Mér tekst ýmislegt.... Nú er mér td búið að takast að ná mér í einhverja fjandans pest, rosalega heppilegur tími fyrir slíkt, þar sem prófin eru að detta inn og svona... Mér tókst að fara út á lífið síðasta vetrardag.. mér tókst meira að segja að gera mig ofboðslega sæta áður og allt... mér tókst að drekka ótæpilega mikið af fríum bjór... alltaf er það bölvun... þá tókst mér að ræða ótæpilega mikið um pólitík í crowdi sem kannski hafði ekkert rosalega mikinn áhuga á pólitík... mér tókst að koma Samfylgingunni vel að í þeirri umræðu og tókst að fanga áhuga þessa fólks sem ekki hafði upphaflega verið að deyja úr spenningi yfir heitum pólitískum umræðum... mér tókst að kíkja á Ölstofuna í heilar 5 mínútur... þar tókst mér að vera rukkuð fyrir 5 bjóra, 4 bjórum of mikið... sökum þess tókst mér að skvetta pínu bjór niður og tókst að fá til baka heilt bjórglas yfir mig, ekki bara bjórinn heldur glasið sjálft líka... tókst þar af leiðandi að fá leiðindaskurð á hendina eftir glerbrot... út af þessu veseni öllu saman tókst mér að vera hent öfugri út af ölstofunni, í leiðinni tókst mér að draga út tvo herramenn sem ekki voru neitt allt of sáttir við örlög sín... mér tókst þó að fá þá að mitt band og draga þá með mér á Barinn... Eftir það tókst mér ýmislegt fleira sem varla er prenthæft... en mér tókst allavega á fá lögreglu á staðinn og mér tókst að verða vitni af yfirgangi, hótunum og ósanngirni lögregluþjóna... En umfram allt, sem var allra best.. þá tókst mér að komast heil á húfi heim í rúmið mitt...
Mér tókst líka að taka þá ákvörðun í gær að djamma ekki neitt og innbyrða ekki öl fyrr en 12. maí næstkomandi... Þá ætla ég að vona að fyrir þann tíma takist mér að massa eins og eitt verkefni og aðeins af prófum...
Athugasemdir
Það er best að sannfæra lýðinn,þegar hann er fullur
Halldór Sigurðsson, 21.4.2007 kl. 12:03
Nei, heyrðu mig nú. Tókst þér sem sagt enn einu sinni að toppa sjálfa þig????? :) Heimta nákvæmari frásögn við tækifæri:)
Hrund (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.