Gleðilega páska!

Þetta er páskaeggið mitt...

 

 

 

....það er númer 4 og frá Nóa Síríus, að sjálfsögðu!

 

Fékk það að gjöf frá vinnunni fyrir nokkrum dögum og er alveg búin að vera að hemja mig að opna það ekki strax.. Þrátt fyrir að eiga nammibirgðir fyrir lífstíð.. Lindorkúlur, M&M, slatta af lífrænu súkkulaði úr Whole foods, nóa lakkrískúlur og margt fleira þá er einhvernveginn miklu meira spennandi að borða páskaegg!

Fyrir nokkrum árum hefði ég nú svo ekki samþykkt að fá bara eitt egg nr. 4, það varð að vera að minnsta kosti nr. 5... en maður hefur nú aðeins þroskast, eitt nr. 4 dugir mér í dag og vel það. Enda sælgæti ekki eins mikil munaðarvara og það var á mínu heimili þegar ég var krakki.. Ég man alltaf hvað það var fáránlega spennandi þegar mamma keypti Lion bar og Sprite sem við fengum að borða yfir Matlock á föstudögum... good old times...

Ég ætla að halda út í kvöld og fara rétt að þessu.. það má ekki byrja á egginu fyrr en að morgni páskadags! 

paskaungar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband