Hún mamma mín.. hún er nú alveg met!

Mamma er er vel þekkt fyrir það að vera mjög nýtin og hagsýn kona. Hún hefur lítið verið að bruðla með neitt í gegnum tíðina enda hvorki haft á því tök né löngun. Stundum gengur hún þó svo langt að mér blöskrar og tek ég þá í taumana. Fyrst þegar ég tók hana í gegn þá var ég að hennar mati bara til ama og leiðinda og fannst henni þetta bölvuð vitleysa í mér en núna í seinni tíð er hún farin að hlusta á og hlýða frumburðinum sínum... Sem oftar en ekki hefur lög að mæla.

Núna áðan þá vantaði mig rúskinnsbursta til að bursta loksins Októberfestleðjuna af stígvélunum mínum.. og komst ég þessvegna í skóáburðarkassann hjá henni... Þar kenndi skal ég segja ykkur ýmissa grasa og féllust mér hendur við hvern þann brúsa og dollu sem ég tók upp úr kassa þessum! Kassinn er alls ekki gamall, þetta er rosalega smart bastkassi, fóðraður að innan og allt. Í stíl við alla aðra geymslukassa á heimilinu, enda mamma alltaf með allt í stíl... (sem er efni í aðra sögu)

Upp úr þessum smarta hvítfóðraða mjög svo nýlega bastkassa kom meðal annars, vínrauður skóáburður... sem samkvæmt verðmiðanum var keyptur ansi vel fyrir myntbreytingu í verlsuninni SM.. þrátt fyrir miklar vangaveltur þá tókst okkur ekki að tengja SM við neinar minningar úr fortíðinni. Svo var þarna molnuð skósverta keypt í Hólagarði... Hólagarður varð að Hagkaup í upphafi níunda áratugarins að mig minnir.. og einhvernveginn grunar mig að þessi skósverta hafi ekki verið keypt á síðustu lífdögum Hólagarðsins gamla góða... heldur eitthvað fyrr... svo dróum við upp eitthvað sem heitir "sneaker shampoo" ... þarf ég að segja mynd af hvernig skó var framan á.. háir Reebok skór með frönskum að ofan eins og hafa farið hring og eru komnir aftur í tísku! Þetta er sko aðeins brot af því sem við fundum þarna, eitthvað var verðmerkt úr Miklagarði, MIKLAGARÐI! Mammar er stundum rosaleg í nýtninni. Þetta er meira að segja ekki einu sinni nýtni því þetta hefur klárlega ekki verið nýtt neitt síðastliðinn áratug eða svo. Bara verið flutt á milli kassa með þessu  hugarfari: já þetta er nú fullur brúsi, maður hendir ekki fullum brúsum... Maður geymir þá frekar þangað til þeir löglega teljast til antíkmuna!

Að sjálfsögðu var það frumburðurinn Sólrún sem tók af skarið og ákvað að þessu yrði henti í snarhasti. Bannaði systir minni að pota í óþverrann, enda örugglega spilliefni af verstu sort. En henni fannst þessar vörur, keyptar fyrir sína tíð afar áhugaverðar og verðið! 39,50 kr...

Svipað atvik átti sér stað þegar ég komst í kryddskápinn hennar mömmu í flutingum fyrir nokkrum árum.  Þar tók ég sko alveg pakkann: ætlarðu að drepa okkur!! þetta er notað í mat!! Í kryddskápnum fann ég krydd sem meðal annars var best fyrir '86 já... NÍTJÁNHUNDURÐÁTTATÍUOGSEX! Það krydd hafði reyndar að sögn móður minnar ekki verið notað mjög nýlega.. en nokkrir kryddstaukar örlítið yngri hef ég staðfestar heimildir fyrir að hafi verið í reglulegri notkun! Í skápnum mátti líka finna Royalbúðinga komna á annan áratuginn ásamt Jello-i sem sumir kannski muna eftir og var ófáanlegt á landinu lengi vel. Háöldruð lárviðarlauf fengu líka að fjúka í þessari grisjun..

Þetta var rosalegt sko en mömmu fannst viðbrögðin hjá mér heldur ofstækisfull og sagði að það væri allt í lagi með þetta, enda værum við öll í fullu fjöri enn... 

Ég tek það fram að mamma er mjög þrifaleg kona sem þrífur allt hátt og lágt allavega einu sinni í viku, en að henda einhverju sem er fullt hefur alltaf reynst henni erfitt og hefur þá litlu máli skipt hver best fyrir stimpillinn er. Það er kannski frekar réttara að segja að hún bara pælir ekkert í því! Þetta er fullt og þá er þetta notað! Og maður leifir ekki mat!

Það er ekki óalgengt að sjá eina litla skorpnaða og uppþornaða pylsu vafða inn í plastfilmu í ískápnum hjá mömmu. Þegar ég sé slíkt þá hrifsa ég hana út og veifa framan í hana og spyr hverjar líkurnar á því að þetta verði borðað séu.. Mamma tekur þá til við líkindareikninginn og borðar hana sjálf bara til að sanna mál sitt, sem er að skorpnuð pylsa sé jafn góð og nýsoðin pylsa!

Já hún mamma hún er svo ágæt...

 IMG_0910

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Sæl Sólrún og til hamingju með þetta fallega nafn.

Mamma þín er met já, en ekki einsdæmi. Mamma mín var einmitt svona (fædd 1907) og ég hef drukkið þetta allt með móðurmjólkinni (ég fædd 1950). Dóttir mín skilur þetta alls ekki. Þú veist þessar mömmur. Ég er bara í þessu tilviki í báðum hlutverkunum; dóttir og mamma

Það eina sem ég forðast eru matvæli sem komin eru mikið yfir 20 ár frá síðasta neysludegi!!

Dag nokkurn kom kunningjakona (aldrei komið áður) og þurfti að fara á snyrtinguna og sá þá dularfullt brúnt skolp í baðkerinu. "Fyrirgefðu, má ég spyrja þig hvað þetta er?" - - - Ég sagði henni eins og var, hafði verið að taka til í skápunum og fundið allnokkuð af alls kyns tei sem mig langaði ekki að drekka (sumt á fermingaraldri) - hefði bruggað heilan pott af elexírnum og verið rétt nýbúin að skvetta því í baðkarið þegar hún kom, - þetta væri örugglega fínt fyrir kroppinn, öndunina og ananashúðina.

Kannski hugmynd fyrir múttu. Má nota krydd líka!

kveðja, Eygló

Beturvitringur, 9.1.2008 kl. 01:01

2 identicon

AHAHAHAHAHAHA .... vaaaááá .... gamla settið mitt er NÁKVÆMLEGA eins ...dísússs .... stundum, þegar þau eru ekki heima tek ég eina netta tiltektsrassíu í ískápnum og hendi fáránlegustu hlutum :D ... það sem þetta fólk lætur eftir sér að geyma .... ó mæ god!

Jólastrympa (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Vignir

,,Það er ekki óalgengt að sjá eina litla skorpnaða og uppþornaða pylsu vafða inn í plastfilmu í ísskápnum hjá mömmu. Þegar ég sé slíkt þá hrifsa ég hana út og veifa framan í hana og spyr hverjar líkurnar á því að þetta verði borðað séu.. Mamma tekur þá til við líkindareikninginn og borðar hana sjálf bara til að sanna mál sitt, sem er að skorpnuð pylsa sé jafn góð og nýsoðin pylsa,,! 

 Alger snilld!

Vignir, 9.1.2008 kl. 16:20

4 identicon

Úúúfff...þetta var hressandi lesning. Þú ert fyndin...og mamma þín auðvitað einstök:)

Hrund (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Já... þetta kannast ég ekki við þar sem mamma mín er eiginlega ofvirk í því að henda hlutum... viltu fá hana lánaða í nokkra daga?

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:21

6 identicon

Hey, það eru óskrifuð lög að þegar maður eignast nýja tölvu á maður að blogga minnst einu sinni dag ... sko minnst .... og ef tölvan er bleik á litinn skulu bloggfærslur birtast  tvisvar á dag.

Jólastrympa (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband