess að við öll hersingin örkuðum til ömmu og afa í mat þá voru það amma og afi sem örkuðu til mömmu í mat! 

Mamma einmitt tók mig á eintal seint í nóvember til að fá hjá mér "leyfi" fyrir þessum breytingum. En ég er mjög staðföst og íhaldsöm stúlka og breytingar á hátíðum er eitthvað sem ég á ekki alltaf auðvelt með að höndla. Hátíðileikinn felst að hluta til í því að allt sé eins og á sínum stað... En jújú ég gaf eftir smá umhugsun grænt ljós á þessa byltingu í jólahaldi fjölskyldunnar! Og tókst þetta jólahald svona líka bara með eindæmum vel. Eftir 24 ár af sama stelli, 24 ár af sömu hnífapörum, 24 ár af jólölblöndunni hans afa og 24 ár af hamborgarhryggnum hennar ömmu... Þá eru kannski smá breytingar ekkert svo slæmar :)

Picture 177


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband